Alþýðublaðið - 08.02.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.02.1961, Blaðsíða 7
ÞAÐ munu vera liðnir um fimm tugir ára, síðan að fyrst var rætt um vinnslu tiibúins áburðar eða áburðarefna hér á landi, og hvort og hver skil- yrði væru til hennar. En á þeim tíma var enn ekki hafin notkun hans hérlendis svo teljandí væri. Það er fyrst að iokinni heimsstyrjbldinni fyrri, sem áhugi vaknar fyr- ir honum og þeim árangri, sem af notkun hans sé að vænta, og 1929 var Áburðar- sala ríkisins stofnuð með lög- um frá Afþingi, til að annast innfdutning og sölu tilbúinna áburðarefna. Skipulagsnefnd atvinnumála, sem starfaði 1934 og nxitu árin á eftir, gerði athuganir og áætlanir um stofnun og rekstur áburð- arverksmiðju hér á landi og var meðmælt því. að í f-yrir- tækið væri ráðizt. Skömmu síðar hófst heimsstyrjöldin síðari, og olli hún um sinn drætti á( ýmsum framkvæmd- um. Hins vegar mun þá ýms- um hafa orðið ljósara en áður, að áburðarvinnsla hérlendis yki mjög öryggi allrar jarð- ræktar og tryggði um leið betri afkomu lándbúnaðarins og þar með þjóðarinnar allrar og væri minna háð því, sem gerðist erlendis. Á Alþingi 1943 var flutt frumvarn um stofnun áburðar verksmiðju, en var ekki af- greitt. Aftur var frumvarp um sama efni flutt á Alþingi 1947, en fékkst ekki heldur lögfest. En á Alþingi 1949 voru sett lög um áburðarverk- smiðju. Frá þeim tíma og til ársbyrjunar 1951 voru gerð- ar margs konar undirbúnings- athuganir, innanlands og utan, bæði fjármála- og tæknilegs eðlis. Einnig var þá undirbú- in stofnun hlutafélags til að reisa og reka verksmiðju til áburðarvinnslu, eins og á- kveðið var í áðurgreindum lög um, Undirbúningur þessi var ■ i höndum stjórnar, er Alþingi hafði kosið 14. maí 1949, en hana skipuðu: Steingrímur Steinþói'sson, búnaðarmála- stjóri, formaður; Jón Jónsson, forstjóri og Pétur Gunnars- son, tilraunastjóri; en auk þeirra vann þáverandi for- stjóri Sambands ísl. samvinnu félaga, Vilhjálmur Þór, með stjórninni frá því á árinu 1950, sem sérstakur fulltrúi land- búnaðarráðuneytisins í þessu máli. Sú breyting varð á skip- un stjórnarinnar vorið 1950, að Bjarni Asgeirsson, landbún aðarráðherra, kom í stað Stein gríms Steinþórssonar, er þá varð forsætisráðherra. Hinn 5. febúar 1951 var haldinn stofnfundur Áburðar verksmiðjunar h. f. í stofn- samningi félagsins segir svo: „Markmið félaginis er að láta reisa og reka verksmiðju með fullkomnum vélum og öðrum n'auðsynlegum útbún aði til framleiðslu ammoníaks úr vatni og lofti, antmoníum nítroníum: nítrats, ammoní- um fosfatís og annarra áburða- efna, er síðar kunna að vera ákveðin11.. Þrem dögum áður hafði Al- þingi kosið í stjórn félagsins: Vilhjálm Þór, forstjóra, sem skipaður var formaður stjórn- arinnar, Jón Jónsson, for- stióra, og Pétur Gunnarsson, tilraunastjóra. Stofnfundur félagsins kaus í stjórnina fyr- ir hönd annarra hluthafa en ríkissjóðs: Gunnlaug Briem, ráðuneytisstjóra, og Jón ívars son, forstjóra. Á framhaldsstofnfundi 14. ágúst 1951 gekk Gunnlaugur Briem úr stjórninni, en í hans stað var kosinn lngólfur Jóns; son, alþingismaður. Hlutafé í félaginu var l(r milljón krónur, þar af var eiga ríkissjóðs 6 milljón krónur, en 4 milijón króna voru lagðar fram af félögum, einstakling- um og Reykjavíkurbæ. Sam- kvæmt ákvæðum áburðarverk smiðjulaganna má ekki greiða hærri arð af hlutafénu en 6 af hundraði, og var það gert í fyrsta skipti árið 1960. — Skömmu eftir stofnun íélags- ins tókst að fá tryggingu fyrir nauðsynlegu fjármagni til þess að reisa og fullgera verk- smiðjuna og semja við verk,- fræðinga, er teikna skyldu hana og skipuleggja. Útboð voru síðan gerð á vélum og efni og samið um kaup á tækj um og vélasamstæðum. í ársbyrjun 1952 var gerð lokaákvörðun um, að verk- smiðjan skyldi reist í Gufu- nesi. Um svipað leyti var Hjálmar Finnsson ráðinn fram kvæmdastjóri og skrifsítofu- rekstur hafinn.'Nokkru síðar, eða hinn 19. apríl sama ár, voru gerðir samningar við Reykjavíkurbæ um land fyr- ir verksmiðjuna og litlu síð- ar við Sogsvirkjunina uni kaup á raforku til reksturs hennar og loks við Reykjavík urhöfn um hafnar- og bryggju: stöðu. Hinn 25. apríl 1952 hóf- ust störf við byggingu verk- smiðjunnar í Gufunesi. Með sameiginiegu átaki innlendra og erlendra aðiia tókst síðan að gera mannvirki og koma fyrir vélum og útbúnaði svo fljótt, að verksmiðjan hóf störf rúmum 22 mánuðum síð- ! ar. Fyrstí áburðurinn var til- : búinn og sekkjaður 7. marz Framh. á 12. síðu.. EVI Y N D.l R : Að ofan sér yfir verksmiðju- hverfið í Gúfunesi. I»ar hefur í l'u ár sarnfleytt verið framleidd ur tilbúinn áburður og hefur framleiðslan ger.t jafnvel meir en að nægja þörfinni inman- land's. Til beggja hliða hér að ncðan eru myndir úr vinnusöl- um verksmiðjunnar. Alþýðublaðið — 8. febr. 1961 y

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.