Lögrétta - 01.07.1933, Side 15

Lögrétta - 01.07.1933, Side 15
125 LÖGRJETTA 126 / ^lslenskar bækur, Hinu mikla riti Páls Eggerts Ólasonar um 'Jón Sigurðsson er nú lokið. V. og síð- asta bindið kom út nú í ár. Hið ísl. þjóð- vinafjelag hefur gefið ritið út. Hannes Hafstein sagði í kvæði sínu um Jón Sigurðsson á 100 ára afmæli hans m. a.: „Lífsstríð hans var landsins saga“. Og rit P. E. Ól. um Jón Sigurðsson er ekki aðeins saga hans eins, heldur saga lands okkar og þjóðar um hans daga. Svo áhrifa- mikill og svo fjölhæfur var Jón Sigurðsson, að hans gætir á öllum sviðum þjóðlífsins það tímabil, sem hann starfaði, og þótt nú sje liðin meira en hálf öld frá andláti hans, fer því fjarri, að nokkrum skugga hafi slegið á nafn hans eða æfistarf. Hann var þjóðskörungur okkar í frelsisbaráttunni á síðastliðinni öld, og hefur síðan verið átrún- aðargoð íslendinga. I rit hans hafa þeir jafnan vitnað sem óskeikulan dóm um rjett- arstöðu landsins út á við. Og því fer fjarri, að rit P. E. Ól. rýri á nokkurn hátt það rótgróna álit, sem íslenska þjóðin hafði áð- ur skapað sjer á Jóni Sigurðssyni og æfi- starfi hans. Það er þvert á móti. Höf. dreg- ur ýmislegt fram um Jón Sigurðsson, sem nútíðarmönnum alment er ekki kunnugt um, og alt fer það í þá átt, að staðfesta eða auka orðstír hans. Allir þeir, sem við stjórnmálastörf fást hjer á landi, ættu að lesa ritið. Þeir hafa gott af því. Og höf. á þökk skilið fyrir verkið. Hið íslenska fornritafjelag, sem stofnað var hjer fyrir nokkrum árum, er nú byrj- að á útgáfustarfsemi sinni. Fyrsta bókin frá því kom út í sumar og á hún að vera II. bindi í safni þess: „Islenzk fornrit“. Það er Egils saga Skallagrímssonar, sem út er komin í vandaðri útgáfu og með löngum og fróðlegum formála eftir Sigurð Nordal prófessor. Hann aðhyllist þá skoð- un, sem B. M. ólsen hjelt áður fram, að Snorri Sturluson sje höfundur sögunnar. Þar er og íróðlegur kafli um tímatal það, sem áður hefur verið tileinkað sögunni. Hlutafjelagið Kveldúlfur hefur gefið allan kostnað við þessa útgáfu sögunnar, að frá- dregnum ríkissjóðsstyrknum. Axel Thorsteinsson hefur gefið út tvö skáldsögusöfn eftir sjálfan sig. Annað heitir „I leikslok“ og birtist nú í 2. útgáfu aukinni. Segir þar frá æfintýrum höfund- arins á dvalarárum hans erlendis. Hann íor til Ameríku á stríðsárunum, gekk inn í her Kanadamanna og fór með honum til Englands, Frakklands, Belgíu og Þýska- lands, og gerist það, sem frá er sagt, á leiðangrinum um þessi lönd. Hjá þeim þjóðum, sem þátt áttu í heimsstyrjöldinni, hefur komið fram fjöldi skáldsagna, sem lýsa æfintýrum ófriðarins. Hjá okkur er þetta eina bókin af því tægi (því Heims- styrjöldin eftir Þ. G. er annars eðlis). En sýnilegt er að hjer sem víðar hefur þetta frásagnarefni þótt aðlaðandi, þar sem sög- ur A. Th., sem fyrst komu út í bók 1928, eru nú uppseldar, og höfðu þó áður allar komið út í blöðum eða tímaritum. Bókinni iylgja fræðandi skýringar á ýmsu, sem fyr- ir kemur í sögunum, og eftirmáli, sem ger- ir grein fyrir, hvernig þær sjeu til orðnar. Hitt safnið heitir „Heim er haustar og nokkrar smásögur aðrar“. Fyrsta og lengsta sagan gerist í Ameríku. Um allar sögur A. Th. má segja það, að þær eru vel sagðar og blátt áfram, ýkjulausar, og hvorki sótst eítir íburði efnis nje í máli og stíl. Höf. segir, að í sínum augum sje „hið einfald- asta fegurst“. Sögur hans hafa án efa náð vinsældum hjá almenningi, og eiga það líka skilið. Axel Thorsteinsson hefur töluvert feng- ist við útgáfustarfsemi eftir að hann kom heim hingað. Ilann hefur gefið út mörg rit föður síns, Steingríms skálds Thorsteins- sonar, svo sem safn af ljóðaþýðingum hans, ágæta bók, og ýmislegt fleira. Einnig hefur hann gefið út tímaritið „Rökkur“, og byrj- aði útgáfu þess 1922, meðan hann var vest- an hafs. í því er ýmislegur fróðleikur, út- lendur og innlendur, og þar er að koma út þýðing á hinni heimskunnu sögu: „Greifinn af Monte-Christo“, eftir A. Dumas.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.