Alþýðublaðið - 08.02.1961, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.02.1961, Blaðsíða 4
ERLEND TÍÐINDl JFK og efnahagsmálin eftir Guðna Guðmundsson JOHN F. KENiNEÐY, hinn nýi forseti Bandaríkjanna, sendi í s. 1. viku hoðskap til þingsins, hinn fyrsta af nokkr um slíkum, sem væntanlegir eru nú alveg á naestunni. Svo sem við mátti 'búast fjallaði boðskapur þessi um efnahags- mál og leggur í aðalatriðum línuna um stefn.u stjórnar Kennedys í þeim málum. Eins og menn muna af fréttum, liafa Bandaríkjamenn átt í nokkrum erfiðleikum undan- íarið á sviði efnahagsmála og guilflótti verið mikill úr land- inu. M. a. varð þetía til þess, aö Eisenhower lét það vrerða eítt af sínum síðustu verkum í emoætti að kalla heim fjöl- skylaur hermanna, sem að- setui' nata utau Bandaríkj- anna. Þá ma minna á það, að í kosningaoaráttu .sinni hélt Kennedy pví fram, að milljón- ir Bandarikjamanna færu svangir í lumið á hverju kvöldi. í hinum nýja efnahags boðskap sínum, ræðir hann bæöi þessi amði og úrbæíur á þeim, auk ýmislegs annars, en almennt miðast 'þær til- lögur, sem hann gerir, við að snúa bandarísku efnahagslífi af leið hjöðnunar og atvinnu- leysis íil vaxtar og öryggis, Tilgangur Kennedys ,er ekki aðeins að stöðva hjöðnun þá, sem um nokkurt skeið hefur verið í efnahagslífinu, heldur að hefja eflingu þess og byggja iruggan grundvöll undir frek- rri nýtingu auðlinda landsins ug örari vöxt í efnahagsmál- um en þar hefur verið nokkur utmanfarin ár. jif Repúblikanar ^ lítt hrifnir. I boðsKapnum fór ekki hjá því, að sneitt væri verulega að stjórn Eisenhowers vegna stjórnar á efnahagsmálunum undanfarin ár, ogíhafa leiðtog- ar þeirra, Charles ÍHalleck í fulltrúadeildinni, og Everett Dirkens, í öldungadeildinni, rætt um tillögur Ken- nedys ; blaðaviðtali fyr- ir helgina, að tillögur Ken- nedys mundu hafa lítil á- 'hrif á atvinnuleysið Og við- reisn efnahagslífsins, annars vegar, en hins vegar skar Hall- ■eck upp herör meðál repútílik- ana gegn „eyðslu-tiUögum, sem mundu kosta milljarða dolíara". Og hverjar eru þá tillög- urnar, sem Kennedy gerðí í títtnefndum boðskap sínum? Boðskapurinn er mjög víð- tækur og verður ihér aðeins minnzt á nokkur thelztu atriði hans, en í honum eru -ekki minna . en tólf höfuðatriði þeirrar stefnu, sem hann vill fylgja, frá stjórn peningamála til lágmarkslauna, frá hús- næðismálum til trygginga. Húsnæðis- mál. Sem dæmi má taka hús- næðismálin. íbúðarhúsabygg- ingar hafá dregizt aftur úr í Bandaríkjunum og á því sviði stingur Kennedy upp á lækk- un vaxta af lánum til húsa- bygginga og auknum hraða í áætlunum borga um endur- nýjun húsnæðis. Halda repú- blikanar því fram, að þessi vaxtalækkun muni hafa lítil áhrif.