Alþýðublaðið - 16.05.1961, Blaðsíða 7
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson ræðir við Gunnar Andrew, sjötugan að aldri
21. FYRRA mánaðar skrif-
aði Guðmundiir Hagalín grein
í Morgunblaðið, sem kom flatt
upp á mig. Hún fjallaði um
Gunnar Andrew og í yfir-
skriftinni var sagt, að Gunnar
væri sjötugur þann dag. Ein-
hvern tíma í vetur töluðum
við Gunnar í síma — og
sagði ég þá: „Þú verður bráð
um sextugur, og þá langar
mig að rabba við þig“. — Ég
man ekki hverju Gunnar svar
aði, en ég taldi þetta afgert
mál. Nú sagði Hagalín, að
hann væri orðinn sjötugur —
og það með að afmælisbarnið
hefði flogið vestur um haf og
dveldist þar hjá syni sínum,
Bolla, umboðsmanni Loft-
leiða í New York. — Ég hélt
að Hagalín, eða prófarkales-
ara Morgunblaðsins, hefði orð
ið á í messunni, að Gunnar
væri sextugur en ekki sjötug-
ur. En hvað sem því leið
virtust mér allar bjargir
bannaðar. Ég hafði orðið af
viðtalinu, Ég ákvað að setja
um hann þegar hann kæmi að
vestan. Svo sá ég hann einn
sólskinsdag í bíl með mörgu
fólki og næsta dag náði ég tali
af honum.
„Blessaður góði“, sagði
hann, „afmælisdagurinn er
liðinn hjá, ég er að koma að
vestan, fór þangað í kyrrðina
úr öllum hraðanum hér, ólát-
unum og spaninu og undi mér
Vel. 'Vertu ekki að gera gys að
mér, vitanlega er ég sjötug-
ur. Ég er búinn að vera skelfi-
lega lengi á leiðinni síðan ég
varð sextugur“.
En svo kom hann þó heim
til mín og við sátum saman
um stund. Ég býst við að fleir-
um 'fari eins og mér, að þeir
trúi því ekki, að Gunnar
sé nú að byrja áttræðisaldur-
inn. Svo unglegur er hann —
svo ungur í hreyfingum og í
tali, í skoðunum og viðhorf-
um til líðandi stundar. En
þannig hefur hann líka allt af
verið alla sína æfi, fjörmaður,
fjölgáfaður, léttlyndur og glað
ur, starfsamur, ráðsnjall —
og fljóthuga. Hann er einn af
þessum allt of sjaldgæfu
mönnum, sem aldrei berjast
til metorða eða til fjár, sem
allt af ætla öllum allt það
bezta, sem elska lífið sjálft og
mennina með — og kenna
sársauka þegar þeir mæta misi
jöfnu. Stundum hefur það
flögrað að mér, hvort þessir
menn hafi ekki villst inn á
þessa stjörnu einhvers staðar
utan úr geimnum, þessa jarð-
arkringlu þar sem allt logar í
illindum manna og þjóða á
milli.
Gunnar Andrew fæddist á
Þingeyri, sonur Helgu Sam-
sonardóttur, ættaðri úr Húna-
þingi og Jóhannesar Ólafsson
ar, sem var um áratugi allt í
öllu þar um slóðir, hrepp
stjóri og oddviti, frumkvöðull
í öllum félagsmálum, ráðsmað
ur þorpsbúa um opinber mál
og einkamál og hjálparhella í
flestum greinum. Hann var
þingmaður um skeið, en hætti
og sagði þá: „Ég vil þetta ekki.
Matti er miklu betri út á við,
ég er betri inn á við“. Hann
átti við Matthías bróður sinn,
sem síðar tók við þingmennsk
unni. Og einmitt þannig hef
ur Gunnar Andrew verið alla
tíð. Hann hefur leitað gleðinn
ar í lífinu, samfélagsins við
samferðamennina, allt af ver-
ið að greiða úr flækjum fyrir
aðra — og átt þannig margar
yndisstundir, þó að hann hafi
ef til vill stundum staðið upp
hruflaður á höndum og
hnjám.
Þegar móðir hans gekk með
sveininn stunduðu Ameríkan
ar lúðuveiðar úr Dýrafirði. —
Meðal skipstjóranna var An-
drew McKenzie, og var hann
yfirmaður flotans. Hann var
heimilisvinur hjá þeim Jó-
hannesi Ólafssyni og í gamni
sagði skipstjórinn eitt sinn,
að vænt þætti honum um ef
barnið, sem frúin gengi með,
bæri nafn sitt. — Og það var
gert. Þaðan er Andrews-nafn
ið komið. Þessi ameríski skip-
Gunnar Andrew
stjóri kom á hverju sumri og
skaut að sveininum gjöfum —
og síðan, eftir að lúðuveiðarn-
ar hættu, bárust drengnum
gjafir og urðu þær til þess að
hann var sendur í skóla hér
syðra, en það var löngu síðar
en hér er komið sögu. En þess
skal getið til viðbótar við
þetta, að Jóhannes hrepp-
stjóri hafði mörg járn í eldin-
um. Hann rak meðal annars
gisti og greiðasölustað á Þing
eyri, sem hann nefndi Hotel
Niagara, minna mátti ekki
gagn gera, og var nafnið vit-
anlega valið með tilliti til
heimsókna hinna amerísku
lúðuveiðara.
