Sunnanfari - 01.01.1898, Blaðsíða 40

Sunnanfari - 01.01.1898, Blaðsíða 40
40 In svo nefndu „þjóðveldi11 í Mið-Ameríku og Suðr-Ameríku eru ljóst og stöðugt dæmi þessa. „Þjóðveldi11 heita þau að nafnbót, en alt þeirra stjórnarfar er bygt á gersamlegri fyrirlitning fyrir valdi þjóðarinnar. Það stóð í haust í TJnited Service Magazine grein eftir W. C. Bridge höfuðsmann. Hann var á ferð í Venezuela, og auðvitað var þar þá uppreisn og stjómbylting á ferðum eins og vant er. Höfuð- borg Venezuela heitir Caracas og liggr lítið eitt frá sjó, en neðan við Caracas á sjálfri ströndinni liggr La Guaira, sem er hafnarbær höfuðborgar- innar. Bandaríkja-konsúllinn í La Gruaira sagði Mr. Bridge frá stjórnbyltingunni: — „ Já, stjórnbyltingar eru hér tíðar“, sagði hann. „Lífið hér er svo fjarskalega leiðinlegt og hægfara, að þessar stjórnbyltingar eru svo að segja eina til- breytingin, sem. vér höfum hér árið um kring. „Stjórabylting hér gerist á þessa leið. Einhver náungi kemst að raun um, að hann muni geta feng- ið svo marga kunningja sína með sér, að það geti heitið flokkr. Svo fer hann og mútar nokkrum ó- breyttum hermönnum, gefr þeim 10 cent (30—40 aura) hverjum, og þar heíir hann fengið „herlið“, sem hann gerist höfðingi yfir. — Hér allnærri borginni er stór dalr, allbreiðr; þangað heldr hann með „her“ sinn, upp í þá hlíðina, sem fjær erborg- inni. IÞar setr hann herbúðir sínar og bíðr eftir að herlið stjórnarinnar komi út á móti sér. Það hefir verið talað talsvert um að reisa þar fastar herbúðir, sem jafnan væru til taks til afnota, til að spara mönnum það ómak að vera að flytja þangað tjöld í hvert sinn og búa um sig. Nú, þegar stjórnar-herinn kemr fram í dalinn til að bæla niðr uppreisnina, þá fylkja þeir liði í hlíðinni, sem nær er borginni, andspænis uppreisn- armönnum, og skipa þá allir hershöfðingjarnir sér í fylkingar-brjóst og búast sem glæsimannlegast. Þeim er 'svo sem alveg óhætt þar, því að dalrinn er svo breiðr, að skotvopnin draga ekki úr annari hlíðinni yfir í hina. Snemma morguns eða að minsta kosti áðr en sólin kemst hátt á loffc og hitinn verðr óþægilega mikill, hleypir hvortveggi herinn af skotvopnum sín- um hvorir á aðra, og er sú skothríð vita-saklaus sakir fjarlægðarinnar; en dalrinn hylst þóttum púðr- reyk. Þegar þeir hafa hleypt úr skothólkunum, tekr hvortveggi herinn til fótanna og rennr nú hver sem hvatast má til borgar; og nú er alt undir því komið, hvorir frárri eru, uppreisnarherinn eða stjórn- arherinn. Sá flokkrinn, sem fyrri verðr í borgina, hertekr allar prentsmiðjurnar og lætr prenta stór- ar auglýsingar um þann fræga sigr, sem þeir hafi unnið á hinum. Ef uppreisnarmenn hafa orðið fóthvatari til borgar, þá taka þeir aflar stjórnarskrifstofur og reka frá þá sem fyrir eru í embættum, en skifta embætt- unum milli sín og vina sinna, og ríkisfjárhirzluna tæma þeir. Eins og þér sjáið, þegar þér horfið inn dalinn þá standa uppreisnarmennirnir ávalt dálítið lakar að vígi, því að þeir eru í fjarlægari hlíðinni, og þaðan er í við lengri vegr að hlaupa til borgarinn- ar. Ef það væri ekki, þá mundu stjórnbyltingarnar hér vera enn þá tíðari en þær þó eru“. [R, o. R,J. Fyrsta manntal á Rúslandi. 18. dag Janúar-mánaðar þetta ár var í fyrsta sinni tekið manntal um alt Rúsland. Aldrei fyrri hefir neitt slíkt verið reynt. Til að búa fólkið und- ir heimsókn manntalanna var góðum tíma á undan á hvert heimili og i hverja kró urn alt ríkið býtt út hundruðum milíóna af eyðublöðum, er á voru prentaðar á öllum tungum og mállýzkum, sem til eru í ríkinu, spurningar þær sem svara skyldi. Þessi eyðublöð vóru alls 21,200 tíu-QórðuDga-vættir að þyngd. Þetta var sáningin. Svo kom nú uppskeran. Að morgni dags 18. Jan. 1898 lögðu 160,000 manntalar af stað t.il að telja þegna þess ríkis, er þekr sjöttung af yfirborði jarðhnattarins. í stuttu máli má segja, að niðrstaðan yrðiþessi: íbúatala Rúslands að með töldu stórhertogadæminu Einnlandi er 129,211,114 sálir. Af þessari tölu eru 94,188,760 í Rúslandi í Norðrálfu; 9,442,590 í Póllandi; 2,527,801 í Finn- landi; hitt í Austrálfu. Nltján borgir í ríkinu hafa yfir 100,000 íbúa, og 35 borgir hafa frá 50,000 til 100,000. Það eru eitthvað um 60 ólikar þjóðir og þjóð- flokkar, hver með sínu tungumáli, í þessu mikla ríki.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.