Alþýðublaðið - 16.05.1961, Blaðsíða 12
2ð.ooo />m
ZAookn
MENNESKE
RCiflMET
er vektlös. Tingene flyter rundt i kabinen.
HimmeJen er mörk og jorden lys. Jeg ser
jordens runding,* meldte verdens förste
romfarer der oppe fra sin fantastiske flukt.
12. april lyktes det Sovjetsamveldet ö sende
en bemannet rakett rundt jorden. I 108 mi-
nutter raste den 27 ér gamle majoren Juri
Gagarin rundt jorden i ca. 300 kms höyde.
Farten var 28.800 km i timen ombord i det
4175 kg tunge romskipet Vostok (Qst). »Jeg
— Nei, elskan mín, ég er hér alein, Það er hara há-
vaði fyr'ir utan.
Eruð í»ér vissar um að þeir séu að taka inn meðulin?
*RS 4-.-IS
MAÐUR ÚT í
GEIMINN:
12. apríl sí. heppn
aðist Sovétríkjunum
að senda mannaða
eldflaug kringum ]örð!na.
Hinn 27 ára gamli major
Juri Gagann þaut á 108
mín kringum jörðina í 300
km hæð. Hraðinn var 28.800
km. á klst um boro í hinu
4175 ltg þunga geimskipi
Vostok (Austur; „Ég er
þyngdarlatis. Hlutirnir
fljóta í lausu lofti í kiefan-
um. Himininn er dlmmur
og jörðin óijós. Eg sé hversu
jörðin er hringlaga“. Þann-
ið lýsti fyrsti geimfarinn æv
intýralegri ferð sinni.
☆
Hann: Ég er dálitið lasinn
í dag
Hún: Vesalingurinn, þá
skaitu sleppa við uiopvaskið
í kvöld. Þú getur gert það
áður en þú ferö í vinnuna
í fyrramálið.
Gunnar
Framhald af 7. síðu.
þiíátt fyrir stjórnsemina. Og
Gunnar Andrew hefur ekki
hvikað frá skoðunum sínum
frá þeim tíma.
Árið 1919 fór hann til ísa-
fjarðar. Hann hafði verið ráð
inn verzlunarstjóri í Bol-
ungavík hjá Sameinuðu ísl.
verzlununum. Hann vann að
þessu í þrjá mánuði, tók búð
ina út eins og sagt er, — og
gekk svo frá því. Síðan
stundaði hann ýmis konar
) skrifstofustörf og var ráðs-
maður sjúkrahússins og vann
ýmiss störf önnur. Jafnframt
tók hann þátt í margvísleg-
um félagsskap og stofnaði að
tilhlutan íþróttafélagsins
Magna, en hann var formað-
ur þess, Skátafélagið Ein-
herja, árið 1928 og var valinn
sveitarforingi þess og því
starfi gegndi hann árum sam
an. Var skátafélagið eitt starf
samasta skátafélag á landinu
og var starfið margþætt. —
Gunnar kunni vel við sig á
meðal drengjanna, enda hef-
ur hann alltaf verið drengur
og er enn, þrátt fyrir marg-
þætta lífsreynslu. t smábók
um Einherja segir dr. Áskell
Löve um Gunnar;
„Meðan ég var einn af Ein-
herjum, var Gunnar lifið og
sálin í félagsskapnum, deild-
arforingi, methafi í útilegum,
Andrew
kennari, prófdómari og ó-
gleymanlegur félagi. .. Ein-
herjar voru heppnir með for
ingjavalið frá fyrstu tíð, og
þó sérstaklega með yfirfor-
ingjann sjálfan. Að því búum
við allir enn.“ ....
Árið 1943 fluttist Gunnar
Andrew til Reykjavíkur og
vann hér ýmis störf. Eg
kynntist honum í forseta-
kosningunum. Þar var hann
einn af skrifstofustjórunum
og meiri lipurmennsku, á-
kveðnari framgöngu og áreið
anleik, hef ég varla kynnst.
Og þó alltaf sama viðmótið.
