Alþýðublaðið - 18.10.1961, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 18.10.1961, Blaðsíða 13
BLAÐAMAÐURINN Hans Björkegren er um þessar mundir á ferð um Sovétríkin sem fréttarit- ari a. m. k. tveggja jafnað armannablaða á Norður- löndum, Arbeiderbladet í Osló og Áktuelt í Kaup- mannaböfn. Hér fylgir grein, sem hann skrifaði í Aktuelt um síðustu helgi um 22. flokksþing komm- únistaflokks Sovétríkj- anna, er hófst í Kreml í gær. FLOKKSÞING rússnesku kommúnistanna hafa alltaf verið umkringd mikilli dramatik. — Hift 22. þeirra,. sem nú fer að hefj- ast í Kreml, er í rauninni hið 24. Hið fyrsta var haldið í‘ Minsk 1898, 19 árum fyrir byltinguna. ,,FIokksdagarnir“ fyrir byltinguna voru haldnir utan Rússlands, m. a. þrisvar í London og fjórum sinnum í Finnlandi. Stokkhólmsþingið, 10.-25. apríl 1906, er eitt hinna veiga mestu. Fyrsta uppreisnin í Rússlandi hafði nýlega mis- tekizt og innan sósíal-demó- krataflokksins voru ofsalegar deilur milli hægri og vinstri armsins. Ymsir af rússnesku byltingarmönnunum, sem komu samán á sænskri grund í það skipti, áttu eftir að verð'a mjög frægir, tveir af þeim meira en aðrir: Lenin og Stalin. Á þessum aragrúa skeggjaðra andlita, sem Stokkhólmsblöðin áttu erfitt mcð að meta, voru menn, eins og Voroshilov, (sem í fyrra lét af forsetaembætti); Dzerzhin- ski, (sem 11 árum síðar stofn aði leynilögregluna), Kalinin og Lunacharski, Eitt af stórmálum þessa þings var, hvað gera skyldi við jarðirnar. Lenin og bolsé- víkarnir (meirihlutinn) vildu gcra þær upptækar. Á móti þeim stóðu mensévíkarnir (minnihlutinn), sem taldi, að yfirvöldin á liverjum stað skyldu skipta upp jörðunum. Nú, á Krústjovs-tímabilinu, benda sovézkir sagnfræðingar á, að Stalin hafi verið einn af þeim, sem vildu skipta nið ur jörðunum og fá þær í hend ur fátækum bændum sem einkaeign. Lenin gagnrýndi hann. í seinni tíma áögu flokksins segir, að hugmjmdir Stalins hafi verið „rangar, en ekki skaðlegar.“ Hvílík feikilég þróun, ekki sízt sálræn, hcfur ekki orðið milli þessara deilna útlaganna og 22. flokksþingsins, sem á að samþykkja hina nýju stefnuskrá flokksins, er með heimsins feitasta letri kallar upp : „Kynslóð vor skal upp- lifa kommúnismann.“ Rúss- land hefur breytzt x að verða uppáþrengjandi raunveru leiki, Sovétríkin, leiðtogi hugsjónakerfis, sem ríkir yfir þriðja hluta mannkynsiixs og liefur eldflaugar og atómvopn að styðjast við. Svi stefnuskrá, sem nú skal leggja niður, var þving- uð frarn af Lenin 1919. Hinn sálræni litur hennar ákvarð- aðist p.f stríðskommúnisman- um, af hinni efnahagslegu eyrnd eftir byltinguna, af her kví útlendinga. Nafn Stalins stóð aldrei á neinni stefnuskrá, en hann hafði stórmiklar fyrirætlanir á prjónunum. Á 19. þinginu var formlega ákveðið að semja hina nýju stefnuskrá. En strax á eftir skalf Rúss- land og allur hinn kommún- istíski heimur við dauða Stal- ins. Hinir nýju leiðtogar höfðu nóg að gera við aðkallandi vandamál. Sigurinn varð Krústjovs og tíminn var 20. flokksþing ið, sem fékk allan heiminn til að standa á öndinni vegna hinnar dramatísku þróunar. Þar var það, sem hinn nýi flokksleiðtogi Krústjov, af- hjúpaði á leynifundi undir- ferli og grimmd Stalins og fordæmdi persónudýrkunina. í skugga þessara skugga- legu uppljóstrana var ákveð- ið, að undirbúa nýja stefnu- skrá og breyta flokkslögun- um. Á þeim tíma, sem liðinn er frá 20. flokksþinginu og þar til tillagan að stefnu- skránni var birt sl. sumar, hef ur geysilegur fólksfjöldi, þar á meðal sagnfræðingar, kreddumeistarar og hag- skýrslumenn, undirbúið hinn firnmikla texta yfirlýsingar- innar, sem er um 25.000 orð. Það þarf tæpast að minna á hin geysilegu loforð, sem stefnuyfirlýsingin gefur: ó- keypis húsnxeði, ókeypis fólks flutninga innan borga, sjúkra hjálp, menntun og máltíðir á vinnustað, minnkandi mun borga og sveita osfrv., osfrv. — Ýmis þessi atriði eru sjálfsögð þegar á sænskum al- þýðuheimilum, en í Sovétríkj unum eru þessi sönui atriði lokatakmark, „algjör komm- únismi.