Alþýðublaðið - 15.11.1961, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 15.11.1961, Blaðsíða 13
Haraldur Ólafsson: SVO KVEÐA SVÍAR í NORÐURHLUTA Svíþjóð- ar er vetur genginn í garð og Lappar hafa rekið hrein- dýr sín til byggða. Það snjó ar djúpt á hinuni víðlendu mörkum Norrbotten, en hér suðurfrá komu fyrstu næt- urfrost á Allra heilagra messu.. Októbermánuður var hinn hlýjasti, sem mælzt hefur síðan reglubundnar veðurathuganir hófust og sólríkur með eindæmum. Töldu Svíar það vera upp- bót á hinu rigningarsama og hráslagalega sumri, sem þeir bjuggu við. Veðrið er hér í landi eins og í öðrum norðlægum lönd um vinsælt og merkilegt umræðuefni; en önnur mál en óvenjulegt sólskin um veturnætur, liafa þó vakið meiri athygli á þessu við burðaríka hausti. Dauði Hammarskjölds, Markaðs- bandalag, helsprengjur Krústjovs, ný skattalöggjöf og orðsending Sovétstjórn- arinnar til Finna hafa verið helztu umræðuefnin. Erfiðasta og mikilvægasta mál er nú liggur fyrir til af- greiðslu af sænskum stjórn málamönnum er afstaðan til Evrópumarkaðsins. Eru allir flokkar sammála um að það verði að leysa skjótt og þannig, að Svíar haldi hlut- leysi sínu. En lengra nær samstaðan ekki. Jafnaðarmenn, með alþýðusamtökin á bak við sig, telja það stríða gegn hlutleysi Svía og vilja þeirra til þess að standa utan allra bandalaga, að gerast full- gildir meðlimir Markaðs- bandalagsins, með öllum þeim skyldum er því fylgja á hinu pólitíska sviði. Cen- terpartiet styður stjórnina að þessu leyti. Hægri menn og Folkcparti Bertil Ohlins halda aftur á mótj fram, að full aðild geti samrýmzt hlutleysisstefnunni, — að vísu með nokkrum tilslök- unum um sérstöðu, og benda á, að ajlar þjóðir er gerzt hafi aðilar að Markaðs- bandalaginu njóti ýmiskon- ar sérréttinda og séu undan þengnir mörgum hinna al- mennu ákvæða Rómarsátt- málans. Erlander, forsætisráð- herra, lagði mikla áherzlu á það við nýlegar umræður um þessi mál, að Svíar yrðu á einhvern hátt að tengjast Markaðsbandalaginu og hef ur stjómin nú lagt fram beiðni um „associeringu“ við Evrópuríkin. Þessi „að- ild“ er hugsuð mjög lausleg, og reynt verður að fá tryggt, að Svíar dragist ekki inn í pólitík Markaðsbandalags- ríkjanna. Umræðurnar hafa leitt í ljós, hve sænskir stjórn- málaflokkar eru sammála um flest höfuðatriði, en geta deilt harkalega um ýmis framkvæmdaatriði. Nýlega var lagt fram á þingi frumvarp um tvö pró- cent hækkun á söluskatti, 5 aura hækkun á benzíni, — en bornar hafa verið til baka allar flugufregnir um vænt- anlega stórhækkun á víni og tóbaki. Til að mæta þessum nýju hækkunum lækkar tekjuskattur um einn mill- jarð sænskra króna, barns- meðlög hækka, sem og elli lífeyrir. Ýmsar lagfæringar vcrða gerðar á tryggingum og sjúkraaðstoð, Stjórnar- andstaðan hefur lítið haft við þessar ráðstafanir að at- huga og lætur nægja að saka Erlander um „bílahatur.“ Þá er búizt við, að næstu daga verði lagt fram frum- varp um undirbúning að því að tekin verði upp hægri stefna við akstur í Svíþjóð. Er nú lokið undirbúnings- rannsókn á kostnaði við breytinguna og er talið að hann verði um 340 milljón sænskar krónur. Á að vera liægt að Ijúka verkinu 1905. Mitt í hinar háalvarlegu deilur um söluskatt og Mark aðsbandalag, og beint í kjöl far hrikalegra sprengjutil- rauna við bæjardyr Norður landabiia, sem orðsending Krústjovs til Finna. Orð- sendingin virðist hafa haft mciri áhrif á öðrum Norður- löndum en Finnlandi, og ekki hvað sízt