Sunnanfari - 01.01.1898, Blaðsíða 44
44
Jeg er fús á, að fyrirgefa rímsnillingiimn ýms-
ar syndir: smá-syndir, meðal-syndir og jafnvel stór-
syndir.
Jeg tek það upp aftur: sá sem nær einyum tök-
um á rímlistinni, á ekki að leita eftir faðmlögum
við Iðunni.
Andstæðingar braglistarínnar halda því fram,
að hún fjötri hugsanirnar og rugli orðskipun og
og rjetta framsetning.
Það er lika satt, að þetta hefur hún mörgum
gert, sem hafa tekið hana nauðungartökum. En
hún þekkir sína eins og góði hirðirinn, og þeir
sem kunna á henni tökin, og þeir sem hún vill
sýna eftirlæti, finnst mjer ekki hafi ástæðu til þess
að kvarta undan henni.
Kimlistin hefur verið séra V. B. eftirlát, en
hann hefur notað sjer góðvild hennar um skör fram.
— Hún á ekki að vera vinnudýr 365 daga á ári
hverju.
iPað er auðvitað, að kveðandin leggur hemil
á hugsun og framsetning Þetta er kostur hennar
en ekki löstur.
Vegna þess, hve erfitt er að yrkja undir föst-
um og dýrum háttum, er ekki hætt við, að hver
skussinn geti unnið sjer til frægðar við það starf.
3?að er heldur ekki til neins fyrir íþróttamann í
þeirri grein, að ætla sjer að hrista fallegar og vel
búnar hugsanir fram úr erminni. Vegna erfiðleik-
anna, sem rímlistin leggur fyrir þann mann, sem
ætlar sjer að vinna hylli hennar og fullnægja kröf-
um hennar, leggur sá hinn sami fram alla krafta;
og einungis þá getur listamaðurinn fullnægt kröf-
um íþróttarinnar, eða gert henni nokkurn veginn
til hæfis, þegar hann leggur fram alla krafta sina
oy ástundun.
En þegar aðhaldið er lítið, eða alls eklrert,
krefur nauðsynin ekki þess, að allir kraftar sjeu
framlagðir.
Liklega er hægt að þrátta um þetta fram og
aftur. En það er þó víst, að þau skáld, sem yrkja
lausast — t. d. á Norðurlöndum — yrkja að öllu
leiti ver enn hin.
Jeg hef lika tekið eftir því, að sami maður
yrkir betur — hugmyndirnar fullkomnari og skorð-
aðri — þegar hann yrkir undir föstum og falleg-
uin háttum.
Háttur og hljómur verða að fylgjast að.
Ef til vill er eingin tunga undir sólinni eins
falleg og Islenskan.
Og hvers vegna skyldi það vera?
Vegna þess hve hljómrík hún er.
Oflugasti og fegursti hljómur tungunnar kemur
fram í braglistinni. Hann er, eða á að vera, föru-
nautur hennar.
Stuðlasetning og höfuðstafa eykur hljóminn og
áherslurnar. IÞess vegna ætti þeim aldrei að vera
misboðið. I?ess vegna ættu þær aldrei að verða
lagðar fyrir óðal.
Ef tunga vor ber þetta tvennt fyrir borð:
fastan hátt og falleyan hljóm,
þá fara að koma ljótu hrukkumar og aumi kerl-
ingarsvipurinn á braglistina okkar.
Ifuðmundur Friðjónsson.
Útl ifaðar reikistj örn ur.
Reikistjörnur, sem alt líf er út sloknað á, má
vel nefna útlifaðar. Þannig er t. a. m. með tungl-
ið. Tunglið snýst, eins og allar stjörnumar, um
möndul sinn, en auk þess gengr það og umhverfis
jörð vora. En nú er svo komið, þótt upphaflega
hafi eigi svo verið, að umferðartími tungls um jörð-
ina er jafnlangr þeim tíma, sem það er að snúast
um möndul sinn. Eyrir því veit það ávalt sömu
hliðinni að jörðunni.
En eins og tunglið gengr umhverfis jörðuna,
þannig gengr jörð vor og sérhver önnur reikistjarna
í sólkerfi voru umhverfis sóluna, en snúast jaíh-
framt um möndul sinn. Jörð vor er sem næst
365y4 sólarhrings að ganga umhverfis sóluna, en
um möndul sinn snýst hún á 23 stundum og 56
mínútum. — Merkúr er aftr að eins 88 daga að
ganga umhverfis sólu, og er því árið á Merkúr 88
dagar vorir. — Venus er tæpa 225 daga vora að
ganga umhverfis sólu, og er því Venusar-árið 225
jarðardagar að leugd. — Júpíter aftr á mót er
4332y2 jarðardaga að ganga umhverfis sól, og er
það árslengdin hans; en hann snýst um möndul
sinn á 9 klt. 55 mín., og er því dagr hans tæpar
10 klukkustundir, og verða þá 10398 Júpíters-dagar
í Júpíters-árinu. — Satúrnus er 10759 jarðdaga að
fara umhverfís sól, en snýst á ÍO1/^ klst. um möndul
sinn. — Úranus þarf yfir 30 þús. jarðdaga, og
Neptúnus yfir 60 þús. jarðdaga til umferðar um
sólu. Það er því feykilangt hvert árið á þeirn
hnöttum.