Alþýðublaðið - 18.10.1961, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.10.1961, Blaðsíða 4
f OPINBERU riti Breta tim lofthernaðinn í síðustu lieimsstyrjöld er því haldið íram, að um 55 þúsund brezk *r flugmenn hafi fórnað líf- Inu vegna hernaðarlegra mis taka. Því er einnig haldið fram, að sprengjuárásirnar á §ivzka bæi hafi ekki megnað að forjóta vilja þýzku þjóðarinn- ar á bak aftur, og að áhrif Jþeirra á stríðsiðnað Þjóð- verja hafi verið óvenju lítil. líit þetta mun líklega vekja imiklar deilur, en þær hófust jreyndar áður en ritið kom út. Hinir harðorðustu spyrja Sivort ástæðan. fyrir drápi á 180.000 þýzkum borgurum hafi eingöngu verið tilgangs- • laus hefnd og hvort 50 þús. brezkir flugmenn hafi fórnað Hfinu til einskis. Árásir brezka flughersins (RAF) hafi verið sóun á vélum, sprengj- -um og manr.afli. Þá mun J>etta efla aðila þá í Þýzka- landi, sem halda því fram, að Nazista-Þýzkaland hafi aðeins beðið hernaðarlegan ósigur, en ekki siðferðislegan •ósigur. Þeir sem haldið hafa því fram síðastliðna tvo ára- tugi, að Englendingar hafi gert of mikið úr -eigin verð- -ieikum og eigin sigrum fái xiú byr ur.dir báða vængi. „HÖRMULEG AF- GLÖP.“ Formaður brezka Alþýðu- •flokksins, Richard Cross- ■man, segir m. a. í „Sunday Telegraph,“ að með útkomu bókarinnar sé goðsögnin, sem þúsundir hráustra flugliða létu lífið fyrir, að engu orðin. IHann segir einnig: „Sprengjuárásir Breta á Þýzkaland voru í fyrstu hefnd fyrir loftárásir Þjóð- -verja á London, sigra átti Þjóðverja á heimavígstöðvun tim. Á öðru stigi stórkostleg „sýning“ til að ganga í augun á Rússum, og á lokastiginu — en þar með einnig á fyrstu stigurum tveim — hörmuleg a%!öp, sem .aðeins var hægt að nefna sigur í áróðursvél Breta.“ NIÐURSTÖÐURNAR. , Bomber Command" Breta hóf sprengjuárás- irnar á þýzka bæi, þar eð ekki var hægt að hæfa minni skotmörk. Bygging brezka flughers- ins gerði það að verkum, að ekki var hægt að heyja algera loftstyrjöld gegn Þjóð verjum, eins og reyndar hef- ur verið vitað áður. Lama átti heimavígstöðv- ar Þjóðverja e,n stað- reyndirnar sýndu, að viljaþrek þýzku þjóðarinnar beið erga hnekki, og áhrifin á stríðsframleiðsluna voru svo lítil, að eftirtektarvert má heita. •fc Lúbeck, var t. d. sagt, að lögð hefð; verið i eyði, en framleiðslan þar var ná- lega jafnmikil að viku liðinni. 50 þús. fórust á fáum tímum í Hamborg, borgin brann til kaldra kola, en það var að- eins á fyrsta mánuðinum að framleiðslan var helmingi minni en áður. ■jf Hinar frægu loftárásir á Möhne og Eider-stíflu- garðana voru áhrifamikl- ar, en báru ekki þann árang- ur, sem ætlazt var til. jt Manr.fall Breta var geysi mikið: 50 þúsund týndu lífi eða jafnmargir og þeir, sem féllu í loftárásum Þjóðverja á England í stríð- inu öllu. Upplýsingaþjónusta Breta og veðurfræðinigar þeirra létu skipuleggjendunum í té óhóflega bjartsýnar upplýs ingar um lítið siðferðisþrek Þjóðverja og veðrið í Þýzka landi. N'-ðurstöðurnar eru fleiri en þessar sjö. Til dæmis er skýrt frá því, að þegar RAF gerði árásir á Ruhr 1941 hafi verið miðað svo illa, að að- eins um 7 af 100 sprengju- flugvélum hafi hæft nær skotmarkinu en 75 mílur. Að sögn foringjanna í RAF áltu loftárásirnar á Berlín 1943— 1944 að brjóta v:ðnámsþrek Þjóðverja á bak aftur, en að sögn sagnfræðing.anna lauk þessu með ósigri Breta og missi rúmlega þúsund sprengj uf lugvéla. Sagnfræðingarnir ræða og hinar miklu og umdeildu loft árásir Breta á Ðresden árið 1945, þar sem um 55.000— 100.000 létu lífið. Bókin seg- ir Churchill samábyrgan í þeirrj ákvörðun að gerðar voru árásir á Dresden og að árásin hafi ekki verið gerð samkvæml áskorun Rússa, eins og ýmsir hafa haldið fram. Af ótta við fordæmingar erkibiskupsins af Kantara- borg og annarra trúarleið- toga fékk brezka þjóðin ekki að vita um sprengjuárásirr.- ar, en slíkt hefði lamað sið- ferðislegt þrek flugmann- anna, segja bókarhöfundar. Höfundarnir segja, að þeir dragi þá ályktun af skjala- heimildum, að miklu meiri og betri árar.gur hefði náðst ef RAF hefði einbeitt sér að sókn gegn olíuiðnaði Þjóð- verja árið 1944. En margir, og þar á meðal foringjar RAF trúðu því allt af, að koma mætti Nazista- Þýzkalandi á kné með árás- um á bæi — og þar með ó- breytta borgara. Margir héldu fast við þessa skoðun, þótt Churchill forsætisráð- herra, sem fyrst var á þess- ar; skoðun, en efaðist síðar um nytsemi hennar. Samt sýndu staðreyndirnar, að þýzka þjóðin fylltist ekki ofsahræðslu, og að stríðs framleiðslan beið ekki ör- lagaþrungið tjón. GAGNRÝNI SVARAÐ Yfirmaður „Bomber Com- mand“ flughersins brezka á stríðsárunum, Sir Arthur Harris, hefur svarar gagn- rýni manna á þessa leið: — „Með sprengjuárásum einum hefðum við getað sigrað Þjóð verja, ef við hefðum aðeins framleitt fleiri sprengjuflug vélar. Ef kjarnorkusprengj- unni hefði verið varpað á Þýzkaland en ekki Hiroshima væri enginn efi .að hve miklu leyti sprengjuárásirnar heppnuðusl vel.“ Harris flugmarskálkur seg- ir. að hann iðrist ein,skis og að hann mundi beíta sömu hernaðaraðferðum við svip- aðar kringumstæður nú. Annar marskálkur úr RAF S’.r John Slesser, vísar á hina miklu loftárás á Hamborg 1943 og brunann sem varð, en í honum fórust 50 þúsund manns, og segir; „Ef við hefð um getað gert þetta á átta eða r.íu sinnum fleiri stöðum, væri mjög sennilegt, að því hefði lyktað með uppgjöf Þjóðverja.“ Marskálkarnir segja, að rithöfundarnir haf; myndað sér vissar skoðanir fyrirfram og að þeir séu ekki hæfir til verksins. Bókin, sem hef- ur verið í um 10 ár í smíðum, heilir „Strategic Air Offen- sive Agair.st Germany," og er höfundur þeirra hinn ný- látni Sir Charles Webster og forstjóri Imperial War Muse- um í London, Noble Frank- land. OÖO mannsiífum |férnað í tilgangsleysi ? J wwwttwwwwvwwmvwwwvwww 18, okt. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.