Sunnanfari - 01.01.1898, Blaðsíða 5

Sunnanfari - 01.01.1898, Blaðsíða 5
5 að þeim gáfust þau ráð vel. (Meðal þess fólks var móðurbróðir minn og amma mín). Nýlendubúar í Minnesota-nýlendu eru langflestir Austfirðingar. Minnesota-nýlendan mun hafa farsæflegast bú- skaparland af öllum íslenzku nýlendunum vestra. Hveiti-uppskeran er þar auðvitað ekki eins mikil eins og hún verðr í góðærum í Norðr-Dakota og Manitoba, en þar þrífast aftr miklu fjölbreyttari af- urðir, auk hveitis, t. d. hör og mais o. fl., en niais- yrkjunni verðr oftast samfara svínarækt. I þessari nýlendu hygg ég að landar sé jafn- bezt efnaðir. Vellíðan mun vera þar almenn, sum- ir mæta vel efnaðir og mundu verða kallaðir stór- ríkir hér. I þessari nýlendu hafa sumir beztu bændrnir miklu stærri jarðnæði, en í öðrum ísl. nýlendum. Ef míg rangminnir ekki, munu vera þar ísl. bændr, sem eiga frá 640—900 ekrur. - Land er öldótt mjög í nýlendu þessari, en skóg- laust af náttúrunnar hendi. En ýmsir landar hafa ræktað hjá sér nokkrar ekrur af skógi, svo að þeir hafa uú nægan skóg til eldsneytis úr þessu. Sér- staklega þótti inér fallegr skógrinn hjá Gunnlaugi frænda mínnm (frá Hákonarstöðum) og hjá Jósep í Framnesi. Híbýlaprýði er meiri í nýlendu þessari, en öðr- um íslenzkum nýlendum, og má segja, að húsagerð þar sé yfirleitt prýðileg, þó að auðvitað sé talsverðr munr á því, eins og eðlilegt er eftir efnum og öðr- um ástæðum. Og víða er þar að sínu leyti eins ágætlega vandað til útihúsa, peningshúsa, kornbúra o. s. frv. Sérlega vel sá ég meðal annars hýst hjá þeim Jósepi og Gunnlaugi og hjá Birni frá Hauks- stöðum. Það er víðast fagrt i þessari nýlendu, að mér þótti. Eg kom þangað einu sinni ög fór dálítið um hana. Rétt í henni stendr bærinn Minneota, og minnist ég á hann siðar, er ég tala um bæina. E>á menu, sem ég heimsótti, svo ég muni, í nýlendu þessari, skal ég nefna flesta, ef vera kynni að ein- hver, sem hlýðir hér á orð mín í kveld, þekti einn þeirra eða fleiri og hefði gaman að heyra, hvernig þeim líðf. — I Austrbygðinni skal þá fyrst frægan telja, vinn minn Sigurð Askdal, Austfirðing, gáfað- an mann og frjálshugsandi og inn bezta dreng. Þá næst þá þrjá, er ég hefi áðr nefnt: Gunnlaug Pétrs- son frá Hákonarstöðum, Björn frá Hauksstöðum í Vopnafirði (fyrrum á Grímsstöðum á Fjöllum), Jósep á Eramnesi, Vopnfirðing, tengdason Jóns gamla Þorvarðarsonar úr Papey, er enn lifði þá hjá honum. Jósep mun vera manna auðugastr is- lenzkra bænda þar, enda mesti snildai'bragr á öllu þar. Þá kom- ég og til tveggja gamalla kjósenda minna og kunningja: Priðriks frá Eiðum og Jó- hannesar frá Hjartarstöðum, Sunnmýflnga, beggja eins og ég er, og búa þeir vel*. — I Norðrbygð- ina, sem svo er kölluð þar, kom ég ekki. — í Vestrbygðinni kom ég til Árna Sigvaldasonar, er ég var kunnugr frá fornri tíð í Mihvaukee 1873— 1874; hann er á'góðri jörð, vel hýstri og líðr vel. Þá kom ég til Guðrúnar móðursystur minnar og Jóseps manns hennar; hann er frændi Jóseps í Eramnesi. Þeim leið vel. Svo kom ég til Sigfús- ar Pétrssonar frænda mins (bróður Gunnlaugs, er ég áðr nefndi). Hann býr í Háuhlíð og er kvæntr Sigrbjörgu Sigurðardóttur. Sigurðr faðir hennar var bróðir Eymundar föður Sigfúsar bóksala. Það fer vel uin þau hjón, enda eiga þau það skilið. — í Suðrbygðinni eru sárfáir landar. Ivom ég þar að eins til Olafs móðurbróður míns. Hann á tvö jarð- næði (320 ekrur) og búnast honum vel; hann hafði þá íveruhús í smíðum meir en hálfgert. Engin önnur íslenzk nýlenda hygg ég að standi með eins jafnri velmegun sem þessi. Dakota-nýlendan er yugri en Minnesota-nýlend- an, og því enn eigi svo langt komin i sumum at- riðum, t. d. húsagerð; en er þó á góðri leið. Eg efast um, að nokkrir íslenzkir nýlendumenn hafi nokkurstaðar byrjað jafn-allslausir eins og'hér eða átt jafn-illa æfi inn fyrsta vetr. Dakota-nýlendan bygðist af fólki, sem flýði allslaust frá Nýja-Islandi, en nokkuð kom öreigar austan frá Ontario, þar sem landar vorir höfðu nokkrir sezt að, sumir austan frá Nova Scotia. Pyrsta vetrinn vóru þar sumar þær fjölskyldur, er litið annað höfðu við að lifa, en kartöflur, sem þeir gátu þó eklvi geymt öðruvísi, en að grafa þær niðr í jörð, og vildu þá frjósa og skemmast; um híbýlin þennan vetr ætla ég ekki að tala. En það hafa menn, sem þetta reyndu, sagt. við niig, að þeir skilji ekki enn í dag, hvernig þeir og fjölskyldur þeirra hafi farið að halda lífi út þann vetr. En menn lifðu þetta af, og Norðr-Dakota-ný- lendan varð að fjölmenri og blómlegri nýlendu, svo að nú má víst telja hana aðra blómlegustu ísl. nýlenduna. Auðvitað hefir stöku mönnum mishepn- *) Nú hefir sonr Jóhannesar tekið við jörð og búi og eins tengdasonr Friðriks, en þeir gömlu mennirnir hafa flutt sig til Minneota-bæjar og reist sér þar sitt húsið hvor, að mér er sagt. Síðari athugas.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.