Alþýðublaðið - 08.02.1961, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.02.1961, Blaðsíða 5
 Lokað vegnal veikinda Tvser ungur stúlkur komu komu á afgreiöslu fyrir- á ritstjórn Alþýðublaðs- ins í gærtlag, og sögðu farir sínar ekki sléttar af viðskiptum við sokkavrð- gerð hér í bæ. Þegar þær tækisins í gær, til að sækja sokka úr vrðgerð, var afgreiðslustúlkan að tala í síma. Eftir að þær höfðu beðið nokkurn tíma, kom afgreiðslustúlk an, og sagði, að þær gætu vel beðið. Stúlkurnar biðu nú nokkra stund enn, og þeg ar afgreiðslustúlkan lét sjá srg aftur, þá spurðu þær hvort þær yrðu ekki afgreiddar. Við það reidd- ist afgreiðslustúlkan, og sagði þeim að hypja srg út. Þegar hér var komið gáfust stúlkurnar upp, og fóru niður á lögreglustöð. Lögreglan sagði þeim að reyna einu sinnr enn, og ef það ekki tækist, þá til- kynna þetta til Rannsókn- arlögreglunnar. Stúlkurnar komu nú í annað sinn að afgreiðsl- unnr, en þá hafði spjald verið hengt út í glugg- ann, og á því stóð: Lokað vegna veikinda. ABURÐARVERKSMIÐJAN er 10 ára í dag. Var verksmiðj- an stofnuð 8. febrúar 1950 sam kvæmt lögum frá 23. maí 1949. Starfsemi verksmiðjttnnar hófst 7. marz 1954. A því tíma- bili, sem síðan er Iiðið, hefur verksmiðjan framleitt 130 þús. lestir af kjarnaáburði að verð mæti 265 millj. kr. Starfsemin hefir skapað áuk- ið öryggi íslenzkum landbún-; aði og hefir bætt fjárhagsaf- komu þjóðarinnar. — Á síðasta ári var áburður verksmiðjunn- ar seldur miklu lægra verði. en sambærilegur áburður hefði kostað innfluttur, eftir að geng isbreytingin var gerð. Talið er, að meðaltals sparnaður af þessu fyrir hvern bónda hafi numið á árinu sem leið um 2000 kr. Gjaldeyrissparnaður þjóðar- búsins vegna verksmiðjurekst- ursins er áætlaður að samsvara milli tvö- og þrefaldri þeirri fjárhæð, sem varið var til bygg ingar verksmiðjunnar í erlend um gialdeyri. Starfsemin hefir lagt til vara sjóðs og til afskrifta miklar fjárhæðir, sem notaðar verða til þess að undirbúa og fram- kvæma frekari framleiðslu í samræmi við upphaflegar á- kvarðanir, að auka enn öryggi landbúnaðarins og til bættrar afkomu allrar þjóðarinnar. Nú er ráðgert að hefja fram- leiðslu á fosfatáburði svo blönduðum áburði, fosfati, köfnunarefni og kali. Einnig er ráðgert að framleiða köfnunar- efnisáburð með smærri kornum en verið hefur. afnumin? FULLTRÚARAÐSFUNDUR Sambands íslenzkra sveitar- félaga hófst í fundarsal bæjar- stjórnar Reykjavíkur í gær- morgun. Jónas Guðmundsson, formaður sambandsins, setti fundinn, en Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, flutti ávarp og bauð fulltrúa velkomna til starfa. Þá flutti formaður skýrslu °2 um starf'stjórnarinnar á síðasta ári og skýrði frá gangi ýmissa mála. er sveitarféiögin varða, um gatnagerðarfélagið Malbik, um breytingar á útsvarslögum, breytingar á lögum um Bjarg- ráðasjóð, sem hann taldi mjög mikilvægar, og nokkur önnur þingmál. Á dagskrá fundarins var m. a. væntanleg löggjöf um tekju- stofna sveitarfélaga og kom ráðuneytisstjórinn í félagsmála ráðuneytinu, Hjálmar Vil- hjálmsson, á fundinn og gerði 'gréin fyrir þeim breytingum, sem nú er fyrirhugað að gerðar verði á fjármálum sveitarfélag- anna. Ræddi hann t. d. um afnám 'vekuútsvara, en að upp verði tekið sérstakt aðstöðugjald, sem