gramdist Sví- um aðdróttanir hins hnött- ótta og glaðbeitta eftir- manns skóarasonarins í Kreml um andvaraleysi og samábyrgð að stríðsundir- búningi V—Þjóðverja. Þeir sáu allt í einu hverjum augum Sovétstjórnin lítur hlutleysi þeirra og vilja til að standa utan allra hern- aðar og stjórnmálabanda- bandalaga. Vopnasala Svía til V—Þýzkalands hefur stórminnkað undanfarin ár og er hverfandi lítil á yfir- standandi ári, Og Svíar spyrja : Er yfirleitt mögu- legt að vera eins hlutlaus og Krústjov vill? Ræða Kekkonens Finn- landsforseta til þjóðarinnar á sunnudagskvöld hefur einnig farið í taugarnar á Svíum. Hann hélt ræðuna í útvarp og sjónvarp og verði mestum tíma sínum í áróður og árásir á pólitíska andstæðinga í Finnlandi. Er þetta skiljanlegt, ef haft er í huga að forsetakosningar eiga að fara fram í landinu cftir áramótin og því eðli- legt að forsetinn notaði þetta einstæða tækifæri til þess að leggja áherzlu á, að hann hefði stýrt Finnlandi glæsilega gegnum brotsjói hlutleysisins og nyti nú virðingar bæði í austri og í vestri. Þá minntist hann lítillega á orðsendingu Rússa og kvað hana á eng- an hátt uggvekjandi, held- ur aðeins vitni um hið hættulega ástand í heimin- um í dag. Vísaði Kekkonen algerlega á bug tilboðum stjórnarandstöðunnar um einingu og sátt vegna í- skyggilegs ástand og talaði háðulegfi um „póljliiískai dilettanta, sem alltaf hefðu gefizt upp við að fara með utanríkismál Finnlands.“ Ræða Finnlandsforseta var kannski fyrst og fremst kosningaræða, en hún gerði ekkert til að eyða óró Svía vegna ásakana Rússa, enda þótt hún ef til vill friðaði Finna. Þá spyrja öll sænsku hlöðin: Getur það samrýmzt hlutleysi Finna, að forseti þeirra gagnrýni endurher- væðingu V—Þýzkalands, jafnvel þótt hann telji sam tímis, að NATO sé stofnað í varnarskyni? Allt þetta hefur valdið Svíum óróleika og kvíða, enda telja þeir aðdróttanir Sovétstjórnarinnar um, að V—Þjóðverjar hyggist efna til ófriðar við Eystrasalt úr lausu lofti gripnar, og ótt- ast að tilgangur Krústjovs sé að lierða taugasíríðið gegn Norðurlöndum. Hitt er annað mál, að hér loka menn ekki augunum fyrir uppgangi hins óliuggulega ný-nazisma í V—Þýzka landi, — og með gamlan nazista í stóli utanríkisráð- herra, er ólíklegt að Bonn stjórnin vinnj marga nýja vini á Norðurlöndum H. Ó. BINGÓ í LIDÓ ANNAÐ KVÖLD Margir glæsilegir vinningar rð í sima 19570 FUJ í Reykjavík Norrænn við- skiptafundur YFIRMENN viðskiptadeilda utanríkisráðuneytanna í Dan- mörku, Finnlandi, Noregi og í Svíþjóð, ásamt ráðuneytisstjóra íslenzka viðskiptamálaráðu- neyt'sins, átlu með sér fund í Oslo dagana 9.—10 nóv. Eins og á fyrri fundum voru rædd ýms viðskiptaleg mál- efni, sem þýðingu hafa fyrir Norðurlönd. Sérstaklega voru rædd vandamál, sem snerta markaðsbandalögin í Evrópu. og-afstöðu Norðurlandanna til þeirra. Ennfremur var skipzfc á skoðunum í sambandi við væntanlega ráðherrafundi í alþjóðlegum . samvinnustofn- unum um efnahagsmál og rædd sameiginleg hagsmuna- mál á sviði samgangna á sjó. Næsti fundur sama eðlis verður haldinn í Slokkhólmi um miðjan febrúar næstk. (Utanríkisráðuneytið). húseigendur húsbyggjendur sparið tima og erfjði í leit að heppilegum byggingarefnum upplýsingar og sýnishorn frá helztu fyrirtækjum landsms opið alla virka daga kl. 1— 6 . laugardaga ' kl. 10—12 miðvikudagskvöld kl. 8—10 oyggingaþjónusta a.í. laugavegi 18a s: 24344 Alþýðublað/ð — 15. nóv. 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.