Það fannst mér út af fyrir
sig vera kraftaverk, því að
magaveiki þjáði hann — og
sagt er, að magaveikir menn
séu súrir, að minnsta kosti
á morgnana. Það voru bjart-
ir dagar meðan kosningabar-
áttan stóð, en einhvem veg-
inn blandast bros og viðmót
Gunnars saman við sólar-
geislana þessa vor og sumar-
daga, þegar mér verður hugs
að til þeirra. Síðan í septem-
ber 1952 hefur Gunnar verið
ráðsmaður Stúdentagarðanna.
Hann kvæntist árið 1917
Guðlaugu Jósefsdóttur Kvar-
an og eignuðust þau fjóra
sonu og eina dóttur.
— Þú sagðist hafa farið
úr óðagotinu hér og í kyrrð-
ina í New York, sagði ég við
Gunnar Andrew.
„Já, og ég stend við það,“
svaraði Gunnar. „Bolli býr
úti á Langeyju og þar er
kyrrð og friður — og þó stór
borg. Það er næstum því eins
og uppi í afdal hér á landi.
Þar sér maður ekki barn á
götu nema í fylgd með full-
orðnum. Þar þekkjast ekki
ærsl unglinga og aldrei á-
reitni. Þar er hver og einn
í friði með sitt. Mér kom
þetta algerlega á óvart. Það
er jafnvel fátt af fólki á göt-
unum og maður heyrir ekki
í bílflautum. Hér er umferðin
óðsleg og ruglingsleg, en til
dæmis í New York er um-
ferðin í algerlega föstum
skorðum. Þar er svo stutt á
milli vitanna, að bifreiðarn
ar hafa ekki tækifæri til þess
að ná sér upp, áður en þær
koma að næsta vita. Hér virð
ast allir vera orðnir vitlausir
í flýti — og þó virðist eng-
inn vita af hverju hann er að
flýta sér. Þetta sama mætir
manni í verzlunum. Hér er
alll á spani, en þar er tekið
á móti manni af alúð og kurt
eisi og allt fyrir mann gert,
svo að jafnvel mér, sem er
heldur fljóthuga, þykir alveg
nóg um. Eg hef lært það á
þessari ágætu vesturför
minni sjötugur, að við íslend
ingar eigum að hætta þessu
helvíska spani.“
Eg sagði; Sérðu eftir
nokkru?
Hann svaraði; „Nei, þó að
ég sjái nú, að margt hefði
mátt betur fara í mínu lífi,
þá sé ég í raun og veru ekki
eftir neinu. Eg hef að vísu
eytt árum til ónýtis og margt
hefur farið í súginn. En hefði
þetta orðið betra öðruvísi?
Eg efast um það. Eg hef lifað
mínu lífi eins og ég hef verið
af guði — og sjálfum mér
gerður — og hver lifir eftir
sínu eðli. Um hvað er þá að
sakast? Eg hef notið margs
eins og ég vildi njóta. Eg hef
aldrei fellt neinn, ekki einu
sinni á annað hné, með oln-
bogunum — og það finnst
mér sjálfum sæmileg útkoma
hjá manni eins og mér. Eg
ann fólki, mér þykir gaman
að fólki og ég vil vera með
því ætíð og alla tíð. Þetta er
kjarninn — og meira er ekki
um það að segja.“
vsv.
Tilkynning
frá Hafveilu HafnarfJarSar
Frá 15. maí til 1. október verða skrifstofur
Rafveitu Hafnarfjarðar opnar sem hér segir:
Mánudaga kl. 9—12 og 13—16,30
Þriðjudaga kl. 9—12 og 13—16,30
MIÐVIKUDAGA kl. 9—12 og 13—19,45
Frmmtudaga kl. 9—12 og 13—16,30
Föstudaga kl. 9—12 og 13—16,30
LAUGARDAGA Lokað allan daginn.
Móttaka innborgana fyrir rafmagnsnotkun,
utan skrifstofutíma, veröur í Rafveitubúð-
inni, en hún er opin á sömu tímum sem
venjulegar sölubúðir.
Rafveita Hafnarfjarðar.
12 16. maí 1961 — Alþýðublaðið