Alþýðublaðið - 08.02.1961, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 08.02.1961, Blaðsíða 12
R1DDERH3ERTER. Middelalder-ridderne betraklet hjertet som sete for motet (couraqe, kommer av latin: cor, som betyr hjerte). Men det uar ikke sá mye grunn til á la Richard I (1157-99) qá over i historien som .Lö'jehjerte’. Han var en grisk og grusom slagsbror. England ble dárlig styrt. Han interesserte seg bare for rá korstog som endte med kompromiss med Suitan Saiadm og mátte annerkjenne at keiseren ble lensherre ouer England. Med louehjertet sto det dárlig til. (Neste' Ofring au menneskehjerter) GRANNARNIR — Vegna Jumbo, þá verð ég að setja skordýraeitur í pelsana þeirra. riddara- HJÖRTU: Miðaldar-riddararn- ír töldu að hjartað væri aðsetur hug- rekkinnar (courage, dregið úr latínu: cor, sem þýðir hjarta). En það var ekki svo mikil ástæða að veita Richard I. nafnið „Ljóns- hjarta'1. Hann var grimrn- ur bardagamaður, og Eng- landi var illa stjórnað. — Hann hafði aðeins áhuga fyrir krossferoum, sem end ■ uðu með sarrm.ing1.1m við Saladin soldán, þar sem hann varð að viðurkenna að keisarinn yrði lénsherra yfir Englandi. En þetta hæfði ekki beint Ijónshjart anu. Tengdamamnia komin, strax . . . !! Emiiía: Ég er hamingju- samasta konan í heiminum. Ég er gift manninum, sem ég elska. Sigga: Ekki trúi ég því. Sönn hamingja er það, að giftast manni, sem einhver önnur elskar. Áburður í 10 ár Framhald af 7. síðu. 1954. Hornstein að iðjuver- inu lagði forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, 22. maí sama ár, en landbúnaðarráð- lierra, Steingrímur Steinþórs- son, vígði það til starfa sama dag. ; Kostnaður við verksmiðj- una fullbúna nam 130 milljón um króna. Fjármagn þetta varð allt að fá að láni nema hlutafé, 10 millj. króna. Hafði ríkissjóður tekið erlendis rúm lega 30 milljón króna lán og endurlánað það verksmiðj- unni. Ábyrgð sú, sem ríkis- sjóður tók þannig á sig, nam um 23 af hundraði a£ stofn- kostnaðinum, en sjálft hefur fyrirt'ækið staðið straum af því láni, sem öðrum. Allt f jár- magn annað fékk verksmiðjan Ianað innanlands án ábyrgðar ríkissjóðs og annast að sjálf- sögðu sjálf greiðslur þeirra án aðstoðar annarra aðila. Síðan verksmiðjurekstur- inn hófst 7. marz 1954 eru lið- íli tæp sjö ár. Á þelm tíma hefur reynslan sýnt, að verk- 12 8. febr. 1961 smiðjan getur unnig 24.000 smálestir af kjarnaáburði á ári, og er,það um 1600 smá- lestum meira en verkfræðing- ar þeir, sem skipulögðu hana, áætluðu og ábyrgðust. Verk- smiðjan hefur verið rekin af innlendu starfsliði að undan- skildum verkfræðingum, sem við hana störfuðu á fyrstu rekstrarmánuðunum og einum á öðru starfsárinu. Rekstur- inn hefur gengið vel og án verulegra áfalla og tafa, og foer starfssemin þess vott, — hversu þeim, er hana skipu- lögðu og reksturinn annast, 'hefur tekizt í því efni. Starfs- lið er um 100 manns að jafn- aði. Rúmur helmingur þess er að starfi til skiptis, því unnið er allan sólarhringinn allt ár- ið, jafnt helga daga og virka. í árslok 1960 hafði verk- smiðjan frá byrjun skilað 130 þúsund smálestum kjarnaá- burðar. Auk þess hefur verið unnið ammoníak, sem