Alþýðublaðið - 08.02.1961, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.02.1961, Blaðsíða 1
WMWMWWWtMWWWWW Engir sátta- fundir í Eyjum BD&ÍDÍXI) 42. árg. — Miðvikudagur 8. febrúar 1961 — 32. tbl. Þðu syngja i Gúttó ÞAÐ gengur glatt á gömlu dönsunum í Gúttó. Þar eru ekki slegin vind- höggin. Myndin var tekrn þar síðastliðinn laugar- dag. Söngfólkið er Sigurð ur Ólafsson og Sigríður Guðmundsdóttir. (Ljósm. Guðm. Jónsson). MMMMMMMMMMMWHMMtl Hér er sfúlkur! SVONA skal það vera. Tízkulínan er nýkomin frá París. Allar stúlkur útr þar kváðu vera að rifna af hrifningu. Riss- ið er af hliðarsvip nýju línunnar. Við vitum ekkr hvort hann hefur ennþá fengið nafn ytra. Tillaga okkar er: hengilmænu- svipurinn. — Og verði ykkur að góðu. MMMWMMVWMMMMMMM ÖLFRUMVARPIÐ margum- talaða \-ar á dagskrá Neðri deild ’ar í gær og urðu miklar umræð ur um málið. Þrír þingmenn héldu langar ræður gegn mál- inu, sem var rætt á síðdegis- fundi, en að lokum hóf flutn- ingsmaður að svara málflutn- ingi þeirra. Var umræðunn frestað kl. 7,15, en Pétur hafði þá ekki lokið máli sínu. Framhald 1. umræðu um ölið hófst um 3-leytið í gær og var Gísli Jónsson fyrstur á mæl endaskrá. Gerði hann lítið úr rökum flutningsmanns fyrir frumvarpinu og andmælti ýmsu úr framsög'uræðu hans. Fann Gísli það m. a. að málinu, að Framhald á 5. síðu. ALÞÝÐUBLAÐH) átti í gær til við einn af fulltrúum verka- manna í samninganefnd þeirra við atvinnurekendur í Vest- mannaeyjum. Hann tjáði blaðinu, að allt væri við það sama í deilunni, því ekkert hefði heyrzt í sátta- semjara ríkisins, sem hefur fengið deiluna til meðferðar. Engar samningaleitanir munu fara fram í Vestmannaevjum, nema að frumkvæði sáttasemj- arans. Ekki vissu Vestmanna- eyingar í gær, hvenær það yrði. ÚTBÝTT hcfur verið á al- þingi frumvarpi til laga um heimild handa samgöngumála- ráðherra til að veita Cruðjóni Ármanni Eyjólfssyni sjóliðsfor ingja stýrimannsskírteini á ís- lenzkum skipum. Sjávarútvegb nefnd Efri deildar flytur frum- varpið að beiðni ráðherra. VESTMANNAEYJAR cru umkringdar af síld. Það hefur verið lóðað á mikla síld allt frá Geirfuglaskeri og austur fyrir Bjarnarey„ Að auki er vitað um síldartorfur í Grind arvíkursjó. Alþýðuhlaðið fékk þe*ssar upplýsingar hjá Jakob Jakohs syni um borð í varðskipinu Ægi á sjöunda tímanum í gær kvöldi. Ægir var þá staddur út af Garðskaga, og hafði lóð- að þar í nokkrar síldartorfur, en ekki var vitað hvort um mikla síld væri þar að ræða. Jakol) sagði, að 14 skip hefðu tilkynnt veiði í gær- morgun, og voru þau með um 10 þús. tunnur. Meðal annars fékk Höfrungur II. rúmlega 1500 tunnur. Einnig fékk Heið rún mjög stórt kast, en þar sem báturinn her ekki nema 1000 tunnur, varð að sleppa miklu magni úr nótinni. Jakoh sagði að síldin væri um klukkutíma siglingu frá Vestmannaeyjum. Vest- mannaeyingum er því sýnd veiðin en ekki gefin. Eins og fram kemur í fréttum, liggja hátar þeirra nú bundnir við hryggju. Jakob kvað fiskileitarskipið ,,Fanney“ vera á miðunum til að leiðbeina bátuum, og ef veður spilltist ekki, mætti gera ráð fyrir mikiHi veiði í nótt (þ. e. sl. nótt), því síldar- ntagnið væri mjög mikið. Margir bátar voru á miðunum í gærdag, en síldin stóð djúpt, og fékkst lítið úr köstunum. Mátti gera ráð fyrir, að BÍldin kæmi upp með kvöldinu. Síldin, sent veiddist í gær- morgun, var nokkuð misjöfn í köstunum, en meiriMutinn ágætur. Að lokum sagði Jakob. að síldarmagnið kringum Eyjar væri mjög mikið. Hann sagð- ist ckkert geta sagt um hve mikil síld það væri, sent Ægir fann út af Garðskaga í gær- kvöldi. Þó vonaði ltann, að þarna væri um að ræða mikla síld. Það styttir að mun sigl- ingu bátanna, sem nú geta að eins landað í Reykjavík, Grindavík og á Akranesi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.