Sunnanfari - 01.01.1898, Blaðsíða 33

Sunnanfari - 01.01.1898, Blaðsíða 33
33 mátti með áherzlu-merkinu (') og með mismun á h og 0, þá hefði það verið góðra gjalda vert og mikill og mörgum velkominn stuðningr, og þetta heföi ekki kostað neitt. Hefðu nú norsk orð verið táknuð með stjörnu (*) á undan orðinu, þá mátti víða sýna frábrugðinn norskan framhurð með lítilli sem engri rúmeyðslu; t. d. Lom' (*o') lómr (fugl). Þetta sýndi, að orðið er fram borið „lomm“ í Danmörk, en „lóm“ í Nor- egi. Asamahátt: Lov' lov'lig (*o'); og er það einkennilegt, að flestallir Islendingar, sem dönsku tala, bera þetta orð fram á norsku, segja: lóv, lóvlí. Þá er nú íjórða atrið- ið, skilgreining hugmynd- ar í orði. Aðaltilgangr hverrar orðahókar er sá, að gera mönnum skiljan- legt og ljóst, hvað í orð- unum liggr. Það var aðalkostr Konráðs-orða- hókar, að hún gerði þetta vel, og ávalt á á- gætu máli og ljósu; aftr var það aðaló/tosír henn- ar, að hún gaf oft óþarf- ar skilgreiningar í stað þýðinga, af ragleik við að mynda orð, þar sem þýðingin ein saman hefði Verið næg. Dað er nú aðalkostr þessarar hók- ar, að hún gefr þýðingar í skilgreininga stað; en galli er það á henni, að húu sleppir oft skilgrein- ingu þar sem hún er nauðsynleg jafnframt þýðingunni, af því að þýðingin er nýyrði, sem eng- mn skilr nema hann skilji útlenda orðið, sem hann þarf einmitt að fá að vita, hvað þýðir. Hver veit t. d. hvað „dreifskytta11 er, nema hann skilji Blcenker áðr? Hver skilr, hvað „reiðaslá11 og „slagsparri11 €r, án útskýringar? Hver skilr „ivistni"? Eða „tilálykt“, „tilályktar-“, „hengikjöftr“ o. fl. o. fl. ? Loks eru þýðingarnar. Dað er langbezta verkið á hókinni. Urmull nýyrða er upp tekinn eftir öðrum, og mýmörg mynd- uð af útgefandanum (B. J.) og hjálparmönnum hans, og mörg af þeim góð, mörg ágæt; sum, eins og von til er, miðr heppileg. En um það er ekki svo mikið að fást. Þeim má hafna, sem fánýt þykja, en hin hagnýta. Bókin hefir auðgað bókmentir vorar stórkostlega að þessu leyti; og þetta var vanda- mesta verkið. Eg verð að taka undir með útgef- andanum, að það er ekki ávalt að marka, þótt Pétri og Páli finnist í fyrstu að þeir kunna ekki við ein- hvern nýgjörving. Jón og Þórðr geta kunnað við hann fyrir þvf, og einatt fella Pétr og Páll sig vel við þau orð, er þeir venjast þeim, sem þeim þóttu ótæk fyrst. Eg hefi reynslu fyrir mér í þessu. Þegar Good- Templarreglan kom hér til lands, kölluðu allir hana „félag“ og Loge var kölluð „deild“. Þegar ég fékk að endrþýða lög hennar, vildi engin heyra Orden þýtt „regla“ né Loge „stúka11;1) ég sýndi fram á, að Orden er alt ann- að en félag, og stúka er eina rétta þýðingin á Loge. Dugði ekki. Skóla- gengnu mennirnir aflir nema einn, sem áttu að yfirskoðaþýðinguna, köll- uðu þetta sérvizku eina; fyrir hænastað fékk ég nokkra til að greiða at- kvæði með mér, að eins sem persónulegan greiða við mig, og eftir klukku- tíma-langa haráttu fékk ég með eins atkvæðis mun, að „regla“ og „stúka“ fengi að standa. Hinir vóru reiðir, og sögðu það sannaðist, að enginn tæki upp þá sér- vizku. Nú nefhir enginn maðr annað, og sá, sem harðastr var móti „stúku“ þá, sagði mér í sumar, að hann vildi ekki fyrir neinn mun missa það aftr nú. Þegar ísl. Good-Templar fór að koma út, átti að standa á honum, eins og á blöðum, er aðrar stórstúkur gefa út: „Organ stórstúku íslands“. Eg þýddi Organ með „málgagn“. Það var ger hlátr að mér og ekkert atkvæði fékst með að það orð- skrípi mætti standa; „það minti á nœtrgagn“, sögðu þeir. Ég varð undir. Orðið fékk ekki að standa í yfirskrift blaðsins. En það var ekki hægt að meina mér að koma *) Hvorttveggja forn orð í þessari merking. 5 Benedikt Sveinsson.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.