í þá átt að auka nýbygg- John. F. Kennedy. ingar. Hélt Dirksen því fram á fyrrnefndum blaðamanna- fundi, að öldungadeildin hefði fellt slíka tilögu 1959, þar eð það hefði verið „augljóst“, að slík. ráðstöfun mundi hækka forvexti og fæla einkafjár- magn frá markaðnum. Annað veigamikið atriði í efnahagsboðskapnum er bráða birgða framlenging styrkja til atvinnulausra samkvæmt at- vinnuleysistryggingalögum ríkisins, dreifing matvæla til þeirra hluta ríkisins, þar sem neyð ríkir, sértsök aðstoð við börn atvinnulausra, umbæt- ur á tryggingakerfi ríkisins, hækkun lágmarkslauna, víðari beiting þeirra, meiri harði í byggingaframkvæmdum rík- isins og sérstök aðstoð við „vandræða-svæði“ landsins, sem dregizt hafa aftur úr í efnahagsþróuninni og þar sem atvinnuleysi hefur verið stöð- ugt vandamál. Þe Mannleg sjónarmið. MENN í FRÉTTUM etta allt saman kölluðu fyrrnefndir repúblikanar „smávægileg atriði“, -og þau kunna að vera það, þegar lit- ið er á hina stærri mynd efna- hagslífsins, en frá mannlegu i sjónarmiði eru þau ekki neitt smáatriði. og raunar rnundi flestum íslendingum finnast þessar ráðstafanir sjálfsagðar, en við búum nú í „velferðar- þjóðfélagi“. Eitt atriði má og benda á í þessu sambandi. Svo er að sjá sem Kennedy hafi ekki verið með nein innantóm kosninga- slagorð, þegar hann talaði um fólkið, sem færi svangt í rúm-' ið, og það sem meira er, hann gleymir því ekki, þegar hann er orðinn forseti, heldur læt- ur það verða eitt af sínum fyrsfu verkum að gera eitt- hvað í málinu. Þetta lofar góðu. „New Frontier“ menn- irnir hafa þjóðfélagslega sam- vizku, ekki síður en ,,New Deal“ mennirnir. Uu Bannið gegn hjöðnun. >m stefnuna í penfnga- málum er erfiðara að segja eftir boðskapinn, enda verða þeim vafaiaust gerð betri skil í boðskap um gjaldeyrisstöð- una gagnvart útlöndum, sem sendur hefur verið þinginu. Enginn efi er þó á, að við ramman reip er að draga vegna gjaldeyrisstöðunnar. — En yfirleitt má segja, að ráð-! stafanir þær, sem fyrirhugað- ar eru, miðist við að vinna gegn hjöðnuninni í fyrsta lagi, en aðalstefnan er að koma. efnahagslífi Bandaríkjanna á réttan kjöl, lyfta því upp til mestu afkasta, sem hugsajileg eru, og flýta fyrir vexti í efnahagslífinu. í boðskap sínum kvað Kenn- edy möguleikana sífellt vera að aukast. Er það skoðun hans, að með núverandi árlegri aukningu framleiðni og vinnu afls megi gera ráð fyrir 3,5% aukningu í efnahag Banda- ríkjanna á ári hverju. Langt er frá því, að slík aukning hafi átt sér stað á síðustu árum. En Kennedy finnst þetta ekki nóg. — Með fullri nýtingu manna, náttúruauðæfa og framleiðslutækja, telur hann, að enn megi auka vöxtinn. Eiít af þeim atriðum, sem SVART I ÁLINN HINN NÝI landbúnaðar- málaráðherra Kennedys Bandaríkjaforseta, Orville Lothrop Freeman, á vafalaust eítir að eiga við erfiðleika að stríða í embættinu, eins og svo margir fyrirrennarar ihans, en hann hefur þá fyrr séð hann svartan. Landbúnaðarráð- herrar af hvaða ■ stjórnmálaflokki sem | þeir hafa verið — f hafa alltaf verið hafð ir fyrir þlóra í flest- um stjórnum Banda- ríkjanna og hafa oft og iðulega beðið lægri ^ hlut í baráttunni við k þingmenn, samtök og W almenning. Frá því sjónarmiði hefur Freeman hlotið ágæta þjálf- un til starfans. Sem helzti ráðunautur Kennedys í land- búnaðarmálum verður hann að kljást við eilíft vandamál: Hvernig auka á tekjur bænda og losna við offramleiðslu þeirra. Sem Minnesotamaður, og fyrrverandi ríkisstjóri þar, hefur hann til að þera h-e.fi- leika, sem hann mun þurfa á að halda á árunum framund- an. Hann