Lögrétta - 01.07.1933, Síða 4

Lögrétta - 01.07.1933, Síða 4
103 LÖGRJETTA 104 þriggja til fimm ára trúloíanir hafa reynst liest, segir prófessor Cottrell. Þetta eru aðeins eins manns athuganir og bollaleggingar og ekki vilja allir leggja mikið upp úr beim öllum. Hitt eru menn sammála um, að rannsóknarefnið sje merki- legt og mikilsvert og ýmsir trúa því, að með víðtækum rannsóknum á svipuðum grundvelli og dr. Cottrell gerir ráð fyrir megi raunverulega komast að ýmsum niður- stöðum, sem að gagni mættu verða — meira gagni en venjulega verður að þeim bolla- leggingum, sem tíðastar eru um „hjónaást- ir“ og „endurbætur hjónabandsins" og nú eru talsvert í tískunni. Síblíurfinnsóhnír Biblíurannsóknir hafa verið stundaðar af miklu kappi um langt skeið og stundum verið deilt mikið um þær, eins og kunnugt er. Ný handrit hafa fundist öðru hvoru og leitt eitthvað nýtt í ljós og fomminjarann- sóknirnar hafa einnig orðið til þess, að bregða nýrri birtu yfir ýmislegt, sem áður var óljóst og til þess að staðfesta margt, sem menn efuðust um áður. Einhver síðustu biblíuhandritin, sem fundist hafa, eru ný- lega gefin út í Englandi. Það eru papyrus- handrit, sem fundust í Egyftalandi fyrir þremur eða fjórum árum, og enskur hand- ritasafnari, Chester Beatty keypti síðan. Engin af handritum þessum eru heil, það eru slitur úr ýmsum bókum, papýrusblöð, sem heft hafa verið á svipaðan hátt og nú tíðk- ast um bækur. En upphaflega var það ekki venja að ganga þannig frá papyrusritum, heldur voru þau undin upp og komst því tiltölulega lítið lesmál á hvert bókfell, s. s. eitt guðspjall af biblíuritunum. Þess vegna voru þau útbreidd og lesin hvert í sínu lagi, fram eftir öldum, en samfeld biblía varð ekki til fyr en síðar, þegar kristnum mönn- um lærðist að gera papyrusbækur. Fróðir menn álíta, að Chester Beatty handritin egyftsku sjeu frá annari öld og sýna þau því það, sem menn vissu ekki áður fyrir víst, að papyrusbækur hafi verið gerðar svo snemma og að því leyti er fundurinn bók- fræðilega merkilegur. 1 handritum þessum er.u flokkuð saman guðspjöllin og postula- sagan í einu lagi og nokkur Pálsbrjefin í öðru lagi, svo að það er þá mjög gamalt, að Nýja testamentið sje flokkað þannig, eða ritin dregin saman, þótt upphaflega sjeu þau sjálfstæð. I Chester Beatty handritunum eru einnig kaflar úr gamla testamentinu, s. s. fjörutíu og fjögur blöð úr fyrstu Mósebók, hálft blað úr spádómsbók Jeremía og allmikið úr Je- saja, Esekiel og Daniel. Loks er í þessum handritum partur af Enoksbók, sem ekki var til áður, síðustu ellefu kapítularnir. Mikið af þessari bók fanst fyrir fjörutíu árum á skinni í Egyftalandi. I stuttu máli má kveða svo að orði um fund Chester Beatty handritanna (segir Sir Frederich Kenyon, fyrrum forstjóri British Museum) að þekking manna á því, hvernig biblíutextamir hafi verið, hafi nú færst svo sem öld lengra aftur í tímann, en menn höfðu þekkingu á áður. Gildi og áreið- anleikur ritningarinnar hefur staðfestst á ýmsan hátt. Á íslensku er til nýtt rit um handrit nýja testamentisins eftir prófessor Magnús Jóns- son og er sögu handritanna lýst þar ræki- lega, handritunum sjálfum og sambandi þeirra og gildi og fylgja ýmsar myndir og er í þessu öllu mikill og skemtilegur fróð- leikur fyrir þá, sem áhuga hafa á slíkum efnum. „STJÓRNMÁL“ heitir rit, sem Sigurður Eggerz fyrv. forsætisráðherra gaf út síð- astliðið sumar. Þar eru raktir aðaldrætt- irnir í stjórnmálaferli íslendinga frá Þjóð- fundinum 1851 og fram til þessa dags. Það er gott fyrir menn, að rifja þetta upp og ta yfirlit yfir það í stuttu máli, eins og lijer er kostur á, og höfundurinn er, eins og menn kannast við, einn þeirra manna, sem fastast hafa fylgt fram sjálfstæðis- málum Islendinga. Þarna er einnig rætt um fjármál landsins, um Islandsbankamálið frá 1930, um rjettarfarið hjer á landi og um breyting á skipun Hæstarjettar. Höfundur- inn er skorinorður í ádeilum sínum og kem- ur víða við, en ritið er vel skrifað og hið læsilegasta.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.