Lögrétta - 01.07.1933, Page 1

Lögrétta - 01.07.1933, Page 1
LÖGRJETTA XXVIII. ÁRG. • 1 9 3 3 2. II. HEFTI Xlm víða veröld Sftir Vílhj. P, Gíslason Amerísh mennín og hreppan. Ameríka, amerísk áhrif og' amerísk menn- ing, hefur nú um skeið verið ás, sem at- burðir vestræns menningarlífs hafa snúist um að miklu eða jafnvel mestu leyti og er svo enn. Bandaríkin hafa til skamms tíma verið talin land vaxandi velsældar, vaxandi lýð- ræðis og frelsis einstaklingsins, en Evrópu- menn, og ekki síst Asíumenn, hafa iðulega litið á Ameríkumenn sem einhverja hina andlausustu þjóð, ef hægt væri á annað borð að kalla slíkan hræring þjóð. Svo hafa menn litið þannig á, að í Ameríku væri það fyrst og fremst dollarinn, sem allt kæmi undir, og svo vjelamar, en lífið yrði ein- trjáningslegt og andlítið. Það má til sanns vegar færast, að Banda- ríkin eru ekki þjóð, hinn sundurleiti skari innflytjendanna hefur ekki ennþá mótast í sameiginlegt mót, ekki eignast einn anda og eina sál. En hinsvegar hefur þetta fólk gert merkilegar tilraunir til menningarmyndun- ar, og til þjóðlífsmyndunar, tilraunir, sem til skamms tíma að minnsta kosti, þóttu hafa heppnast svo vel, að til fyrirmyndar væri á einu sviði sj erstaklega, á sviði iðnað- ar og efnahagslífs, þó að sumir hjeldu því jafnframt fram, að framfarirnar á þessum sviðum hefðu fengist á kostnað annara nauðsynlegri sviða þjóðlífsins. Nú hefur það komið í ljós, að jafnvel á þessum sviðum hefur ameriskt skipulag og amerísk vel- gengni verið völt og alt þetta hefur orðið til þess, að menn taka nú meira og meira alt amerískt líf til endurskoðunar, reyna að finna í hverju veilurnar eru fólgnar í menn- ingunni, ef þær eru einhverjar og hvað gera megi. Slíkar athuganir falla ekki nema að litlu leyti saman við hinar almennu umræður um kreppuna svonefndu og hennar afleið- ingar eins og þær eru venjulega ræddar, til allrar hamingju að segja má, því að hversu alvarlegt viðfangsefni, sem kreppan er í sjálfu sjer, verður eiginlega ekki sagt, að umræðumar um hana sjeu orðnar bein- línis skemtilegar og nú orðið eru þær venju- lega ekki sjerlega fróðlegar heldur, því að svo er helst að sjá sem enginn botni neitt í neinu, þó að allir þykist þurfa að tala eins <>g spekingar um kreppuna. Ameríkumaðurinn er sjerkennilegur vest- urlandamaður, segir Keyserling greifi ein- hversstaðar, sjereinkenni vestrænnar menn- ingar hafa komið glegst framhjá honum, bæði í góðu og illu. Ameríkumenn hafa ávalt verið bjartsýnismenn, að minsta kosti fram á síðustu misseri, en það má teljast einkenni á þeim, sem sjálfrátt eða ósjálf- rátt eru aldir upp við þann anda, að alt þróist, að þeir verði bjartsýnismenn. En þessi trú á þróunina, eða á það, að alt sje á hreyfingu, og eigi að vera það, er líka að ýmsu leyti veikleiki amerískrar menningar, hefur skapað eril hennar og óstöðugleika og gert Ameríkumenn, segir Keyserling, bar- bariskari en t. d. Evrópumenn. Hans álit á Ameríkumönnum er í stuttu máli það, að þeir sjeu varla enn orðnir menningarþjóð í eiginlegum skilningi, eigi ekki andlega menningu og geri að jafnaði of mikið úr sjálfum sjer, þó að þeir hafi marga góða kosti, t. d. sjeu vinnubrögð þeirra að jafn- aði betri en vinnubrögð Evrópumanna. Ann-

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.