Lögrétta - 01.07.1933, Page 9

Lögrétta - 01.07.1933, Page 9
113 LÖGRJETTA 114 lendrar hámenningar yfir íslenskt þjóðlíf, líkt og vorregni í hina frjósömu íslensku mold. Hann varð kyndilberi íslenskrar menningar, er varpaði ljóma um öll nálæg lönd í mörg hundruð ár. Og líkt hefur öðrum Islendingum farið, er mest ber á í sögu bókmenta vorra. Jeg minnist á frænda hans Einar Skúla- s o n, er var uppi á 12. öld. Einar Skúla- son skáld dvaldi langvistum í Noregi, gerð- ist hirðmaður Noregskonungs og hefur vafalaust drukkið í sig andlega menning Jiágrannaþjóðanna. Það mun engum heigl- um hafa verið hent að ganga fram í Kristskirkju í Niðarósi 1153 og kveða Geisla, hið mikla lofkvæði um Ólaf kon- ung helga, svo að mönnum fanst sem angan fylti kirkjuna. Enda ber kvæði þetta, er hann kveður um hinn bjarta röð- ul, er Ijet berask mannr frá bjartri flæðar stjörnu, er nefnd var stella maris í kaþólsk- um sið, vott um, að Einar var gagnment- aður í kaþólskum fræðum Evrópu, en þó stendur hann á þjóðlegum grundvelli, leik- ur sjer að íslenskum bragháttum eins og i'iðlusnillingur, og hefur líkt og Snorri ver- ið manna best að sjer um öll íslensk fræði og kunnað utan að megnið af kvæðum ís- lenskra skálda á undanförnum öldum. Hallgrímur Pjetursson, er Matthías Jochumsson kveður um: hjer er skáld með drottins dýrðarljóð djúp, svo djúp sem líf í heilli þjóð, blíð ■— svo blið, að heljarhúmið svart, hvar sem stendur, verður engilbjart, studdist að allverulegu leyti við rit þýskra andans snillinga, er hann orti hina dýrðlegu Passíusálma sína, er enn lifa á vörum þjóð- arinnar, og Jónas Hallgrímsson flutti hina ítölsku sonnettu til landsins, er fellur ljett og mjúk eins og lognalda, er hnígur að strönd. Hann varð endurskapandi íslenskrar tungu, þótt hann æli mikinn hluta sinnar stuttu ævi erlendis. Þessi örfáu dæmi úr sögu íslenskra bók- menta sýna, að á öllum öldum hefur Islend- ingum verið nauðsyn að flytja andleg fræ- korn úr öðrum löndum og gróðursetja í ís- lenskri mold. Vjer íslendingar stöndum nú á merkilegum tímamótum. Vjer erum í þann veginn að komast inn í hringiðu heimsviðskiftanna og áður en varir erum vjer við alfaraleið, þar sem álfur, loftslög og sævir greinast og hvort sem oss líkar betur eða ver, munu straumar viðskifta úr vestri og suðri berast að ströndum vorum. En í kjölfar þessa munu sigla miklu örari og ríkari áhrif erlendrar menningar — og ómenningar. Hlutskifti vort verður í fram- líðinni að verða einn þáttur í alheimsvið- skiftum, þar sem lögmál hraðans drotnar, og er þá undir því komið, að vjer varðveit- um íslenskt sjereðli, íslenskt sjálfstæði, ís- ler.ska tungu og öll þau andleg verðmæti, er forfeður vorir hafa látið oss í arf. Það er hlutverk háskóla vors, æðstu menningar- stofnunar þjóðarinnar, að standa á verði og gæta hinna andlegu fjársjóða þjóðar- innar og auka við þá. En því verður ekki neitað, að margt stendur til bóta um störf háskóla vors. Tala stúdenta hefur aukist mjög á undanfömum árum og aðstreymið að sumum deildunum hefur verið svo mikið, að til vandræða horfir. Læknadeild og laga- deild hafa nýlega varað stúdenta við að ganga í þessar deildir. Islenskt þjóðlíf verðui' margþættara með hverju ári. Há- skóli vor á að vera þjóðskóli, lifa og starfa með landsins börnum og taka þátt í kjör- um þjóðarinnar, vísa leiðina fram á við til meiri velmegunar og meira þroska. Moldin íslenska og sjórinn kringum strendur lands- ins hafa frá upphafi verið björg lands- manna. Gróðurskilyrði íslenskrar moldar hafa fram að þessu verið lítt rannsökuð. Hjer eru ótal verkefni óleyst, er háskóli vor hlýtur að leggja rækt við á komandi árum. Á hverju ári eru numin ný lönd í íslenskri jarðrækt og búskapur bænda er að breytast í það horf að lifa eingöngu á ræktuðu landi. Ótal spurningar rísa, en vís- indaleg rannsókn ein getur svarað. Fiski- rannsóknir þær, er gerðar hafa verið á undanförnum árum, sýna, að hagnýting ís- lenskra fiskafurða er komin undir þekking á lífi og' eðli fiska, fiskimiðum, göngum og og öðrum þekkingaratriðum. Hjer eru fiski- sælustu mið heimsins og ótæmandi upp- spretta til íslenskrar velmegunar, ef vel er á haldið. Iðnaður eykst í landinu með

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.