Alþýðublaðið - 16.05.1961, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 16.05.1961, Blaðsíða 13
önaðarmðnnafélág ið á Selfossi 15 árá ÞANN 17. marz s. 1. varð Iðn aðarmannafélagið á Selfossi 15 ára. Það var stofnað þann mán aðardag 1946 af 24 iðnaðar- mönnum úr ýmsum starfsgrein um, er áhuga höfðu á samtök- um iðnaðarmanna á staðnum. Fyrstu stjórn félagsins skip- uðu: Daníel Bergmann, bak.ari, formaður; Hjalti Þórðarson, járnsmiður, ritari; Guðmundur Jónsson, skósmiður, gjaldkeri. . Megin tilgangur félagsstofn- unarinnar var áhugi iðnaðarmanna á uppfræðslu og aðbúð iðnnema staðarins. Kaup félag Árnessýslu hafði árið 1943 komið upp vísi að iðn- skóla, mikið vegna eigin þarfa á fjölgun iðnaðarmanna, vegna vaxandi iðnrekstrar í ýmsum starfsgreinum, og ber að þakka og viðurkenna þetta framtak kaupfélagsins. Skólinn var til húsa í gamla barnaskólahúsinu, einni stofu, og bjó þvi við c- nógan húsakost Á fyrsta ári félags iðnaðar- rnanna tók það að sér rekstur skólans. Fyrsta verkið- var ó- umflýjanlega að auka húsrými skólans. Með samþykki hreppsnefnd- ar réðgt félag:ð í stækkun hússins um 2'3 og mátti þá’ heita allsæmilega séð fyrir þörf úm skólans um sinn Frá stofnun skólans hefur hann notið skólastjórnar Bjarna Pálssonar frá Hlíð í Gnúpverjahreppi, hins ágæt- asta manns og hefur skólinn farið sívaxandi, enda er hann nú sóttur af nemum úr þrem sýslum og betur þó flest ár. Á öðrum fundi Iðnaðar- mannafélagsins á Selfossi, er haldinn var 28. marz 1946 stofnaði félagið sjóð sem heitir „Sjúkrahússjóður Selfossbyggð ar“. Stofnféð var kr 300.00, — lagðar fram af formanninum, Daníel Bergmann, bakara. — Ákveðið var að fastatekjur sjóðsins skyldu vera 15% af félagsgjöldunum Litlu síðar voru síðan gefin úf minningar- spjöld, og hefur sjóðurinn haft megintekjur sínar af andvirði minningarspjaldanna. Auk þess hafa ýmsir minnst ihans með nokkrum gjöfum. Vert er að vekja athygli á því að iðnaðarmennirnir sam- þykktu að leggja sjóðnum ár- lega 15% af félagsejöldunum, og sýnir bað fórnfúsan áhuga fyrir málefninu. Sjóður þessi er nú orðinn rúmlega 60 þús. krónur, Er hafist var handa um stofn un sjúkrahúss á Selfossi, fóru iðnaðarmenn að hugieiða hvern ig þeirra iitlí sjóður gæti komið stofnuninn að beztum notum. Eftr að hafa ráðfært sig við þáverandi lækni sjúkrahússins, Bjarna Guðmundsson, héraðs- læknir, varð niðurstaðan sú, að mest kallaði að sú nauðsyn að eignast röntgenmyndatæki. — Við athugun um slík tæki kom í ljós að hugsanlegt væri helzt að kaupa tæki er kosta mundu 120 þús. kr. Innflutningshöftin reyndust þrándur í götu þess, að hafist yrði handa í þessu máli um sinn. Þegar núverandi sjúkrahúss- læknir, Kjartan Magnússon, hafði ráðist til stofnunarinnar, fór Iðnaðarmannafélagið enn ,,á stúfana". Læknirinn var sammála áliti Bjarna héraðslæknis um það, að myndatökutæki væri eitt það allra nauðsynlegasta er eignast Þyrfti Hinsvegar taldi Kjartan læknir, að sjálfsagt væri að fá sem fullkomnust tæki enda þótt mun dýrari væru. Hafði hann augastað á tækjunum er kosta mundu um 400 þús. kr. Af þannig röntg- enækjum mun ríkissjóður greiða 2/5 verðs eða kr. 16'0 þúsund. Varð því félagið að hafa handbærar kr. 240 þúsund, til þess að unnt væri að hefjast handa, um þet.ta brýna velferð- armál. Þegar Iðnaðarmarnafélagið hélt sinn hátíðarfund vegna 15 ára afmælisins var samþykkt, að reyna að beita sér fyrir það stóru átaki að duga mætti. Tók stjórnin að sér að vinna að þessu. Fyrsta verkið var að leita bréflega til ýmissa félaga í sýslunni um stuðning við mál ið. Árangurinn varð fljótlega loforð um 115 þús kr. til við- bótar við sjóð félagsins, 60 þús. kr. Drýgst hafa þarna reynzt sem oftar kvenfélögin. Kon- urnar hafa jafnan ríkan skiln- ing á líknarmálunum Ilafa t. d. kvenfélögin á Stokkseyri og í Hveragerði lofað 10 þús. kr. hvort. Þá hófst kvenfólkið á Skeiðunum fljótt handa um fjársöfnun og hafa þegar af- hent gjaldkera sjóðsins kr. 15 þúsund. Þá hefur eirihleyp kona afhent kr. 5000,00 tll eft- ingar sjóðnum. Margir hafa fleiri brugðið drengilega við. Fram komin loforð duga enn ekki. Hefur því félagið leitað bréflega til allra hreppsnefnda sýslunnar um stuðning. — Má segja að nú vanti aðeins herzlu mun þar sem ekki vantar nú nema 65 þús. kr Efalust má vænta þess skilnings hrepps- nefndanna, að málið komist heilt í höfn. Og í Því trausti hafa þegar verið gerðar ráð- stafanir til þess að fá þcssi um- ræddu nauðsynja tæki. Áreiðan lega verður það mikið fagnað- arefni lækni og starfsfólki sjúkrahússins á Selfossi, svo og alls almennings í sýslunni, svo að af leggist ferðir til höfuð- staðarins með sjúklir.ga til mynadtöku sem vissulega hafa reynst mörgum sjúklingnum full erfiðar. Við komu fullkominna röntg entækja að þessu litla en vist- lega sjúkrahúsi hér austan fjalls, eykst til stórra muna öryggi sjúklinga á Suðurlandi. Núverandi stjórn Iðnaðar- mannafélagsin3 á Selfossi skipa: Form.: Daníel Þorsteinsson, klæðskeri. Ritari: Guðmundur Framh. á 14. siðu Tveggja herbergja íbúð oskast. Óskum eftir að taka á leigu tveggja her- bergja íbúð með húsgögnum, fyrir útiend inga um tveggja mánaða skeið. , Flugfélag íslands h.f. > s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s $ s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s ÞEITA ER SVEFNSIÓLUNN sem Jbér hafið bebib eftir Grindin teak Ljós innlögn í armi Bölstraður með hinu nýja undraefni LISTADUN, sem er algjör nýjung hér á landi. — Það gerir söfann óvenju léttan í meðförum. Verð kr. 4720.00. 1 Veitið athygli þessum armi. Verkið lofar meistarann Húsgagnaverzlun Austurbæjar h.f. Skólavörðustíg 16 — Sími 24620 Alþýðublaðið — 16. maí 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.