Breiðablik - 01.11.1911, Síða 9

Breiðablik - 01.11.1911, Síða 9
BREIÐABLIK 89 um, sem leigö eru alls konar fjársýslu- mönnum fyrir skrifstofur. Ógnar þeim eigi þó hátt verði að fara. Eftir því sem ofar kemur í slíku stórhýsi eru menn lausari við ryk og skarkala. Þeir sem efst- ir eru, komnir upp til skýja, upp í kyrð- ina og víðsýnið, sem öllum þykir svo dýrmætt. Lífsábyrgðarfélögin eru farin að reisa slík stórhýsi í meiriháttar borg- um. Metropalitan lífsábyrgðarfélagið á eina þá allra hæstu. Hún er rétt að segja 700 feta há (693) og var fullgerð árið 1909. Svo margt er orðið þessarra stórhýsa að þau setja alveg sérstakan blæ á stór- borgir Ameríku, eins og New-York og Chicago. Er misjafnlega um þær dæmt, eins og gengur, og eru margir sem fárast mjög um. En í raun réttri er ástæða miklu meiri til að dást að því hyggjuviti, þeirri þekkingu og byggingarlisl, sem þarf til að koma þessum húsajötnum upp, og gera þá að tryggum bústöðum, en að fárast yfir. í stórborgunum verður hver lófastór blettur á fjölförnustu strætunum svo afar dýr, að menn þykjast tilneyddir að príla svona hátt til skýja. Enda reyn- ast þessar skýjaborgir þeim einkar-hent- ugir bústaðir, sem þær eru ætlaðar, og engu hættumeiri en aðrir, nema síður sé. Tíu þnsundir manns var mér sagt að heima ætti í einu slíku stórhýsi eða jafn- vel fleiri. Það þykir alimyndarlegur bær víðast hvar, er taldar eru tíu þúsundir, en í stórborgunum víla menn ekki fytir sér að stinga einu slíku bæjar kríli inn í einn kofa. Á Wall-stræti stóð eitt sinn Bandalags- höllin (Federation Hall), þar sem George Washington var var settur inn í embætt- ið sem fyrsti forseti Bandaríkjanna. Sá sögulegi minnisvarði hefir orðið að víkja fyrireinnideild af fjárhirzlu Bandaríkja,sem nú er eitt af tilkomumestu mannvirkium borgarinnar. Tollhúsið sem reist var á árunum 1902—1907, er annað. Það er reist í frakkneskum r e n e s a n s-stíl, þar sem Amsterdam-vígið gamla stóð. Einn af mörgum listigörðum bæjarins er City-Hall Park. Þar er pósthúsið og ráðhúsið fræga reist í ítölskum renesans- stíl, og eitt af allra fegurstu stórhýsum borgarinnar. Þar er dómhöllin og skjala- safnið og þar er borgarstjórnar-höllin, með ljósblysi efst, 559 feta h- u, aðalhús- ið með 23 loftum, og liggur heilt stræti gegn um það og boghvelfing yfir. Dálítið norð-austur frá Broadway eru Grafirnar (The Tombs). Það er dýflisa borgar- innar, sem svo er nefnd. Er hún tengd glæpamanna dómhúsinu með brú afar hárri, sem nefnist Andvarpabrúin. ÁFifth Avenue, þar sem miljóna- mæringarnir flestir búa, vakti bókasafnið nýja mest athygli mítt. Það verður full- gert nú í ár og er hin mesta borgarprýði. Eii nú er eg farinn að villast. Það er hægt að fara villur vegar í ferðasögu eigi síður en í stórborg. Mikil væri sú villa, að ætla sér að fara lýsa annarri eins stór- borg og New York er, borg með fimm miljónum manns, annarri stærstu borg heimsins, í fáeinum pennadráttum. Það væri auk heldur óðs manns æði að ætla sér að lýsa hundraðasta hluta af því, sem fyrir augað bar þenna eina dag, sem eg ók þar í kring, og veitti svo mikið við nám í huga tnínum, að eg geti rifjað þuð upp aftur. Eg ók til dæmis gegn um helztu listigarða borgarinnar og sá þar svo mikið af fegurð og skrauti, svo mik- ið safn þekkingar og fróðleks, að lengi myndi endast, ef upp skyldi telja. Eg var orðinn steinþreyttur af að horfa og hugsa og setja á mig, þegar eg kom úr þessum leiðangri inn á gistihúsið þar sem eg tók næturgistingu. Það var kom- ið undir kveld. Snemma næsta dag átti eg að vera kominn á skipsfjöl. Þess vegna bezt að koma öllu í lag og hvíla sig vel.

x

Breiðablik

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.