er ungur og getur þol- að hiua miklu vinnu og miklu gagnrýni, sem fylgir starfinu. Hann er gáfaður — ágætis- einkunnarmaður frá háskól- anum í Minnesota. Hann er slyngur stjórnmálarnaður — t, d. var hann þrjú kjörtíma- bil ríkisstjóri í Minnesota, sem repúblíkanar vinna oft- ar en demókratar. Leið Freemans til stjórn- málaframa hefur verið erfið. Hann hefur oft hrakið af leið og beðið fleiri en einn ósigur — hinn síðasta í nóvember sl. er hann beið lægri hlut í fjórða sinn, sem hann bauð sig fram til ríkisítjóra, en slíkt hafði enginn gert áður. Blöðin sögðu, að hann hefði átt „í of mörgum deilum við of marga menn“. Einn af sam- starfsmönnum hans sagði: „Ef til vill er hann búinn að missa velvilja manna“. Freeman fæddist í Minnea- polis 9. maí 1918. Hann vairn fyrir sér allan tímann á með- an hann var að ljúka háskóla nómi — sem aðstoðarmaður múrara, sem húsvörður og vinnumaður í sveit. Hann út- skrifaðist með láði og gerðist síðan lögfræðingur. Árið 1941, skömmu eftir að hann útskrif- aðist, gekk hann í landgöngulið flotans. Tveim árum síðar ent ist honum heppnin ekki lengur og særð- ist hættulega á Boug- ainville í orustunni á Kyrrahafi. Eftir 8 mánaða legu í sjúkra- húsi var hann sendur til Wash ington til að skipuleggja stofn un þá, er aðstoðaði hermenn úr landgönguliðinu, er þeir komu úr hernum. Hann er nú undir-ofursti í varaliði land- gönguliðsins. Hann hóf afskipti sín af stjórnmálum sem aðstoðar- maður Hubert Humphreys, sem þá var borgarstjóri -£ Minneapolis. Árið 1948, er Humphrey var kjörinn í Öld- ungadeildina, varð Freeman formaður demokrata-bænda og verkamannaflokksins, Hann er þekktur fyrir góð tök sín á blaðamönnum og er sannfærandi í málflutningi og góður ræðumaður. Hann virðist ekki vera snöggur upp á lagið eða einstrengingsleg- ur, en kunningjar hans úr heimahéraðinu segja, að það sé talsverð þrákelni í honum. iÞá er hann og talinn mjög frjálslyndur í stjórnmálum. Freeman hefur lýst sig fylgj andi þeirri markaðsstjórn. sem Kennedy boðaði undir nafninu „framboðs-stjórn“ í kosningabaráttunni. Það ber þá ekki að búast við, að Free- man hrindi þegar í stað í fram kvæmd tillögunum, sem fram komu í kosningabaráttunni a. m. k. ekki fyrr en nokkurt samkomulag hefur náðst með al framleiðenda. Bandaríkjastjórn hefur til at- hugunar í þessu máli, er end- urskoðun á skattamálum, sem m. a. miðar að því að auka fjárfestingu í verksmiðjum og tækjum, afnám sérstakra skatt fríðinda o. fl. Gerir hann senni lega nánari g'rein fyrir þessum atriðum um síðari boðskap- inn. E, Ráðgjafa- neínd. nn er eitt veigamikið atr- iði úr .boðskap Kennedys ótal- ið, en það er stofnun sérstakr- ar ráðgjafanefndar um sam- skipti verkamanna og vinnu- veitenda, er rannsaka á öll mál, er snerta t. d. stefnuna í verðlags- og kjaramálum, -— samninga þessara aðila, vél- væðingu, framleiðni og stöð- ugleika verðlags. í nefndinni munu eiga sæti fulltrúar verkamanna, vinnuveitenda og hins opinbera. Er húizt við, að bæði verkalýðsmálaráð- herrann og viðskiptamálaráð- Framh. á 14. síðu 4 8. febr. 1961 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.