stofnanir og fyrirtæki mundu greiða sveitarfélögum, og jafn- vel yrði miðað við útgjöld við- komandi fyrirtækja í stað veltu. Þá væri einnig rætt úm að lög- festa fasteignaskatta .um land allt. Einnig drap Hjálmar á hugsanlegar breytingar á nið- urjöfnun útsvara eftir að breytt hefur verið innheimtu ríkis- skatta; Onnur mál, sem voru til um- ræðu, voru frv. um ríkis- og héraðsfangelsi, og frv. um ríkis ábyrgðir, svo að eitthvað sé nefnt. Eftir umræður í gær var ■ málum 'vísað til nefnda, sem ljúka. störfum í dag, og verður fundi síðan fram haldið á morg un, en gert er ráð fyrir að fund inum ljúki á föstudag. MYNDIN var tekin á full- trúaráðsfundinum í gær Hjálmar Vilhjálmsson ráðu- rieytisstjórl er í ræðustóli. Bjórinn................ Framhald af 16. síðu. ölið mundi ekki útrýma áfeng- isbölinu. Lýsti hann breytingar tillögu frá sér, stakk upp á að vísa frumvarpinu til mennta- málanefndar (ekki allsherjar- nefndar, eins og PSig) og skor- aði á þá nefnd, sem fengi málið til meðferðar, að svæfa það ekki, heldur láta atkvæði skera úr. Gísli lauk máli sínu kl. 4, en þá var gert fundarhlé til kl. 5. Voru sárafáir þingmenn á þeiim fundi, enda ekki búizt við at- kvæðagreiðslu. Halldór E. Sig- urðsson talaði þá í tæpa klukkn stund gegn. írumvarpinu. Kvaðst hann hafa gert sér sér- ;sérstakt far um að fylgjast með umræðum um niálið til að geta :mvndað sér skoðun um það. Á- standið 1 áfengismálum þjóðar- innar væri verra en hann hefði gert sér- grein fyrir. svo alvar- legt, að gera þyrfti stórátak, ef ekki ætti illa að fara. Gunnar Jóhannsson sagðist vera algerlega andvígur frum- varpinu, því að. íslendinga vant aði flest annað fremur en áfeng an bjór. Hefðu íslendingar alit frá landnámsárum neytt á- fengra drykkja úr hófi fram; höíðingjar og valdsmenn áður fyrr riðið útúrdrukknir um hér- uð og kúgað alþýðu. Er góð- templarareglan yar stofnuð, hefði fyrst farið að rofa til í jsvartnætti áfengisneyzlunnar, sagði Gunnar, en kvaðst vilja taka fram, að hann yæri eng- inn meðlimur í bindindissam- tökum. Þingmaðurinn kvað á- fengið vera einn mesta bölvald: alþýðuheimilanna og vitnaði í grein í Þjóðviljanum því til stuðnings. Fjöldi kaffihúsa > Revkjavík hefði leyfi til áfeng- issölu á margföldu verði ÁVR, sem væri nógu hátt fyrir. Að Iokum tók Pétur Sigurðs- son til máls, svaraði ýmsum at- riðum úr ræðum andstæðinga frumvarpsins og endurtók sum ummæli úr framsöguræðu sinni: ítrekaði Pétur t. d. til- jvitnun. í vísindarannsóknír Finna og lagði áherzlu ., að hann hefði eindregið óskað þes9 að nefnd sú, er um frumvarpið fjallaði, kynnti sér til hlítar niðurstöður rannsókna menn- ingarþjóða varðandi áhrif á- fengra drvkkja. Kom ræðumað ur víða við í svörum sínum ogf lét oft nægja að endurtaka at.- riði úr framsöguræðu, sem virt ust hafa farið framhjá ræðu- mönnum, er talað hafa gegii málinu. Hafði Pétur ekki lo'k- ið við að svara, þegar umræð- .unni var frestað og málið tekið út af dagskrá kl. 7,15 í gær. LEIKFEL.4GIÐ sýnrr „Tíminn og við“ í kvöld. Hér ertt þati Þóra Friðriks dóttir og Gísli Halldórs- son í hlutverkum sínum. Aðsókn að „Tímanum“ hefur v.érið góð. Sýning- in í kvöld er sú nítjánda í röðinni. Alþýðublaðið — 8. febr. 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.