Sunnanfari - 01.01.1898, Blaðsíða 25
25
Hún rís á fót úr rekkju’ ósein,
er roðar sunna morgunbrár,
og stiklar létt af hnjúki’ á hlein,
en hoppar yfir ár.
Hún lyftir sál af hauðri hátt,
er heiðskír ríkir vetrar-nótt,
og veitir hugsjón draumlíf dátt,
en dagsins framkvæmd þrótt.
Hve Gleðin laðar mey og mann
í munarheim — þau lifa sæl —
"Og gerir höll úr rökkur-rann
og riddara úr þræl.
Og ellimóðan yngir hún,
en ungum veitir kraft og þor;
hún gefur barni gull og tún,
en gömlum jól og vor.
III. Jón gamli.
Eftirmæli.
Já, alt af á guðsást að verjast í vök,
en varmenskan sólskinið sleikir.
Að hugsa um áttræðs manns torfristu-tök
er tvítugur liggjandi reykir!
Sú hugsun sem örskot í huga mór fló,
er heyrð’ ég, að látinn ’ann væri;
og illviðris-bliku í andlit mér dró,
þó yfirskin hláturs ég bæri.
Hve ægilegt brekkuskeið öndvert ’ann rann
i aurskriðum, svellgljám og hraunum.
A mannsaldur þriðja í vegabót vann,
en vanþakkir hlaut svo að lauuum.
Og einungis gigtin var öldungnum trú
í öllum hans mannrauna-ferðum:
í mjöðminni átti hún óðal og bú,
en ítak og selför í herðum.
í langa tíð manaði’ ’ann háskann og hló
að Helju, er stóð hún á verði,
eg hendurnar knýttu í kiapvatni þó
°g hrurnlur í snjóskafli þerði.
í vörn og í sókn brýudi’ hann vaskleika sinn;
það var sem hann gildnaði’ og lengdist,
er storhriðin hnoðaði klaka í kinn
■og kampinn, svo andrúmið þrengdist.
Er hávetrar frostbylur geisandi gnast
í gisnuðu öldungsins hýði,
hann blés ekki’ í kaunin, en barði sér fast
unz blóðstrauminn krókloppan flýði.
Sú ægiraun mundi’ eigi örvasa holl;
en áfram hann bograði’ og þagði.
Og mótbyrinn hærurnar kembdi’ yfir koll
og kampinn að hálsinum lagði.
A bláþræði’ í mannsaldur hraustleikinn hékk,
því harðneskjur karls voru’ ei linar,
unz áttræður loksins til grafar hann gekk
með gigtslitnar, þverknýttar sinar.
í sporin hans renning og brunasand ber
í byltinga stormvindi gneypum.
Og minningin helzta, sem eftir hann er,
er ugla með trosnuðum reipum.
Það er tilgangr „Sunnanfara" að gefa íslenzk-
um bókmentum sérstakan gaum eftirleiðis. Meðan
hann var eins lítill og hann var áðr, hafði hann
ekki mikið rúm til þess.
Það væri æskilegt, að þeir bóka-útgefendr, sem
vilja að getið sé þeirra rita, er þeir gefa út, sendi
þær til umgetningar, og mun „Sunnanfari11 geta að
einhverju leyti allra þeirra rita, er þannig verða
send. En auðvitað er það, að þótt útgefandi ein-
hvers rits sendi það ekki til umgetningar, þá þarf
hann ekki að hugsa sér að binda með því fyrir
munn „Sunnanfara11, ef ástæða þykir annars til að
gera það að umtalsefni.
Tilgangrinn með því, sem ritað er um bækr,
er að gagna almenningi lesanda, höfundum ritanna
og rithöfundum vorum og bókmentum yfir höfuð.
Því verðr sagt hisprslaust álit um hvert rit án alls
mann greinarálits.
Tvær orðabækr.
G-. T. Zoéga: Evzlc-íslenzk orðabók. Reykjavík 1896.
(Sig. Kristjánsson). — [484-(-8 blss. i 16 bl. br.].
Jónas Jónassonf?]: Ný dönsk orðabók með islenzk-
um þýðingum. Reykjavik 1896. — (ísafoldar-prent-
smiðja). — [616—j—8 blss. í 16. bl. br.].
Orðabækr geta verið með tvennu móti aðal-
lega: annaðhvort á einu máli eða tveimr. Orðbækr
4