Lögrétta - 01.07.1933, Síða 13

Lögrétta - 01.07.1933, Síða 13
121 LÖGRJETTA 122 cKríngsjá- Útsýnið yfir jörð okkar er ekki bjart nú sem stendur. Margir þykjast sjá nýja stríðs- bliku í lofti, sem búast megi við að skelli þá og þegar yfir. En undarlegt má það vera, ef mönnum er ekki böl það, sem fylgdi heims- styrjöldinni, enn í svo fersku minni, að þá langi ekki til að hrinda öðru slíku aftur á stað. Einn af hinum gömlu stjórnmálamönnum Englands, Lloyd George, sem altaf skrifar mikið um stjórnmál, þótt hann sje hættur að hafa bein afskifti af þeim, er í nýlega út kom- mni grein að horfa til veðurs og lýsa út- litinu á alþjóða-stjórnmálahimninum nú. Honum lítst ekki vel á horfurnar í Evrópu. Þi óðabandalagið hefur brugðist vonum manna, segir hann. Allir eru hættir að treysta því, að það megni að koma á friði og skipulagi í heiminum. Auðvitað er það þó til nokkurs gagns, að stjórnmálamenn þjóðanna hittast þar og talast við. En til þess að hefta vígbúnað þjóðanna og nýjar styrjaldir er það máttlaust. Þjóðirnar eru enn að gera hernaðarsambönd sín á milii og vígbúast af engu minna kappi en áður. Nýlega var franski forsætisráðherrann, Daladier, að skoða hinar nýju víggirðingar Frakka á landamærum Frakklands og Þýska- lands. Hann hjelt þá ræðu og lagði í henni mikla áherslu á friðarhug þann, sem ráðandi væri nú í stjórnmálum Frakklands. Hann og þrautseigja hafa hafið þjóðina til vegs og f'rama. Háskóli íslands óskar, að háskólinn í Ár- ósum verði heimkynni danskrar menningar, er hlynni að frjómögnum danskrar moldar, svo að upp af henni spretti kvistir þeir, er breiði lim sitt um landið gervalt, en jafn- framt heimkynni almennrar sannleiksleitar til þekkingarauka bæði hinni göfugu dönsku þjóð og öllu mannkyni, og til styrktar góð- um siðum og friði milli manna og þjóða. Blessist og blómgist háskóli Jótlands í Ár- ósum og starf hans alt til hamingju öldum og óbomum.“ Þ. G. lofaði víggirðingarnar og vígbúnaðinn allan í liáum tónum og sagði, að vegna þeirra væri Frakkland nú örugt fyrir árásum úr þessari átt, en víggirðingarnar væru því lífsnauðsyn. I Frakklandi er sú megináhersla lögð á það, að þjóðin sje við því búin, að snúast vel við ófriði, hvenær sem á þurfi að halda. Þjóðverjar leggja einnig alt kapp á að vera sem best viðbúnir, ef til ófriðar skuli draga. Fregnir berast stöðugt um vaxandi liermenskuanda hjá æskulýð Þýskalands og að brúni herinn sje æfður í allskonar vopna- burði. En mörg ár líða þó að líkindum áður en vígbúnaður Þjóðverja kemst svo langt, að þeir geti hugsað til að mæta í ófriði svo sterk vopnuðum þjóðum sem nábúar þeirra e» u. En allur vígbúnaður bendir til hugsunar um ófrið. Eitt hið eftirtektarverðasta í stjórnmála- lífi Evrópu nú sem stendur er hin vaxandi andúð gegn Þýskalandi og einangrun þess vegna framferðisins heima fyrir. Nazisminn, sem er eftirlíking Fascismans ítalska, hefði átt að eiga vísa samúð Mussolinis, og virtist líka hafa samúð hans í byrjuninni. En Mussólíni stendur á móti þýskum áhrifum í Austurríki. Honum stendur stuggur af vænt- anlegum æsingum Nazista í hinum þýsku hjeruðum, sem íjellu undir Italíu í ófriðar- lokin, ef Nazistarnir fengju yfirráðin í Aust- urríki. í Englandi hefur samúðin með Þjóð- verjum þorrið vegna Gyðingaofsóknanna og ftússar eru þeim reiðir vegna æsinganna gegn kommúnistunum. Herriot, einn af helstu stjórnmálamönn- um Frakka, hefur heimsótt Rússland og ver- ið tekið þar með miklum vinalátum, en af- leiðing þeirrar heimsóknar mun eiga að verða sú, að í stað þeirra þýsku manna, sem verið hafa í þjónustu Rússa við hervarna- útbúnað o. fl. eigi nú að koma franskir menn. Pólland er líka að komast í nánara samband við Rússland en áður. Pilsudski, einvalds- lierra Póllands, er nú boðinn til Rússlands, til þess að vera við hátíðahöld rauða hersins í tilefni af 16 ára afmæli rússnesku stjórnar- byltingarinnar. Þetta sýnir, að Stalin vill hafa vináttu við Pólland, svo að Þjóðverjar geta einskis styrks vænst frá Rússum, þótt þeir hugsuðu til að ná sjer niðri á Pólverj-

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.