Sunnanfari - 01.01.1898, Blaðsíða 47

Sunnanfari - 01.01.1898, Blaðsíða 47
47 djöfli búið dýrast borð, drottni goldið fátt eða eigi; margþætt lagt á hugaiín helsi — harðast þrýst að stærstu meini, þeim, sem teygði fót að frelsi fjötrum sagað hold að beini? — Hjer var—? Hjer var—?----------- * * * Braka laungu læstar dyr -— lifnar nú í Urðar tröfum, —■ hurð, er sjónum huldist fyr, hrekkur burt frá dyrastöfum. Bregður ljósi’ á lífsins keðju. Leitar máls hin horfna tíð; dauðans lið á dapra kveðju — dómsorð fylgir þessuin lýð: Hvar er upphaf ólánsverka — upphaf lyga, villu’ og tjóns? 8á, er grjótbar grundir fróns — glöpum vígði máttinn sterka — blysin leiðar bældi niður, breytti lind í dökka eðju — var hann ekki lítill liður læstur fast í trausta keðju, knúinn áfram — borinn blindur? Bljes ekki’ um haun kaldur vindur? Hvar er upphaf? Hver á sök? Hvert skal stefha gremju orðum? Sá, er hafði tarfsins tök, tróð sjer veg með gæfu morðum; var hann ekki lítill liður læstur fast í trausta keðju? — Þungur straumur, þungur niður. -r— Þó á einginn hluttaks kveðju. Yesalt mannkyn! — Veslings liður vina rómi fjarri aliun! aldrei hraut þjer hluttaks kliður; harðiu’ starfi var þjer falinn; máske þó að hönd þín hafi hafið bjarg, sem varð að færa; þó að einginn um það skrafi, áfram kannske varstu’ að bæra fjöregg betri og fegri tíðar, falin mekki uistings hríðar. * Afram! — Áfram! — Ljósan loga lít jeg vakna’ á dauðra haugum; leggur birtu’ um völl og voga, vindblær strýkur hagl af augum. Eins og þegar fer á fætur fugl um ljúfar suinarnætur, þegar hnútar rökkurs rakna, röðull boðar nýjan dag, hjerna nú á láði’ og legi, — lagða sje jeg sljetta vegi. — Roðnar fjall og rósir vakna; rán á nýjan, hlýjan brag. Eundin leið frá sál að sál! syngur nú í hverjum barmi; nú er stál i ungum armi, ómar hvelt hið mælta mál; nú er lifið leikur einn, ljettur sá, er fyr var seinn, faðmur hver til faðmlags breiddur, fús að miðla af gleði nægð — ekki spyr um fje og frægð á fjallsbrún andans hugur leiddur. — Allar lífsins elfur streyma inn í bjarta fegius-heima. * * * Ljós! — að vísu ljós í draumi — lýsa flögr á þungum straumi? — Lag er öldur lúnum þylja? — Leiftur — máske leiftur? — Heyr! Þá er aftur efst í barmi eittlivað, sem er fjarskylt harmi, eitthvað það, sem eflir vilja, eykur þrótt og ekki deyr: Hver veit nema hið ljósa ljós langt um fegri tíma boði ? — Leiugst i austri lifnar rós, litar hafsbrún morgunroði. Sigurjón Friðjónsson. Tákn tímaima. Mönnum er smátt og smátt að lærast að líta með meiru jafnaðargeði eu áður hver á annars trú- arskoðanir. 1 Ameríku er samvinua milli hinna

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.