Alþýðublaðið - 08.02.1961, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 08.02.1961, Blaðsíða 13
HID HRÚPIEGA MISRÉTTI11 NÝLEG-A er fram komið á alþingi frurrwarp tii laga um foruggun og sölu áf«ngs öls í landinu. Þetta et’U næsta gleðileg tíðindi fyrir hina ís- lenzku þjóð. sem einmitt nú þarf margan vanda að leysa og ef tij viil verður þetta eitt bjargráðið, þá ekki það lakasta, ef til fram- kvæmda kemur. Mál þetta var nckkuð rætt í útvarpsþættinum „Spurt og spjaHað“ 15. jan. s. 1. og af talsverðum hita eins og vænta mátti. Flutningsmað- ur frumvarpsins, sem þarna var mættur, taldi það einn höfuðkost frumvarpsins, að það réði bót á tilfinnanlegu ósamræmi í áfengislöggjöf- inni, ef það næði fram að ganga. Því verður ebki, neit- að, að hér er um alimikið ó samræmi að ræða á nefndri lögg'jöf, svo að jafnvel einn af flutningsmönnum dags og vegar fann sig hnúðan til að benda á það fyrir skömmu. En fyrst farið er að hreyfa við málinu, tel ég rétt að benda á, að það er víðar ósamræmi í áfengislög gjöfinni. Einkum er það til- finnanlegt við hve mikið mis rétti þegnarnir eiga að búa í þessum efnum. Hugsið ykk ur muninn á þeim, sem búa á útkjálkum landsins og sveitafólki í dreifbýlinu annars vegar og íbúum ýmissa kaupstaðanna hinis vegar. þarna þarf kaupstaðabúinn ekki annað en snara sér í „ríkið“ með kaupið sitt og fá sér eina eða fleiri háls- langar sér til andiegrar og Kðldbðkur landar á Sauðárkróki Sauðárkróki í gær. TOGARrNN Kaldbakur frá Akureyri er nú hér að landa 80 til 90 tonnum af fiski, sem fer til vinnslu til heggja frystihúsanna. Nokkrir litlir dekk bátar róa nú liéðan með línu, en afli þeirra hefur ver- ið fremuj. tregUr 1 til 3 tonn. Vélskipið Skagfirðingur (250 tonn) er að búa sig út á línu. Vélskipið Ingvar Guðjónsson er að búa s;g út á togveiðar. Vélskipið FáMna (180 tonn) var leigt til Norðfjarðar, og er þar á línu. Skipið var leigt til 14. maií, en kemur þá hing að aftur, og verður gert út á fogveiðar. Vmna hefur verið I fremur líti'l í frystihúsunum að ■undanförnu, en viiðizt nú vera að glæðast aftur. — M.B. líkamlegrar stjnrkingar, en útkjálkamaðm’inn má sækja þetta oft um langan veg eða þá að brasa í því að fá það sent til næstu póststöðvar og sækja það svo þangað með ærinni fyrirhöfn. Það hafa að vásu ekki nema sumir kaupstaðir landsins óskað eft ir áfengisútsölu. En hvaða réttlæti er í því að meina sumum að fá sér í staupinu, þegar þá langar til, bara af því að einihverjir sérvitring ar í nágrenni þeirra vilja ekki áfengi nærri sér? Ó- láklegt að almenningur úti á landi láti bjóða sér slíkt til lengdar. En ekki er öll sagan sögð með þessu. Veitingahúsum ^ landsins er einnig mismunað hér á hinn herfilegasta hátt. Aðeins örfá veitingahús á landinu hafa ennþá vínveit ingaleyfi og hafa eingöngu verið bundin við Reykjavík, þar tii á s. 1. vori, að sam- vinnumenn í einu voldug- asta 'kaupfélagi landsins fylktu liði til sóknar í þessuM máli og knúðu fram vínveit 1 ingaleyfi til handa sinu ’ myndarlega veitigahúsi. ' Er ekki ólíklegt að samvinnu- menn annars staðar á land- inu feti í fótspor þeirra, þar sem þeir reka sams konar fyrirtæki. Og auðvitað nær það engri átt að veitingahús úti á landi, sem taka þtu’fa á móti allskonar gestum, jafnvel úílendingum geti ekki selt gestum sínum Heið rúnardropa, þó að líf liggi við. Hvers eiga þessi veit- ingahús að gjalda, sem rek- in eru til að bera upipi ís- lenzka menningu og sýna þeim útlendu að við hér úti á íslandi séum engir skræl- ingjar, nema þá í því að geta ekki látið þá fá sér í staup- inu, hvar sem er á landinu. Fengju þessi veitingahus vín veitingaleyfi yrðu þaú fjTSt fær um að gegna sínu hlut- verki til fulls. Og hver veit? Ef til vill gæti það .orðið til þess, að hin íslenzka þjóð hætti að draga þorsk úr sjó, mjólka kýr, moka fjós og hirða sauðfé, en gerðist í staðinn veitingaþjóð þar sem einkennisklæddir þjónar og þjónustur bugtuðu sig og beygðu fyrir erlendum auð- jöfrum mænandi á pund og doMara, sem nú virðast vera helztu átrúnaðargoð fólksins og talin allra meina bót. Já, hver veit, hvað orðið getur ef viljinn er góður. Enn vil ég benda á eitt, er sýnir við hve herfilegt mis rétti þegnarnir eiga að búa. Bæði flugmönnum