Sunnanfari - 01.01.1898, Blaðsíða 13
13
þar Stephensens systkinin, börn Þorvaldar heitins
Stephensens, er hér var lengi verzlunarstjóri og
hæjarfulltrúi í Reykjavík. Þau eru 5 systkinin:
Stefán, kvæntr sænskri konu og eiga þau einkar-
efnileg og fríð hörn. Tvær af systrunum eru gift-
ar, en þrjár ógiftar, og vegnar öllum mjög vel. Eg
heíi kynzt mörguin góðum og gervilegum löndurn
vestra, og á þar fjölda vina, en ekkert fólk íslenzkt,
var mér skapfeldara en þetta. Foreldrar þeirra
eru nú hæði dáin fyrir nokkrum árum, og móður-
systir þeirra andaðist í vetr, er leið. Hún bað
fyrir að brenna lík sitt, er hún væri látin, og var
það gert, og mun það vera fyrsta likbrensla íslenzk
vestan hafs. Þann jarðarfararhátt kann ég vel við.
Hún var kona einkennilega íslenzk í anda og mjög
skemtileg. Þau systkin hafa nú verið lengi frá
Islandi á hraut, og yngsta systirin er fædd vestra.
En engir íslendingar vestra tala jafnhreint og vand-
að mál sem þau, og er vart um að þau blandi
nokkru sinni ensku orði inn í, og er þeim þó auð-
vitað enskan tamari. Stríddu þær systr okkr Stein-
grími Stefánssyni stunduin á málblendni okkar, og
verð ég að játa, að við máttum fyrirverða okkr
gagnvart þeim.
Steingrímr er nú í ágætri stöðu, deildarstjóri
yfir 3 deildum í Newberry bókasafninu. Hann er
einn inn gáfaðasti og fjölfróðasti maðr, er ég hefi
kynzt og allra manna skemtilegastr og beztr við-
húðar. En ég hefi getið hans ítarlegar á öðrum
stað1). — Get ég glatt alla vini hans með því, að
honum líðr í alla staði vel.
Af íslenzku fólki í Chicago, sem ýmsii- þekkja
hér, get ég nefnt Jón Þorkelsson frá Lækjarkoti
og konu hans og böm, og systr hennar þrjár:
Kristrúnu, (xuðrúnu og Sigríði. Sigríðr er ekkja, en
þær (tuðrún og Kristrún giftar, Guðrún norskum
manni, en Kristrún Jónasi Jónssyni, austfirzkum
manni, bróður séra Jóns Austmanns, Þorgrims
snikkara og Sigurðar í Eyjum. Þá eru tveir menn,
er ég enn verð að nefna; annar er Stefán Pétrsson
prentari; hann og Magnús bróðir hans kaunast
margir hér við. Þeir fóru vestr fyrir 7 árum tæp-
um; er Magnús í Winnipeg, yfirprentari við Heims-
kringlu2); en Stefán er ráðsmaðr og hókari við
blaðið „Norden"; tók hann við því starfi af mér
1) „Öldin“, Winnipeg, Des. 1896. Þar er mynd af
honum og reit ég nokkur orð með henni.
2) Nu í þýzkri prentsmiðju þar siðan i sumar að
Heimskringlufélagið varð gjaldþrota.
Síðari ath8.
vorið 1895, er ég slepti því1). Þeir bræðr eru báð-
ir gáfumenn og efnismenn i öllu. Annan verð ég
að nefna af lönduin þar (því að alla fæ ég ekki
tíma til upp að telja). Það er Magnús Bjamar-
son; hann er norðlenzkr maðr að ætt, en var síð-
ast við verzlun hér í Keflavík; hann er gleðimaðr
og rausnarmaðr og ágætr drengr. Hann er giftr
norskri konu.
Nú hefi ég nefnt nokkrar helztu íslenzku ný-
lendurnar vestra og nokkra kelztu hæina, sem land-
ar búa í. Þó hefi ég ekki nærri alt til tint, því
að landar eru á strjálingi miklu viðar, vestr í Alaska,
vestr í Sandvíkreyjum, suðr í Tennessee og hver
veit hvar. Eins er um hitt, að ég hefi fáa eina
nefnt af þeim mönnum, sem heima eiga í bæjum
þeim og bygðum, er ég hefi minzt á, og hefi ég
tekið mjög til af handahófi þá, er mér runnu fyrst
í ininni. En miklu fleiri hefði mátt nefna, er marg-
ir mundu þekkja og við kannast, og margir eru
þeir eins merkir og góðir drengir, eins og hinir.
Eg verð að biðja góða menn að virða það á betra
veg, enda var tilgangr minn meira að gefa ofrlitla
almenna hugmynd um hvert pláss um sig, en að
telja upp fólk eða lýsa því. Þannig hefi ég t. d.
slept að nefna Gunnstein Eyjólfsson í Nýja Is-
landi, og er hann þó einn af inum fáu löndum vor-
um vestra, sem dálítið liggr eftir, og meira mun
eftir liggja, ef hann lifir lengi, í íslenzkum bók-
mentum. Ekki hefi ég heldr nefnt skáldkonuna
„Úndínu“; það er gervinafn hennar (rétta nafnið
vil ég ekki nefna meðan hún nefnir það ekki sjálf).
Ekki hefi ég séð jafnvel gerð kvæði eftir neina ís-
lenzka konu, sem það litla, erfrá henni hefir sézt áprenti.
Af því litla, sem ég hefi sagt um líf og líðun
landa vorra alment í hverri nýlendu um sig og í
helztu bæjunum, vona ég að tilheyrendr minir hafi
getað fengið ofrlitla hugmynd, betri eu ekki neitt,
um hag þeirra alment og lífskjör.
Menn hafa oft spurt mig um loftslag og veðr-
áttu í Ameríku og fleira því um líkt. Það er auð-
vitað, að í svo stóru landi er þvi ákaflega ólíkt
háttað; fer það bæði eftir því nokkuð, hve norðar-
lega eða sunnarlega hvert pláss er, en einnig eftir
ýinsu öðru, svo sem hve nærri sjó, hve nærri vatni,
hvort menn eru austarlega eða vestarlega, og margt
kemr þar fleira til greina.
1) Síðan hefir annað blað keypt „Norden“ og flutt
það burt úr Chicago. Eekr Stefán prentiðn siðan.
Síðari aths.