Alþýðublaðið - 08.02.1961, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.02.1961, Blaðsíða 3
Leyndarmálið um Spútnik enn óleyst LONDON, 7. febr. (NTB REUTER). Enn ríkti mikil þögn í Sovétríkjunum í dag uni hinn stóra spútnik, sem skotið var á loft s. 1. laugardag og ekki hefur heldur lieyrzt neitt lífsmark frá gervihnettinum. Nokkrir stjörnufræðingar á Vesturlöndujxi eru þeirrar skoðunar, að sovézkir vísinda- menn fáj skeyti frá hnettin- um á leynilegri bylgjulengd. Fram ti'l kvöldsins í kvöld hafði Moskvuútvarpið ekki sagt orð meira um hnöttinn. í sendingu á ensku var minnzt tvisvar á hann og talað var um, að 'þróunin frá fyrsta spútniknum 1957 hafði verið stöðugt í þá átt að gera kleift að senda mönnuð farartæki út í geiminn. Neiudon-athuganastöðin við París fann ekki sputnik í dag, þó að skilyrði væru góð, en talsmaður þar kvað reikning- ana á tímalengd hverrar um ferðar, sem gerðir voru í gær, vera rétta. Talsmaður Bel- field-athuganastöðvarinnar í Ástralíu kvað Riissa hljóta nota leynilega bylgjulengd, Stöðin hefði ekki getað á- kvarðað braut hnattarins. Hann kvað þá leynd, sem nú ríkti í fyrsta sinn yfir gervi- hnetti, vera mjög undarlega. Yfirmaður Bochum-athug anastöðvarinnar í Vestur- Þýzkalandi telur, að hnettin- um hafi verið skotið fyrr á loft en gefið hefur verið xipp, Og að merki þau, sem náðust s. 1. fimmtudag hafi verið frá honum. Hann hafði heldur ekkert heyrt síðan á mánu- dag. acmillan vill ræða við Rú LONDON 7. febrúar (NTB-AFP). BÍKISSTJÓRN Bretaveldis e,. reiðubúin til að taka upp viðræður við Sovétríkin, sagði Marold MacMiIIan forsætis- herra í neðri deild bi'ezka þingsins í dag. „Takmark okk ar er enn hið sama og það var þegar hinn misheppnaði toppfundur í París var liald- inn. Við erum tilbúni,. til við ræðna vi5 Rússa hvenær sem vera skal“, sagði ráðherrann ennfremur. Fulltrúar Verkamanna- flokksins réðust að Home ut- anríkisrá&herra og ríkisstjórn- inni fyrir yfirlýsingar hans um Sovétríkin og Komma- Kína. Hivöttu þeir MacMillan til að benda ráðherranum á það að hann væri utanríkis- ráðherra og ekki „ráðherra hins kalda stríðs“, MacMill- an neitaði því, hvað Vestur- veldin verða að móta stefnu sína í samræmi við núverandi ástand heimsmála og kvað „vonbrigði frá í fyrra ekki mega hafa áhrif á tilfinning- ar ckkar í dag. Vonbrigðin verða að 'hvetja okkur til nýrra átaka“, sagði hann. Zorin og Steven- son semur vel AÐALFULLTRÚI Bandaríkjanna lijá Sam- eílnuðu þjóðfunum, Adlai E. Stevenson, átti í dag fund með SÞ-fulltrúa Rússa, Valerm Zorin. Lagði Stev’enson fram á- ætlun í fjórum atriðum um lausn Kongó-málsins. Góðar heimildir segja að afstaða Zorin til tillögunn ar hafi verið jákvæð. Áætlun Stevenson er á þesSa leið: 1. Allur her Kongómanna verðj afvopnaður. jafnt her ríkisstjórnarinnar sem herir liinna einstöku héraðsstjórna. 2. Þjóðþing Kongó verði kallað saman. 3. Patrice Lumumba og fyrr verandi meðráðherrar hans verði látnir lausir. 4. Allir belgiskir ríkisborg- arar hverfi frá Kongó. Viðræður þeirra Stevenson og Zcrin stóðu f tvo tíma og ræddu þeir einkum fyrsta lið áætlunarinnar, einkum hVbrn- ig afvopnun Kongómanna væri framkvæmanleg. Sagt ■er að Stevenson sé ánægður með árangur viðræðnanna. Sendinefnd Rússa hjá SÞ sendi í kvöld út tilkynningu um að Zorin væri ánægður með áætlun þá er Stevenson lagðf fram. Talsmaður nefnd arinnar sagði þó að hin nýja bandaríska rílkisstjlórh fylgdi sömu stefnu og sú gamla. í til kynningunni segir að Zorin hafi haldið fast við þá skoð- un að fyrst af ölu yrðu Belg ir að hverfa úr Kongó, en Stevenson hafi ekki