full- nægt hefur þörfum frystihús- anna í landinu, og saltpéturs- sýra til mjólkurbúanna og fleiri aðila. Einnig er nú selt vatnsefni til lýsisherzlu. Frá upphafi og til ársloka 1960 nemur heildarverðmæti áburð arins og annarra efna 265 mill jónum króna. Á árunum 1954 — 1956 voru fluttar og seldar til útlanda 10 þús. smálestir af kjarna. Á árunum 1957— 1959 minnkaði nokkuð áburð- armagn það, sem unnið var, sökum þess að ekki fékkst nægileg raforka, til þess að verksmiðjan væri fullnýtt. Af Ieiðingar þess urðu vitanlega þær, að framleiðslukostnaður varð nokkru hærri en annars ihefði orðið, en söluverð þó ekki hærra en erlendur áburð ur hefði kostað. Nú við lok þessa tíu ára tímabils, sem liðið er, síðan Áburðarverksmiðjan h.f. var stofnuð, og að fenginni nærri sjö ára reynslu um rekstur á- burðarverksmiðju þykir hlýða í fáum orðum að gera þess nokkra grein, hver árangurinn í aðalatriðum hefur orðið og hvað áunnizt hefur: í fyrsta lagi hefur innlend áburðarvinnsla veitt einum að alatvinnuvegi þjóðarinnar, — landbúnaðinum,1— og um leið þjóðinni allri, aukið öryggi, með því að í landinu sjálfu er unnið og er fáanleg ein af höf- uðnauðsynjum til áframhald- andi og aukinnar ræktunar landsins og með því fengin styrkari undirstaða að hag- kvæmum búrekstri og mat- vælaframleiðsiu. í öðru lagi hefur að mestu leyti verið komizt hjá að kaupa köfnunarefnisáburð frá útlöndum og með því verið sparaður erlendur gjaldeyrir £ ríkum mæli. Mætti áætla, að hann samsvari milli tvö- og þrefaldri þeirri fjárhæð, sem varið var td byggingar verk- smiðjunnar í erlendum gjald- eyri. Á þessu tímabili hefur áburðarnotkun í landinu auk- izt mjög og átt verulegan þátt í bættri afkomu landbúnaðar- ins. Sá erlendi gjaldeyrir, sem sparazt hefur við að vinna á- burð innanlands, hefur komið og orðið til mikilvægra nota fyrir þjóðina alla vegna kaupa annarra óhjákvæmilegra nauð synja erlendis frá, baeði til landbúnaðarins og annarra at- vinnuvega. í þriðja lagi hefur það, að köfnunarefnisáburður er unn- inn í landinu sjálfu, sparað hverjum þeim, er þann áburð keyptu á árinu 1960, veruleg útgjöld vegna lægra verðs hins innlenda áburðar en þess erlenda, eftir hina miklu hækkun á erlendum gjaldeyri, er varð snemma á því ári. Hef- ur sá útgjaldasparnaður verið áætlaður um eða yfir 2000 kr. að meðaltali á hvem foónda, en fer að sjálfsögðu eftir magni þess köfnunarefnisá- burðar, sem hann kaupir. — Nemur þessi fiárhæð samtals að minnsta kosti 12 millj. kr. í fjórða lagi hefur verk- smiðjan samkvæmt lögum myndað sjóði — varasjóð og fyrningasjóð — til tryggingar rekstrinum. endurbyggingar verksmiðjunnar, er til kemur, og stækkun' hennar, ef æski- legt þykir. Er þetta mjög mik ilsvert fyrir framtíðarstarf- semi verksmiðjunnar og skipt- ir miklu í þjónustuhlutverki hennar fyrir þjóðina. Nokkrar athuganir hafa ver ið gerðar á seinustu árum um skilyrði til vinnslu annarra á- burðarefna, svo sem fosfatá- burðar, blandaðs áburðar. — Fyrirhugaðar eru framkvæmd ir til stækkunar á kornum kjarnaáburðar með eða án kalkblöndunar. AlþýðublaðlS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.