Lögrétta - 01.07.1933, Page 2

Lögrétta - 01.07.1933, Page 2
99 LÖGRJETTA 100 ars er það einkennilegt um marga þá, sem um Ameríkumál hafa fjallað á síðari ár- um, að athygli þeirra hefur beinst öllu meira að Suður-Ameríku en Norður-Ameríku, þó að mjög ólíku sje saman að jafna á ýmsan hátt. Keyserling hefur nýlega skrifað Siidamerikanische Meditationen, André Sieg- fried heíur farið til Suður-Ameríku og skrifað um það bók og í einni af athyglis- verðustu framtíðarlýsingum nýenskra bók- menta, er gert ráð fyrir því, að þegar vestræn vjelamenning Ameríku sje undir lok liðin, verði það að vissu leyti hin forna Inka-menning, eða arfur hennar, úr Mið- og Suður-Ameríku, sem hefji nýtt tímabil á rústunum. Ameríka og amerísk menning hefur sjald- an eða aldrei lifað meiri tímamót en nú og ekki steðjað að opinberu lífi þar meiri erfið- leikar en þeir, sem nú er við að stríða. Bandaríkin græddu meira á stríðinu en nokk- ur önnur þjóð og hagsæld þótti vera orðin þar meiri og almennari en nokkursstaðar annarsstaðar. Nú er þetta alt breytt. Sömu vandamálin eru nú að sliga Bandaríkin eins og þau, sem áður höfðu sligað Evrópuþjóð- irnar og þótt reynt sje með öllu móti að sigrast á erfiðleikunum með viðreisnar- starfi stjórnarinnar, þá má segja að ósjeð sje ennþá um árangur þeirrar starfsemi. Roosevelt forseti og aðstoðarmenn hans hafa látið ríkið taka í taumana á ýmsum svið- um þjóðlífsins til þess að reyna að koma skipulagi á atvinnumál og fjármál. Sumt af þessu virðist hafa borið árangur en annað ekki, eins og gengur, og þótt ánægja manna út af þessum viðreisnartilraunum hafi í upp- hafi verið mikil og almenn, virðast skoðan- imar nú vera famar að skiftast meira en áður um ágæti þeirra. Til dæmis um ástandið eða skoðanir margra á því nú orðið þar vestra, má taka brjefkafla þann, sem hjer fer á eftir, frá Is- lendingi, sem verið hefur vestra um aldar- fjórðung og brotið sjer þar braut til menta og góðs gengis. Hann segir (um miðjan sept- ember) : „Atvinnuleysi er alment mjög mikið, kaupgjald hefur stöðugt farið lækkandi, en nauðsynjavörur aftur á móti hafa hækkað mikið. Milli 50 og 60 þúsundir manna eru upp á náðir borgarinnar komnir með mat, þar á meðal margir landar og fjöldi fólks hef- ur tapað eignum sínum og heimilum til auð- fjelaganna, þó að oft hafi verið næstum því að fullu borguð. Margir landar tapa víst þannig góðum eignum, sem þó voru að mestu borgaðar. Það er nú mikið gumað af tilraunum stjórnarinnar að kippa öllu þessu í lag, en lítill árangur sjest enn, nema ef vera skyldi verðhækkun á flestu því, sem menn þurfa sjer til lífsviðurværis. Ástandið hjer er því yfirleitt og ýkjulaust hörmulegt. Mörg stór f.i eiög hjer, sem voru stórrík hafa farið á höfuðið og margir þeir sem voru vel efnum búnir eru nú orðnir öreigar". Tornmínjar í perseþolís I Persepolis hafa nú undanfarið verið gerðar fornminjarannsóknir, sem leitt hafa í Jjós einhverjar hinar merkustu fornminj- ar, sem fundist hafa um langt skeið. Þessar rannsóknir hafa verið gerðar undir íorustu prófessor Ernst Herzfeld og hófust vorið 1931 með samþykki persnesku stjómarinn- ar. Tilgangur rannsóknanna var sá, að því er prófessor Herzfeld segir, að athuga með uppgrefti alt það svæði, sem hallir Dariusar, Xerxes og Artaxerxes standa á, að endur ■ reisa eina höllina, sem sýnishorn húsalistar- innar, og var valið til þess harem Xerxes, vegna þess hversu vel það er varðveitt. í þriðja lagi átti að reyna að varðveita bygg - ingar þær, sem á svæðinu voru fyrir frek- ari skemdum. Byggingarústimar, sem þarna hafa fund- ist, eru mjög stórfeldar og í þeim einhver hin fegurstu og stærstu listaverk, sem til eru úr fornöld Austurlanda. Eitt af stærstu liúsunum er áheyrnarhöllin (Apadana) og stendur hún á þriggja metra háu hlaði. Upp á þennan háa pall liggja stór og mikil þrep og eru höggmyndir meðfram þeim öll- um. Upp að sumum hinum húsunum liggja einnig háar tröppur og myndskreyttar. Þrepin upp að áheymarhöllinni eru 90 metra löng og má af því marka hversu stórfeng- legar fornminjar er hjer um að ræða, enda

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.