Alþýðublaðið - 15.11.1961, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.11.1961, Blaðsíða 5
Á DANSLEIK í Þórs kaffi í fyrrakvöld uröu nokkur slagsmál, sem m. a. leiddu til þess að eftirlitsmað- urinn á staðnum Torfi Jóns- son og yfirþjónninn Leifur Er- lendsson hlutu nokkur meiðsli. Tveir ungir nienn utan af landi ásamt kvenmanni nokkr- um hófu þessi slagsmál, og voru þeir félagar settir í stein- inn og rannsókn í mólinu hófst í gær. Aðdragandinn að máli þessu er sá, að piltarnir komu í Þórs- kaffi og tók Torfi brennivíns flösku af öðrum þeirra, sem hann átti síðan að fá að dans- leiknum loknum. Haí'ði maður- inn í nokkrum hótunum við Torfa, og skömmu seinna er hann gekk í gegnum danssal inn ásamt eftirlitsmanni frá lögreglunni gekk brennivíns- flöskueigandinn að honum, og greiddi honum nokkur högg. Torfi féll við, og þegar hann var að jafna sig, var honum greitt annað högg. Er yfir- þjónninn í Þórskaffi kom til að skakka leikinn réðst kunn- ingi flöskueigandans á hann og lumbraði á honum. Þarna urðu töluverð átök, og kom þá vin- kona þeirra félaga þeim til lið- sinnis. Hafði hún á lofti skó sinn, og ætlaði hún að slá með hæl hans í höfuð Torfa. Hafði hún áður sparkað í síðuna á honum. Árásarmennirnir voru þó fljótlega yfirbugaðir, og tók lögreglan þá, og flutti í stein- inn þar sem þeir sátu fram að hádegi í gær, en þá var mál þeirra tekið til rannsóknar. Árásarmennirnir eru báðir utan af landi, en eru hér í Reykjavík'í skóla. BJARNl RÁÐ HAFT VIÐ IÐNAÐINN HWWWWWWWWWWWWM Falleg forsíða ÞRJÁR af þessum fyrir sögnum birtust á forsíðu Tímans í gær. Sú fjórða var Ifalin inní í blaðinu. Geturðu ;gizkað á hvaða frétt það !var? Ilárrétt! Það var sú, sem sagðí frá fyrirhugaðri tollalækkun. ALMENNUR fundur var hald inn í Félagi íslenzkra iðnrek- enda 11. nóv. og var hann mjög fjölsóttur. Formaður FÍI, Sveinn B. Valfells. setti fundinn, en gest r á fundinum voru Jóhann Hafsteinn, iðnaðarmáiaráðherra og Þorvarður Jón Júlíusson, framkvæmdastjóri Verzlunar- ráðs íslands. Iðnaðarmálaráðherra ræddi ým!s vandamál iðnað'arins, sér- staklega lánsfjármál og skatta- mál. Ræddi ráðherrann um nefnd þá, sem starfað hefur að BJARNI Benediktsson, forsætisráðherra, kom heim í gær með vél frá Flugfélagi íslands. Hann hefur undanfarna daga setið fund forsætisráð- herra Norðurlanda í Hangö í Finnlandi. Á flugvellinum tók fjölskylda ráðherrans á móti honum. Alþýðublaðs mynd, Gísli Gestsson. wwwwwwwwwww athugun á lánamálum iðnaðar- ins, og sagði að hún mund; brað lega ljúka störfum. Endurskoða þyrfti endurkaupakerfið og efla bær; Iðnlánasjóð. Samráð yrði haft við iðnaðinn áður en end- anlega yrð; gengið frá fram- kvæmdaáætlun ríksstjórnarinn- ar. Ráðherrann kvað núgildandi Framhald á 14 síðu. i árekstri ofsahraða HARÐUR árekstur varð í fyrri nótt skammt frá Verzluninni Ás við Laugaveg. Þar ók Volks wagen-bifreið u<an í aðra fólks bifreið, skeinmdi hana nokkuð og ók síðan í burtu á ofsa- hraða. í gær hafði ekki tekizt að hafa upp á þeim, sem árekstr *num olli, og eru það vinsam- leg tilmæli rannsóknarlögregl- unnar tij allra, er geta gefið einhverjar upplýsingar, að snúa sér fil embættisins. Það var um klukkan 12.03 í fyrrinótt, að fólksbifreið átti leið inn Laugarveginn, og er hún var komin á móls við Aö, sá bilstjórinn að á móti honum kom Volkswagen-bifreið á oí'sa hraða. Skipti það engum togum að henni var ekið utan í fóiks - bifreiðina. Lenti hún á hægra aurbrettii hennar, lagði það saman ogj reif síðan aftur-stuðarann af» Kastið var'svo mikið á Volks- wagninum, að hann lenti einn-* ig utan í vinstra aurbretti bif - reiðarinnar og skemmdi það nokkuð Volkswagninn hægði ekkert ferðina við áreksturinn, og hélt áfram niður Laugavejj inn með sama ofsahraðanum. enimdir á uin af vðld- um rignmga IIIÐ MIKLA rigningarveður, sem dundi á Suðvesturlandi og Vesturlandi í fyrradag og fyrr - nótt, olli miklu tjóni á vega-! kerfinu. Skr'ður féllu á vegi, og vatnselgurinn sópaði burtu ofaníburðinum. Mest rignd; á Vesturlandi og í Kvígindisdal í Patreksf'rði, mældist úrkoman 101 mm. eftir sólarhringinn. Á vestanverðu Snæfellsnesi urðu vegaskemmdir hvað mest- ar. Vegurmn yfir Fróðárhciði sópaðist í burtu á 10 metra kafla skammt fyrir norðan Eg- ! ilsskarð og varð vegurinn ger- 1 | samlega ófær, Elnnig rann mik ið úr honum norðar á heiðinn! í Staðasve.t og Breiðuvík urðu einnig töluverð vegaspiöll. Skriður féllu á Rauðasands™ veg og lokuðu honum. Við bæ- hia Kirkjuhvamm, Stakkar og Gröf, féllu skriour og ollu nokkp um skemmdum. Við Patreks- fjörð urðu skriðuföll og ein>j v ð ísafjörð, en þar féll skriða á veginn, en her.ni var fljótlega rutt i burtu. Óshlíðarvegur tíarð fyrir nokkrum skemmdumj en hann var lagfærður í skyndji. Alþýðutalað ð rreddi aðeina við vegamálastjora í gær, ' og Framhald á 14. síðu. — 15. nóv. 1961 * Alþýðublaði'ð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.