Lögrétta - 01.07.1933, Side 17

Lögrétta - 01.07.1933, Side 17
129 L ÖGRJETTA 130 ^ón ^íhoroddsen Sfiír Porsteín Qíslason Jón Thoroddsen sýslumaður er eitt af höf- uðskáldum okkar á síðastliðinni öld. Eftir hann liggja tvær langar skáldsögur og ein stutt, og allstórt bindi af ljóðmælum. Öll þessi skáldverk hans hafa notið mikilla vin- sælda meðal íslendinga, ekki síst „Piltur og stúlka“, sem er fyrsta fullkomna nútíðar- skáldsagan, sem bókmentir okkar eiga. Þessi saga er og það af skáldverkum okk- ar frá 19. öld, sem víðast hefur farið, því að hún var þýdd á ýms mál, og á þann hátt varð Jón Thoroddsen fyrsti fulltrúi nýís- lenskra bókmenta úti um heiminn. Sagan er sveitalífslýsing og rituð í þeim anda, sem þá var hæst í tísku í bókmentaheiminum. En hún er engu að síður ramíslensk. Islensk náttúra kemur þar fram með sínu einkenni- lega lífi og litum, og sama er að segja um sögufólkið. Það er lífið í íslensku sveitunum og í Reykjavík á árabilinu fyrir miðja 19. öldina, sem Jón Thoroddsen lýsir í þessari sögu. Hann vill vera trúr og sannur í lýs- ingum sínum, en slær rómantískum fegurð- arblæ yfir sveitalífið og sveitalýsingarnar, enda eru það bernskuminningar hans, sem ofið er inn í söguna, og hann ritar hana er- lendis ungur að aldri. Hann hefur næmt auga fyrir öllu því, sem skoplegt er; lítur yfir höfuð með góðlátlegu brosi á fólkið og viðburðina, sem hann lýsir. Stundum verður úr því töluverð gletni, en sjaldan veruleg á- deila. Mál hans og stíll eru í besta lagi. „Pilt og stúlku“ skrifaði Jón Thoroddsen í Kaupmannahöfn veturinn 1848—49, að því er Jón Sigurðsson segir i æfisögu hans, en sagan kom út í Kaupmannahöfn 1850, og gaf höfundurinn hana sjálfur út. Tveimur árum áður hafði komið út eftir hann „Dá- lítil ferðasaga" í „Norðurfara", ársriti, sem þeir Jón Thoroddsen og Gísli Brynjúlfsson gáfu út í Kaupmannahöfn á árunum 1848— 49, en það er stutt skáldsaga, og mun ekki hafa verið annarstaðar prentuð síðan. En „Piltur og stúlka“ hefur komið út í þremur útgáfum á íslensku. Þegar Jón Thoroddsen andaðist, 20 árum eftir að hann skrifaði þá sögu, var hún enn eina nýtísku skáldsagan á okkar tungu, sem nokkuð kvað að, eða að minsta kosti var hún talin standa svo miklu framar öðru því, sem til var hjá okkur af liku tægi, að þá og lengi síðar var það alt mælt við hana. Smásögubrot Jónasar Hall- grímssonar eru ekki annað en falleg tilþrif í áttina til nýtísku skáldsagnagerðar, þótt þau annars sjeu inndæl og vel skrifuð. Álitið á „Pilti og stúlku“, tuttugu árum eftir út- komu sögunnar, kemur ljóst fram í Æfi- minning Jóns Thoroddsen eftir Jón Sigurðs- son. Hann færir þar til ummæli úr einu Reykjavíkurblaðinu, „Baldri“ Jóns Ólafsson- ar, þegar getið er þar um andlát Jóns Thor- oddsen. En þar segir um „Pilt og stúlku“, að það rit sje svo mikið afbragð, að eigi sjeu líkindi til að ísland eignist að sinni annað slíkt í þeirri grein. Þriðja og lengsta skáldsagan, „Maður og kona“, kom ekki út fyr en eftir dauða höf- undarins, og hann hafði ekki lokið við hana að fullu. Sögulokin voru skrifuð eftir ófuli- gerðu uppkasti frá honum, sem sýndi, hvern- ig hann hafði hugsað sjer þau. 1 þessari sögu eru lýsingarnar á sveitalífinu og sveita- fólkinu eigi síðar trúar og raunverulegar en í „Pilti og stúlku“. Bemskuminningar höf- undarins, sjeðar úr nokkrum fjarska, koma mjög fram í „Pilti og stúlku“. En kunnugir menn hafa sagt, að í „Manni og konu“ sje með skýrum dráttum lýst ákveðnum mönn- um og konum í umhverfi höfundarins, og viðburðum, sem þar gerðust. Fyrirmynd frá- sagnarinnar eru ýmist fornsögurnar íslensku eða sögur W. Scotts, sem á þeim tímum voru orðnar mjög frægar og víðlesnar. En þar kennir líka sumstaðar áhrifa frá þýð- ingu Sveinbjarnar Egilssonar á Oddiseivs- kviðu Hómers, og er það í löngum og ná- kvæmum lýsingum og upptalningum, sem fyrir koma á nokkrum stöðum í sögunni. Yfirdrifnar og ýktar eru aðeins skopmynd- irnar, Hjálmar tuddi, Grímur meðhjálpari,

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.