einu sinni nefnt það atriði. Þeir báðir, Zorin og StevenBon, hafi ver ið sammáia um nauðsyn þess að þjóðþingið verðj kallað sam an. NJÓSNARAR London, 7. febrúar. (NTB—REUTER). Mikill fjöldi sönnunargagna var lagður fram í réttarhöld- um er hófust í dag um njósna- starfsemi fimm brezkra borg- ara. Eru þeir ákærðir fyrir njósnir um flotastöðina í Port- land á suðurströnd Bretlands. Meðal sönnunargagna eru 310 myndir af herskipum og öðrum tækjum til hernaðar, lítij loft- skeytastöð og átta síðu bréf á rússnesku. shombe hótar SÞ öllu illu París, 7. febrúar. DE GAULLE Frakklandsfor seti mun á morgun ræða við sérlegan sendimann Bourgiba forseta Marokkó, sem kemur í kvöld til Parísar til að undir- búa viðræður þeirra forset- anna. LEOPOLDVILLE, 7. febrúar (NTB—REUTER). MOISE Tshombe, forseti Katanga, liefur lýst því yfir í bréfi til Dag Hammarskjöld, aðalritara SÞ, að ef SÞ ákveði að afvopna allan her Kongó- manna, muni hann vopna allt sitt fólk og snúast hart móti sérhverri tilraun í þá átt. Tshombe segir, að ef lög- regla hans cg her í Katanga verði afvopnuð muni það að- eins leiða til þess, að fólkið Ihverfi af ökrunum og úr verk- smiðjunum og þar með sé öll iðnaðarframleiðsla héraðsins í lamasessi. Tshomhe kveðst í bréfum munu skýra þjóðinni frá á- 'kvörðun stjórnarinnar um að vopna hana ef nauðsyn krefur. Hann segir einnig að SÞ-her muni aldrei geta farið auð synlegra ferða sinna um frum skógana miklu og því sé fjarri lagi að afvopna einu herdeild irnar er það geti. Síðar í dag lýsti Tshombe yfir því að Lumumlba forsætisráðherra sitji fangelsaður og hafi það gott. Talsmaður SÞ í Elizabethville sagði í dag, að SÞ myndi við fyrsta tækifæri útvega flugvél- ar til að flytja SÞ-hermennina Þegar þeir eru farnir verða að- eins 2500 SÞ-hermenn eft- ir í Katanga. Er þar um að ræða 700 Nigeríu-menn, 650 Eþíópíu- menn, 600 íra og '550 Svía. Eru þeir dreifðir um allt ríkið í fá- mennum sveitum. í Leopoldville hefur verið skýrt frá því, að Mobutu valds- maður hafi skipað her sínum að vera við öllu búinn og bannað SÞ-hernum að nota kongóskar hersveitir meðan Kongó-um- ræða Öryggisráðsins stendur yfir. Ekki kannast þó SÞ-menn við að liann hafi bannað þetta.. Líta menn svo á í Leopold- ville, að þessi skipun Mobutu sé mótleikur gegn beiðni Hamm arskjöld um leyfi til að „end- ur<skipuleggja“ ber í Kongó. Stórsókn til Leo- poldville ? Leopoldville, 7. febrúar. (NTB—REUTER). Fréttastofan AFP seg- ir, að í dag hafi um 400 hermenn Mobutu valds- manns farið um borð í skip er á að flytja þá upp Kongófljót í átt til Stan- leyville. Er mögulegt, að hér sé um upphaf að stór- sókn að borginnr að ræða. Jafnframt var skipað um borð miklu magni skot- færa. Munu þeir halda til landamæranna við örien- talehéraðrð, en þar ráða vinir Lumumba lögum og lofum. Talið er að þeir muni gera tilraun til að ná a. m. k. landamærun- um á sitt vald og kljúfa þar með Kongó í tvennt. Jafnframt munu þerr þá verða á undan SÞ-mönn- um, er taldir voru hafa í huga að hernema landa- mærin. ÍvMMMMMWWVMVMMMMIW Frumvörp milli deilda FRUMVARPIÐ um samein- rng Áfengisverzlunarinnar og Tóbakseinkasölunar hefur átt greiða leið gegnum Efri deild og var samþykkt þar við 3. um- ræðu í gær með 15 samhljóða atkvæðum. Fer málið nú trl Neðri deildar. Neðri deild afgreiddi hins vegar til Efri deildar í gær frumvarp um Fskveiðasjóð ís- lands með 19 atkvæðum gegn 5 Framsóknarmönnum, sem vilja láta ríkissjóð hera gengis- tap af erlendu lánum, sem sjóð urinn þarf að taka. Alþýðublaðið 8. febr. 1961 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.