Sunnanfari - 01.01.1898, Blaðsíða 23
23
öti3Vnu 113 $zi SjoiiDoou.
I. Mannskaðinn.
4. Nóv. ’97.
Skjöldótt fjöll af gaddi gömlum
gnapa yfir fölvum dölum,
því að upp’ i sólar-sölum
sumarblíðan var í höinlum.
Júlí hafði í Góu-gervi
garðinn yrkt hjá vorri móður,
ausið krepju’ á græuan gróður
—- geisla deytt með élja-herfi.
Yfir grænum hrannar hyljum
hylur blika götur langar.
Skarabrettir skýjadrangar
skjálfa fyrir ofsabyljum.
Stæltur bakki storms og élja
stiklar milli landa’ og fjalla,
yglir brýr og otar skalla
öskugrár og blár sem Helja.
JÞessi mikli galsa-Glámur
geispar langt og hóstar þungan;
belgist gúll, en blaðrar tungan;
barki dólgs er þeygi rámur.
Kveður við af heljar-harki
hátt í lofti’ og fjalla sölum;
lágt í giljum, djúpt í dölum
dunar og hljómar jötuns barki.
En hve þú ert undarlegur,
úfin-hærði kyrru-fjandi;
aftansólar út úr landi
er þór mældur rakinn vegur.
Austur ferðu — alskyggn, blindur —
austur að dyngju morgunsólar,
þar sem henuar ruggu rólar
roði dags og hjúfurvindur.
Leikur Dauði lausum hala,
lauga skálm og bitra reiðir;
skimar yfir lagðar leiðir,
lætur harða kosti fala;
upp er lokið Heljar liliðum,
húmar að á miðjum degi;
ætlar að herja’ í Austurvegi
eftir gömlum vikings siðum.
Dauðinn ríður bólstri bleikum,
ber og lemur fótastokkinn.
Makki klársins, hærður, hrokkinn
höfuðburði stýrir keikum.
Oðir byljir undan þjóta
uppi’ á hiinni’ og niðri’ á foldu,
ausa á sæinn sandi’ og moldu,
sjónum upp á landið róta.
Aur og möl úr urð og hjalla
óveðrið um dalinu hrækir.
Alt er á lofti: ár og lækir
upp á móts við brúnir fjalla.
Yfir tjörnum strokur standa;
strá og hríslur bogna’ að foldu.
Grafin kot í grjót og moldu
gnötra stödd í miklum vanda.
Halla ég mér að hreysi lágu,
hlífi mér fyrir stormsins æði,
augum stari út á græði;
allur er ’ann í roki háu.
Eins og mjallbreidd ísgljá rjúki
er að líta bláflöt Ránar;
utar fyrir bliku blánar,
bólstrum grám og lausafjúki.
Eins og slitinn illhæringur
augum mínum skýin stugga;
bak við sér i græna glugga,
grettar brýr og loppna fingur.
Þetta er Dauðinn — allra ægir,
yglir sig, á jaximn bítur;
niðri’ á sjónum lágt hanu lítur
lítinn knör, sem áttin bægir.
Sortnar loft í sama bili;
sjórinn gamla lagið þylur.
Nótt og Dauði, Bylgja og Bylur
bátnum velta af mjóum kili.
— Eiginmanninn ekkjan missir,
einkasyni feður og mæður.
Syrgja’ og gráta systur og bræður.
Svalmynt Unnur náiun kyssir.