Öldin - 01.04.1893, Side 9

Öldin - 01.04.1893, Side 9
ÖLDIN. 9 Hann fór að lilægja og tók eitthvert lítilræði út úr hlustinni á sér. Það var ekki stærra en fingurbjörg og virtist vera úr skinni. En er hetr var aðgætt, var það úr teygjuleðri (kautscliuk). Hann hélt því upp að munni sér og blés í; þá fyltist þetta með lofti og þandist út og varð eins og skammbyssa í laginu, en hann hélt fingri sínum yfir loku, sem á því var, og hélzt loftið í því; en er hann slepti íingrinum af Iokunni, fór loftið úr á augabragði, verk- færið drógst þegar saman og varð þá eigi stærra en fingrbjörg. “Þetta er nú morðvopnið, sem ægði svo mjög liarðstjóranum á Skáni,” mælti hann. r Ur npttúrusögu mauranna eftir Dr. L. Jacoby. Hvergi er í nokkurri lifandi skepnu á þessari jörð jafn-mikið vit saman komið í jafn-litlu rúmi sem í heilanum á maurnum; því að maurs-heilinn er ekki stærri en smæsti títuprjónshaus eða stór títuprjóns- oddr. Allar sálargátur, allar ráðgátnr al- heimsins eru fólgnar í skynsemdarályktun- um mannheilans. En vér þekkjum enn í dag að eins að sárlitlu leyti starfsemi og samsetning þessa markverða líffæris. Með- al inna skynsemi gæddu dýra á jörðunni, þ. e. meðal þeirra dýra, sem gædd eru sál- arkröftum, stendr maðrinn hæst; honum næst koma apategundir þær, sem líkastar eru mönnum; þar næst koma maurarnir, þá fílar, þá hundar o. s. frr. Maurinn er þannig þriðja æðsta skepa á jörðunni, að skynseminni til. Vér skulum nú skýra frá nokkrum markverðum atriðum um hugsunarlíf þeirra, eins og það kemur fram í dagleg- um lifnaðarháttum þeirra. Svissland má ciga þann heiðr, að það eru svissneskir menn, feðgarnir Ilabur og náttúrufræðingrinn Forel, sem fyrst og bczt veittu athygli lífi mauranna og gerðu heiminum kunnugt um það að marki. Það er ekki rúm til þess hér í þessari litlu ritgerð að lýsa líkamsbygging maur- anna og inum næmu skilningarvitum þeirra. Þó viljum vér geta þess, að allra- nýjustu rannsóknir sanna, að sjónfæri þeirra eru enn fullkomnari heldr en manns- ins. Ljós-takmark mannsaugans eru, svo sem kunnugt cr, fjólubláu geislarnir í regn- boganum. Það er ið liraðasta Ijós, sem mannsaugað fær deilt. Þó vitum vér að hraðara Ijós er til, þótt mannsaugað sjái það ekki; það má t. d. sjá verkanir þess á ljósmynda plötu, sem næm er gerð, og verða þær verkanir sterkari en af almennu Ijósi. Fyrir mannsauga er enginn munr á þessu ‘ ‘ultra”-fjólubláa Ijósi og myrkri. En maurarnir eru vel móttækilegir fyrir því; það liafa menn sýnt með tilraunum. Þegar lífseðlisfræðingrinn Dubois- Ecymond var að halda sína nafnfrægu íyrirlestra við liáskólann í Berlín, var hann vanr að segja frá þessu dæmi, sem hér skal greina, upp á það, hvern hæíileika maurarnir hefðu til að hugsa og álykta : Vísindamaðr einn, sem jafnframt stundaði ávaxta-yrkju, tók eftir því, að maurarnir ásóttu sætustu sykrperurnar í garðinum hans meðan þær vóru ungar og enn ó- þroskaðar, og gerskemdu mikið af þeim fyrir honum. Hann ásetti sér að skjóta loku fyrir þetta, og tjargaði hring um stofn perutrésins hér um bil mannshæðar- hátt frá jörðu. Ilann veitti nú trénu eftir- tekt og sá maurana, sem búnir vóru að mctta sig, skríða ofan eftir bol trésins þar til er þeir komu að tjöruhringnum. En er þeir komu að þessari voðalegu torfæru, snéru þeir við allir og upp tréð aftr og yzt út á enda á þeirri þvergrein á trénu, er skemst var frá jörðu, og gengu þar fram

x

Öldin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.