Gunnar átti dásamlega
æsku á Þingeyri. Hann var
aldrei sendur í sveit, en hann
var allt af í flæðarmálinu og
ekki var hann nema sjö ára,
þegar hann fór að fara einn á
bát út á fjörðinn. Hann
þekkti líka snemma öll skip
og allt sem þeim tilheyrði,
hvert segl, hvern nagla, verk-
færi öll og tæki — og kunni
full skil á öllum blæbrigðum
hins safamikla hnökrótta sjó-
mannamáls. Han fór snemma
að stunda eyrarvinnu, en
brátt varð hann búðarloka hjá
Wendel var þýzkrar ættar, —
Wendel var þýzkrar ættar, —
skógvarðarsonur, en gerðist
verzlunarstjóri.
Gunnari finnst að hjá hon-
um hafi hann fegið góðan
udirbúning undir lífið. Þarna
þurfti hver og einn að kunna
alla hluti: í búðinni stóð skrif
að: „Tid er penge.“ — „Læg
alt paa sin rette plads“. —
„Besörg alt í rette tid“. —
Ef hann kom inn til Wendels,
kallaður til hans, og hann
hafði aðra hendi í buxnavasa,
spurði Wendel ofur rólega:
„Er þér kalt á hægri hendi,
drengur minn?“ Og ef Wen-
del gekk um búðina og Gunn-
ar eða aðrir starfsmenn höfðu
ekkert fyrir stafni spurði
hann. „Jæja, já, er ekki ryk
einhvers staðar?“ Allt af
sama góðviðrið, en meiningin
skýr og skilmerkileg. Énginn
hefði orðið mosagróinn fyrir
innan disk hjá Wendel, ef
hann hefði rekist á þjón sinn
með vindling milli varanna.
Gunnar var fjörmikill og
glaður í sinni. McKenzie
hafði sent honum peninga og
faðir Gunnars ákvað að nota
þá til þess að mennta þennan
myndarlega son. Hann fór til
séra Sigtryggs á Núpi 1 vet
ur til náms og annan vetu?
var hann hjá séra Böðvari á
Rafnseyri. Þetta var undir-
búningur undir Menntaskóla-
nám. Árið 1909 fór hann tifi
Reykjavikur og tók gagn-
fræðapróf og úr því fór hann
í fjórða bekk Menntaskólans.
Stúdentsprófi lauk hann
1913, sat svo í Menntaskólan-
um einn vetur, en hætti þá.
Hann var alls staðar þar-
sem hann kom, hrókur alls
fagnaðar. Hann var svo eftir
sóttur félagi, að hann átti
aldrei aflögu stund. Og gleðin.
og geislarnir voru á hverju
strái. Allir menn voru alveg
ágætir — og hver einasti dag
ur hamingjudagur. Hvernig
í ósköpunum var þá hægt afr
halda sér að námi, þræla sér
við bók inni í rykugu her-
bergi, jafnvel einn, aleinn,
og lífið í öllum regnbogan»
litum allt um kring — fyrir
utan? Nei, það þarf aðra til
en þá, sem hafa skaphöfu
eins og Gunnar Andrew. Þa»
mátti ekki ein einasta gleði-
stund fara til ónýtis. „Sól
úti, sól inni, sól í hjarta, sól
í sinni, sól, bara sól“. — Og
svo veifaði Bakkus kristals-
bikar og bauð í dans, én sól
argeislarnir brotnuðu I
krystallinum. Og Gunnar
Andrew fór aftur vestur á
Dýrafjörð og gerðist búðar-
loka og það leið ekki á löngu
þar til hann var kominn í
fremstu röð í margvíslegu fé-
lagslífi. Mikill menningar-
bragur hafði verið á Þing-
eyri. Þar var leikfélag og söng
félag, íþróttafélag, bókasafu
og stúka, yfirleitt flestar
greinar þeirra félagsmála-
hreyfinga, sem þá þekktust á
landinu. Og Gunnar Andrew
hélt áfram að leita gleði og
félagslífs — og fann það aUt
saman gullbryddað og safa-
mikið og bergði af hj artans
list áhyggjulaus og bjartsýnu
á allt og alla. Einu sinni
varð hann verkstjóri hjá
Proppebræðrum og hann seg-
ir, að það sé skemmtilegasía
atvinnan, sem hann hafi haít
um dagana.
„Wendel hafði kennt mér.
Eg var svo strangur, reglu-
samur og stjórnsamur að eng
inn skyldi trúa því — og þó
svo vinsæll, að ég man ekld
eftir að í eitt einasta skipti
kastaðist í kekki milli mín
og verkafólksins,“ segir hanrx
og horfir undrandi á mig, al-
veg eins og hann sé að leita
svars við þessu hjá mér.
Þegar verkalýðshreyfingin
fór að gera vart við sig á
Þingeyri, tók Gunnar þegar
afstöðu með henni. Verka-
fólkið hefur fundið hlýjuna
Fiamhald á 12. síðu.
Fór úr spaninu hér til að dvelja í kyrrðinni í New York á aifmælinu
Alþýðfibla&ið 16. ;maíJ 1961 'Jf