Lögrétta - 01.07.1933, Síða 10

Lögrétta - 01.07.1933, Síða 10
115 LÖGRJETTA 116 hverju ári, verslun og viðskifti örvast. Hjer eru vaxtarskilyrði þjóðárinnar og hlýtur hví sú krafa að verða gerð til háskóla vors, að athygli hans beinist einnig að þessum hagnýtu hlutum. Háskólinn verður að færa út starfssvið sitt, skapa atvinnudeild, er snýr sjer að þessum viðfangsefnum þjóðar- innar. En þing og stjórn verða að gefa mál- um háskólans meiri gaum en áður, ef vonir landsmanna um gildi þessarar stofnunar fyrir þjóðlífið eiga að rætast. Starfskjör háskólakennaranna eru nú fullkomlega ó- viðunandi og verður að ráða á þessu bráðar bætur. Rúmur þriðjungur íslenskra stúd- enta stundar nú nám við erlenda háskóla og þó væri hægt að veita undirbúnings- mentun hjer fyrstu 2 árin fjölda þeirra námsmanna. er nú verða að leita til er- lendra háskóla að stúdentsprófi loknu. Há- skólakennararnir hafa sjálfir borið fram tillögur um nýtt skipulag í þessum efnum, er yrði til námsljettis íslenskum stúdentum og þjóðfjelaginu til hagnaðar, en þing og stjóm hafa enn daufheyrst við þessum til- lögum. Þessar raddir munu verða háværari á næstu árum. Háskóli vor er enn draum- ur þjóðarinnar, er á eftir að rætast. En yður, ungu stúdentar, er hefjið há- skólanám þessa dagana, býð jeg velkomna til starfa. Sá tími er löngu liðinn, er hver stúdent gat gert sjer von um að' afloknu háskólanámi, að setjast í ævilangt embætti. Samkepnin vex með hverju ári og sá ber sigur af hólmi, er skarar fram úr að sam- vitskusemi og staðfestu við námið. Yður hlotnast nú hið akademiska frelsi, en það er undir yður komið, hvernig þjer neytið ]->essa frelsis. öll lífshamingja yðar er ef til vill komin undir því, hvemig þjer verjið þessum námsárum. Þjer eruð að leggja grundvöll- inn að framtíð vðar og öll þjóðin elur vonir í brjósti, að þjer verðið nýtir starfsmenn þjóðfjelagsins. Alt háskólanám er alvarleg vinna, er krefst fullkominnar alúðar, reglu- semi og sjálfsafneitunar til þess að ná settu marki. Heimsfrægur maður, er hefur gert merkustu uppgötvanir vorra tíma, komst svo að orði, að 99 hlutar af hundr- aði af starfsorku og þrautseigju þyrfti á 'N, T, S, Grundtví 150 ára afmælí. Allir þekkja hjer á landi nafn Grundtvigs og flestir kannast meira eða minna við æfi- starf hans. Hann var einn hinn sjerkenni- legasta og áhrifaríkasti maður, sem komið hefur fram á Norðurlöndum á síðari öldum, Danir hafa nýlega haldið 150 ára afmæli hans og var þá mikið um hann rætt og rit- að, bæði um líf hans og og æfistarf. Og veg- legt minnismerki hefur honum verið reist í Kaupmannahöfn, en það er kirkja, sem bera skal nafn hans, og er hún sögð vera ein stærsta kirkja Danmerkur. Hún er ekki fullgerð enn, en þó svo langt komin, að rnyndir hafa verið sýndar af henni, og á af- mælisdaginn var hún flöggum prýdd. Grundtvig var fæddur 8. september 1788. Hann var guðfræðingur og fór ungur að yrkja og rita. En hann komst brátt inn á aðra vegi en mentamenn samtíðar hans. Blöðin gerðu ýmist, að þau litu ekki við rit- verkum hans, eða hæddust að þeim. Um 1810 er talið, að breyting verði í hugsana- lífi hans. Hjá honum vaknaði innilegt trú- arlíf, en hjá mentamönnum þeirra tíma var skynsemistrú ríkjandi, hin sama stefna á trúmálasviðinu, sem Magnús Stephensen var fulltrúi fyrir hjer á landi. Þetta lokaði hann alveg úti frá fjelagsskap við menta- mannaflokk höfuðstaðarins, en hann fjekk fvlgjendur út um landið meðal almennings og stundaði þar trúvakningarstarfsemi sína. En það var ekki eingöngu á trúmálasvið- inu, sem Grundtvig hafði áhrif. Hann var skáld, og varð, ásamt Oehlenschláger, braut- við einn hluta af gáfum til að skara fram úr öðrum í heiminum. Jeg boða ykkur þetta fagnaðarerindi vinnunnar, er þjer nú hefjið nám. En háskólinn krefst einnig af yður, að þjer gætið drenglyndis á þessum baráttutímum þjóðarinnar. Jeg tek af yður þau loforð, að þjer haldið lög og reglur há- skólans og bið yður að staðfesta þau loforð með handabandi um leið og jeg afhendi yð- ur borgarabrjef yðar.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.