Frækorn - 15.08.1902, Qupperneq 5

Frækorn - 15.08.1902, Qupperneq 5
F R Æ K O R N. orðnir svo einhuga um niðurstöðu þá, er »kritíkin« hafi komist að viðvíkjandi gamla testamentinu, og að allt sé nú orðið svo ljóst í þeim efnum, og falli eins og í löð. Allar háskóladeildirnar við lútersku háskólana hafi þegar í öllu viðurkennt þá niðurstöðu. En þetta ery aðeins staðhæfingar. »Kritíkin« er að eins áð litlu leyti komin að fastri niðurstöðu. Skoðanir þeirra manna eru mjög skiftar. Mest af því^ sem komið hefur verið fram með í þeim efnum, eru getgátur, sem ýmist aldrei vérða sannaðar eða að minnsta kosti hingað til eru mjög illa sannaðar. Og að því er háskólana snertir, þá veit eg ekki til, að sé komin ákveðin yfirlýsing um »kritíkina» frá r. einum þeirra. Annað mál er það, að fleiri eða færri áhangendur þeirra skoð- ana kunna að vera til meðal kennara í öllum skólum. En naumast mun unnt að að benda á þrjá slíka menn, sem sé sammála jafnvel um aðal-atriði. Dillmann er með sínar getgátur, Wellhausen með sínar, König með sínar, Kayser, Reuss, Cornill, Robinson, Smith með sínar, o. s. frv. Fáein dæmi að eins vil eg nefna. Wellhausen og Giesebrecht ætla, að að því nær allir Davíðs sálmar sé til orðn- ir á þeim tíma, er útlegð Gyðinga í Ba- býlon stóð yfir, eða eftir það. Hitzig og Olshausen telja mikinn hluta þeirra orktan á Makkabea-tíðinni. Bythgen tel- ur að eins fjóra sálma frá þeirri tíð. Robinson Smith kannast við, að sumt í sálmunum frá go. til 150. sé frá því tímabili, en ekkert í sálmunum þar á undan. Þá fjóra sálma sem áður voru nefndir, segir hann vera frá stjórnartíð Artaxerxesar; en suma frá gríska tíma- bilinu. Hitzig telur Davíð hafa orkt 14 af sálmunum, Ewald 11, Schultz 17, Bythgen 1, Cornill að eins brot af ein- um, Delitzsch 44, o. s. frv. Niðurstöðu þá, sem einstakir lærðir menn hafa kom- ist að, láta hinír, sem að eins hafa eftir öðrum, vera allsherjar niðurstöðu visind- anna. : Að því er snertir spámennina, þá skal að eins eitt dæmi nefnt. Margir hinna lærðu manna, sem hafa verið að eiga við gamla testamentis-»kritík«, haldaþví fram, að spádómsbók Jónasar sé skáldskapur 93 frá 5. öld fyrir Krist; sumir, að hún sé lítið eitt eldri; aðrir, að hún sé lítið eitt yngri. Og þetta vilja þeir rökstyðja með því, 1) að málið á bókinni og efni henn- ar sé svo, að hún geti ekki verið frá 8. öld; 2) að hún innihaldi á likingar- máli sögu um það, er kom fyrir Jónas; 3) að hún sé stýluð gegn eínrænings- anda Gyðinga í trúarefnum. Annar íiokk- ur biblíu-rannsakenda er þeirrar skoð- unar, að í bókinni sé sögulegur kjarni frá 8. öld, sem vaxið hafi við að ganga i munnmælum. Síðan hafi sagan verið skrásett og færð í líkingarmálsbúning nálægt árinu 500 f. Kr. Eins á að vera með ýmsa innskotskafla, sem sagt er að sé í spátnannabókunum hinum, frumrit Mósesbókanna o. s. frv. - Þetta læt eg nú nægja til þess að sýna, að niðurstaða »kritíkarinnar« er enn sem komið er engan veginn óyggj- andi eða fastákveðin; engin ástæða því enn til að hælast um. Mörgu, sem nú er haldið frarn, getur áður en langt líð- ur orðið hafnað. Það verður því að leyfa mönnum að berjast á móti mörgum svona löguðum nýmælum og hinni óheilsusam- legu, roggnu »kritík«, sem eingin mót- mæli þolir. Gætnir vísindamenn, sem að eins hafa það markmið að leita sann- leikans, verða að fá að vinna verk sitt í friði. Þeir munu leiðrétta skekkjurnar hjá sér sjálfir. En vér, sem ekki erum því vaxnir að takast á hendur hinar víð- tæku málfræðilegu og sögulegu rannsókn- ir, verðum að hafa þolinmæði til að bíða og varast að kveða upp nokkra dóma í máli því, sem vér berum ekki nægilegt skyn á. — — En það, að bíða, geta menn ekki eða vilja ekki. Oðar en vísindamennirnir hafa leitt þá eða j>á ályktan út af rann- sóknum sínum eða komist að einhverri svo kallaðri niðurstöðu, henda margir, sem hafa allt sitt vit frá öðrum á aðra og þriðju hönd, þær kenningar á lofti og halda þeim fram sem óyggjandi sann- Ieik. INIeð gumi miklu er þeiin þeytt út í allar áttir. A torgum úti eru þær boðaðar, og i lífinu eru þær reyndar. Það var einkum til að vara menn við slíku háttalagi að eg ritaði línur þessar. Hvað sannleikur er, á almenningur heimt-

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.