Sunnanfari - 01.01.1898, Blaðsíða 8
/
8
in hjá oss hér á landi. Nætrfrost, hagl, ofþurkar
o. s. frv. eru fult eins tíðar landplágur þar eins og
hafísinn hér.
En að landið sé þó gott, má marka á því, að
in fáu góðárin hera þó hóndannn vel yfir galla-
árin og slysa-árin, svo að menn geta þó aukið efni
sin og haldið áfram að blómgast, þegar rekspölr
er á kominn og menn eru búnir að koma sér nokk-
urneginn fyrir. Auðvitað geta mörg óár í röð
líka kipt alveg fótum undan hóndanum, ef þau hitta
hann áðr en hann er húinn að koma svo ár sinni
fyrir borð, að hann geti afborið 2—3 illæri samfeld.
Eg sé að þetta ætlar að verða lengra, en tim-
inn leyfir, og verð ég því að fara stutt yfir þær
nýlendrnar, sem ég hefi ekki í komið.
Eyrst skal ég nefna Álftavatns-nýlendu, svo
kallaða. Hún liggr í votlendi á austrströnd Mani-
toha-vatns, vestantil á landspildu þeirri, er greinir
það vatn frá Winnipeg-vatni. Þar er kvikfjárrækt
nær eini atvinnuvegr, kornyrkja lítt teljandi. Lifa
menn þar íslenzkulega nokkuð svo, líkt og í Nýja-
íslandi. Engir munu þar auðmenn vera meðal
landa vorra, en flestuni mun farnast allvel eða kom-
ast af.
Eyrir norðan Álftavatns-nýlendu þrengist Mani-
tóha-vatnið, og verðr þar sund eit.t mjótt eðr lón,
áðr en vatnið breikkar aftr. Þetta lón er á eusku
kallað Narrows (o: þrengsli). Austan við lónið er
lítil bygð Islendinga, og mætti nefna hana Lón-
hygð. Þeir sem þar húa, stunda eingöngu gripa-
rækt og fiskiveiðar.
Á vestrströnd Mauitóba-vatnsins er einnig ís-
lenzk nýlenda. Þar eru fiskiveiðar aðalatvinnuvegr-
inn. Hún hefir stundum verið nefnd Strandar-ný-
lenda eða Strandar-bygð.
Þessar tvær nýlendur eru að miklu leyti bygð-
ar fólki, sem kom vestr 1893.
Vatnsdals-nýlenda er kölluð vestr í Qu’Appelle-
dalnum. Það eru að eins um 10 isl. búendr; öll
bygðin annars enskumælandi. Þar er land gott, en
alt numið. Löndum þar vegnar vel.
Vestr af suðrhorni Manitóba er Melíta-nýlenda,
fárra ára að eins. Eremr mun þar rýrt land yfir
höfuð, og hefir misjafnt verið af henni látið.
Norðvestr i landi er Þingvalla-nýlenda — ef
nokkuð er eftir af henni — norðr frá Churchbridge.
Eg hefi kallað það Vatnsleysu, og er það réttnefni,
því að þar er alveg vatnslaust, uema af fúlu og ó-
drekkandi vatni. Þar er og litt eða ekki við akr-
yrkju eigandi fyrir þurkum. Eu nú muu sú ný-
lenda vera að miklu leyti eydd aftr, því að fólkið
er mest flúið burt til annara staða. Ekki allfáir
fluttu þaðan til Strandar-nýlendu. Þar bættist og
ofan á annað, að þar reyndist ið versta tæringar-
bæli, og álitu læknar, að vatnsleysið eða ið vonda
vatn ætti þar þátt í. Nyrðri hluti þessarar nýlendu
var síðar nefndr Lögbergs-nýlenda (eftir póstaf-
greiðslustað þar með því nafni). Þar er skárra en
í syðri hlutanum, og er sú bygð við lýði enn. En
litla framtíð mun hún eiga fyrir höndum.
Einn af þeim fáu bændum, sem enn var eftir í
Þingvalla-nýlendu, er ég til vissi síðast, var Ólafr
Ólafsson frá Vatnsenda hér í Seltjarnarnesshreppi.
Honum vegnaði þar bezt þeirra, er ég til þekti,
enda fór hann vel efnum búinn héðan. Hefir hann
víst haldið við að efnum til, en ekki mun hann
hafa grætt fé þar.
Þingvalla-nýlendan (eða Vatnsleysa) er án efa
ið langslysalegasta nýlendustæði, sem landar hafa
nokkru sinni ratað á. — Að svo margir gintust til
að flytja þangað, kom til af því, að járnbrautarfé-
lagið, sem átti járnbraut vestr þangað, lánaði þeim
mönnum, sem vildu setjast að á þessu svæði, fé til
að reisa bú,
Norðr af Calgary, vestr undir fjöllum, er ís-
lenzk nýlenda sú, er nefnd er Alberta-nýlenda.
Landar þar stunda kvikfjárrækt og með fram veiði-
skap í ám og vötnum. Ókunnugt er mér um að
þar sé nokkrir efuamenn, en allir munu þar vel af
komast, og það hygg ég, að þeir uni sínum hag
eins vel og landar gera í öðrum nýlendum. Þar
er loftslag gott og vetr mildir. Þar eru margir
greindir menn, lestrarfúsh’ og fróðleiksgjarnir. Þar
verð ég að nefna einu mann, sem þar á heima,
Stephán G. Stephánsson (Stefán Guðmundsson,
Stefánssonar), einn inn gáfaðasta og mentaðasta
leikmann íslenzkan vestra, sem ég hefi kynzt (þótt
kynning okkar hafi öll verið bréfleg að eins). Hann
er einkennilega frumlegt ljóðskáld, lesinn í útlend-
um bókmentum, en rammíslenzkr í anda. Munu
mörg af kvæðum hans verða meðal þess, sam á
fyrir sér að lifa í íslenzkum bókmentum.
Nú ætla ég að ég hafi nefnt, allar þær íslenzk-
ar nýlendur, er ég man eftir eða teljaudi eru.
Þá er nú að víkja til bæjanna, þar sem ís-
lendingar dvelja helzt. Skal ég þá fyrst nefna
Minneota í Minnesota. Sá bær er að talsverðu
leyti íslenzkr. Það er lítið þorp: fáeinar búðir,
ein prentsmiðja, nokkrir handiðnamenn o. s. frv.
Þar er ljómandi fallegr barnaskóli, stór eftir stærð