og bál- stjórum er bannað að neyta áfengis, þegar þeir eru að skyidustörfum. Þeir eru blátf áfram isviptjr leinföldustu mannréttindum við störf sín. Virðist þetta ekkj vera ósam ræmi og ósanngirni á hæsta stigi? Þessir menn eru þó ekkert verri en aðrir, nema síður sé. Þvf ej- borið við, að þeir verði ekki eins örugg ir að stýra farartækjum sín- um, ef þeir neyti áfengis. En herra minn trúr! Hvað gerir það til, þó einni cg einni flugvél hlekkist á og nokkr ar sálir hverfi inn í annað líf, eða þótt einstaka bíll skoppi út af veginum og lendi á hvolf, svo að ein- hverjir farizt, eða slasist? Það er víst nóg til af mann fólkinu, jörðin bráðum yfir- full. Farþegarnir eiga ekki meira á hættu en sá, sem við stýrið situr, og því verð ur að ætlast til að hann stýri rétt, hvort sem hann er undir áhrifum eða ekki, og báðir eiga að hafa sama rétt til að fara inn í eilífð- ina. Vonandi tekst að útrýma þeSsu misrétti úr þjóðfélag- jnu með aðstoð góðr,a manna, áður en langir tímar líða. En úr því frumvarp þetta er fram komið til að leiðrétta misræmi í löggjöfinni og auka frelsi einstaklings í samræm; við það sem tíðk- ast í öðrum og stærri menn- ingarlöndum, þá finnst mér, að við ættum að stíga feti framar, og vonandi gerir flutningsmaður það, ef þessu frumvarpi hanfe reiðir vel af. Það er staðreynd, að alkohol er eitur, deyfandi eitur. Þar sem þessi stað- reynd liggur fyrir, finnst mér ekki úr vegi að blessuðu unga fólkinu yrði gefinn kcst ur á að neyta fleiri eitur- •lyfja, sem mjög eru eftir- sótt og greidd eru háu verði, ef í þau næst s. s. ópíum, morfín,kókain,heróin og hvað þau nú heita öll þessi efni, sem fólkið hefur svo gaman að fikta við og neyta. Væri ekki athugandi, að ríkið tæki að sér innflutning þessa varn ings, léti útbúa smáskamjmta af honum í fínum og girni- legum umbúðum og hafa til 'SÖlu, þar sem öllum væri þægilegt að ná sér í bragð, cg enginn yrði útundan? Já, sannarlega veitti ekki af að gera eitthvað fyrir það fólk sem þjáist af lífsleiða, ásta- •sorgum og ýmiskoar sálsýki það þykir að vísu eitthvað varasamt að neyta þessara eiturefna að minnsta kosti í óhófi, ag hinar stóru menn- ingarþjóðir hafa ekki viljað •leyfa sölu á þeim nema til lyfja. En gætum við ekki verið þekktir fyrir að standa iþei.m örlítið framar að frjáls lyndi og víðsýni? Óneitanlega væri gaman að geta komizt fram úr þeim á einhverju sviðj og orðið til fyrirmynd- ar. Sennilega mundi þetta Framlrald á 14. síSu. „Eiffe/" turn á Nílarbökkum Kairo. (UPI). NÚ ER Kairo farin að keppa við Eiffelturninn í París. — Þar er verið að b.vggja gríðarliáan turn, sem er hærri en Keopspíra mídinn frægi, og mun hljóta nafnið Nílarturninn Turninn, sem brátt er fullgerður, var sumpart byggður til að vekja at- hygli ferðamanna og sum- part sem útvarpsturn til sambands milli Kairo og sendiráða arabiska sam- bandslýðveldisins erlendis. Hann er um 300 m. á hæð, en Eiffelturninn er hins vegar um 316 m. Samt er liann um 140 m. hærri en Keopspíramídinn. A efstu hæð hans mun verða veit- ingastofa, sem snýist um ás í miðjum turninum og verð ur með glerveggjum, og snýst í heilan hring á hverj um hálftíma., Þannig geta gestir séð yfir alla borgina án þess að þurfa að hafa fyrir því að ganga hringinn inni í turninum. Þaðan má sjá yfir píramídana við Gíz- eh, yfir borgina og Níl, á- veitusvæðin og eyðimörk- ina, sem tekur við þar fyr- ir utan. Turninn stendur niðui við Nílarbakka, með pálma (WmWWWWWWMWMWW lundrnn umhverfis og á eyju í fljótinu. Hann er marglitur, rauöur, hvítur og gulur og byggður af eg- ypzkum verkfræðingum. í honum er hraðgeng lyfta, sem fer á 45 sek. upp á efistu liæð. Þcir, sem vilja ganga, geta þrammað upp 2000 þrep, sem liggja utan á turninum. Á kvöldin mun hann verða upplýstur til fegurðarauka fyrir borgina. Hann verður opnaður í þess um mánuði. Gerið þið svo vel! Landanir á Akureyri Akureyri, 6. febr. TOGARINN Sléttbakur land hér 3. þ. m. 78 tonnum af fiski, sem fór til vinnslu i frystihúsinu. Kaldbakur var að landa svipuðu aflamagni á Sauðár- króki. Loks kom Harðbákur i nótt með 130—140 tonn Virðist hann hafa lent í góðum fiski. G. St. Alþýðublaðið — 8. foþr. 1961 33

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.