“ Síðan tillagan að stefnu- skránnj var birt Iiafa verið haldnir flokksfundir um öll Sovétríkin, þar sem menn liafa einróma samþykkt bæði stefnuskrána og breytinguna á flokkslögunum. Umræðan um tillöguna á flokksþinginu verður því aðeins formleg.; Hin ýmsu sovét-lýðveldi hafa þegar samþykkt stefnu- skrána „einróma“ á þingmn sínum, og ekki er þess að vænta, að á sambandsþingið verði sendir fulltrúar með aðrar skoðanir. Allt um það hefur komið fram oninber og veruleg gagn rýni bæði á stefnuskrána og flokksfélögin. Gagnrýnin hef- ur aðallega komið fram í liinu „teóretíska“ málgagni flokksins, „Kommunist.“ í greinum þar er allt kosn- ingakerfi Sovétríkjanna gagn rýnt mjög oft. Með nokkru dá læti ræða menn í „Komm- unist“ einnig um réttarör- yggið. Prófessor og aukameð- limur sovézku vísindaakade- míunnar gagnrýnir m. a. þetta atriði í hinni nýju stefnuskrá sem ófullnægj- andi; „Breytingin yfir í kom- múnisma þýðir alþliða þróun einstaklingsfrclsis og réttlæt- is sovétborgara.“ Eftir textanum í heild sinni að dæma, skrifar Stro- govich, prófessor, „sést, að einkum er um að ræð'a trygg- ingar fyrir efnislegum rétti og frelsi borgaranna. . . Mér virðist einnig mikílvægt að leggja áherzlu á réttaröryggi einstaklingsins. . . “ Prófessorinn stingur upp á eftirfarandi viðbót: „Flokkur Svona áróðursspjöld hafa ver'ð límd upp um gervallt Rússland. Þau sýna óskadrauma: hin nýgjftu geta strax flutzt í e'gin íbúð! inn gerir það að marki sínu að vernda á allan hátt rétt- indi og löglega hagsmuni sov- étborgara á öllum sviðum hins opinbera og þjóðfélags- lega lífs, að tryggja mögu- leika borgaranna á frjálsri framkvæmd réttinda sinna, að hindra hvers kyns afskipti af þessum réttindum, hvaðan sem slík afskipti koma.“ í þessu sambandi má vitna í ritstjóra „Pravda“ í Kalin- in, sem telur, að eftirfarandi atriði um lagahliðina skuli vera í stefnuskránni; „Flokk urinn setur sér það verkefni, að hækka vald dómstólanna. Dómarar og ákærendur skulu aðeins láta stjórnast af lögun, um og vera óháðir stofnunum á hverjum stað x embættis- færslu sinni.“ Slík gagnrýni hefur sem sagt komið fram í hinu mikla áróðursflóði í sambandi við 22. flokksþingið. Hún er feiki lega fróðlég sem fyrirbæri í Sovétríkjum dagsins í dag, en hún mun tæpast hafa áhrif á atburði á flokksþinginu, þar seifi stefnuskráin og flokks- lögin verða samþykkt án eig- inlegra breytinga. Ákvörðun flokksþingsins verður hin formlega staðfesting á stærsta sigri Krústjová í innanríkis- málum: skjal, sem sovézk póli tík mun byggjast á í mörg ái% jafnvel tugi ára. Stjórn Stúdenta- félags háskólans NÝLEGA var kosið í stjórn Stúdentafélags háskól. ans. Kosn.’r voru: Stud. jur Knútur Bruun, formaður, stud. jur. Friðjón. Guðröðarson, gjaldkeri, stud. jur. Gunnar Sólnes. ritari, Meðstjórnendur eru: stud. jur. Sigmundur Böðvarsson, stud. theol Sigfús Á. Jónsson. V' Alþýðublaðið — 18. okt. 1961 J3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.