Lögrétta - 01.07.1933, Side 20
135
L ÖGRJETTA
136
kemur Jón þá í annað sinn heim vorið eftir
og er hjá móður sinni um sumarið. Næsta
vetur fara þeir Jón Thoroddsen og Gísli
Brynjólfsson að efna til útgáfu nýs tíma-
rits í Kaupmannahöfn, sem þeir kölluðu
„Norðurfara“, og kom það út í tvö ár, 1848
—49. „Fjölnir“ var þá fyrir nokkru hættur
að koma út og munu þeir fjelagar einkum
hafa ætlað riti sínu að fylla það skarð, sem
orðið hafði í bókaútgáfu Hafnar-íslendinga
við dauða „Fjölnis'. í „Norðurfara“ birtust
fyrst mörg af kvæðum Jóns, og í fyrra ár-
ganginum kom Ferðasaga hans, sem áður
er um getið. Annars eru í ritinu bæði stjórn-
málahugvekjur, sem ísland snerta, og ítar-
legar fregnir af þeim viðburðum, sem þá
eru að gerast úti um heiminn. Ritið er vel
skrifað, en Gísli Brynjólfsson mun eiga
miklu meira í því en Jón. Því snemma á
árinu 1848 hvarflaði Jón frá því starfi og
gekk með Dönum í stríðið, sem þá hófst
milli þeirra og Þjóðverja út af Holsetalandi.
Segir Jón Sigurðsson, að sú tiltekt nafna
síns hafi á svipstundu verið ályktuð og
framkvæmd. llann var í orustunni við Sljes-
víkurbæ 24. apríl og síðan með her Dana,
er hann hopaði undan yfir á Als. Það er
sagt, að Jón hafi orðið undirforingi í hem-
um. En herþjónustan varð ekki löng, því
um haustið 1848 fjekk hann lausn, hjelt
heim til Kaupmannahafnar og var þar
næstu missirin.
Veturinn eftir að hann kom úr stríðinu,
skrifaði hann „Pilt og stúlku“ og var við
útgáfu síðara árgangs „Norðurfara“, þótt
ekki sje annað eftir hann í þeim árgangi
en nokkur kvæði. Jón Sigurðsson segir um
„Norðurfara", að mörgum hafi þótt kynlegt,
að ritið skyldi ekki koma lengur út, því það
hafi verið skrifað með miklu ungdómsfjöri
og þótt girnilegt meðal alþýðu til fróðleiks
og skemtunar. En þeir Jón og Gísli sneru
sjer þá að öðru, söfnuðu kvæðum eftir ýms
skáld og gáfu 1850 út Kvæðasafnið „Snót“,
sem mun vera fyrsta safnritið hjá okkur af
því tægi á síðastliðinni öld og varð mjög
vinsæl bók, prentuð í 2. útg. aukinni 1865.
Jafnframt ljet Jón prenta skáldsögu sína
„Pilt og stúlku“, svo sem fyr segir.
Hjer eru þá talin bókmentastörf Jóns á
dvalarárum hans erlendis. Vorið 1850 hjelt
hann heim til íslands án þess að hafa tekið
embættispróf, hafði þá dvalið ytra nær 9
ár og var liðlega þrítugur að aldri.
Það var ætlun Jóns, er hann hjelt heim-
leiðis, að verða þingmaður Barðstrendinga,
en alþingiskosningar fóru fram þá um vorið.
Þetta varð þó ekki, því framboð hans kom
of seint, og sjálfur var hann ekki kominn
til landsins þegar kosningar fóru fram, —
„annars hefðu Barðstrendingar kosið mig“,
segir hann í brjefi til Gísla Brynjólfssonar.
En rjett eftir að Jón kom heim hjeldu Vest-
firðingar fjölmennan fund á hinum forna
þingstað sínum, Kollabúðum í Þorskafirði.
Ura þann fund segir Jón m. a. í brjefi til
Gísla: „Hafa Þorskfirðingar búið þar til
búð mikla, 24 álna langa og að því skapi
breiða, og er hún gjör þar sem búð Gests
Oddleifssonar var forðum. ... Fundurinn
stóð í þrjá daga, og veðrið var hið fegursta,
og varla hef jeg lifað skemtilegri daga en
þá; við sváfum í tjöldum og höfðum gnægð
vista og víns“. Ólafur prófastur Sívertsen
var forseti fundarins, en Jón varaforseti og
einn þeirra þriggja manna, sem ræður fluttu,
er fundurinn var settur. Ilann var og 1 níu
manna nefnd, sem kosin var til þess að
ræða um stjómlagafrumvarp handa Islandi,
því menn hjeldu þá, að þjóðfundurinn yrði
haldinn þá um sumarið, en það varð eigi
fyr en næsta sumar.
Þetta sýnir ljóst, hvert hugur Jóns
stefndi, er hann kom heim eftir dvölina
ytra. En önnur atvik urðu þá til þess, að
hann sneri inn á embættisbrautina. Barða-
strandasýsla var laus vorið 1850 og Jón var
beðinn að taka embættið að sjer sem settur
sýslumaður. Hann gerði það og settist að
í Flatey. Segir hann í brjefi til Gísla, að
Flatey sje skemtilegasti staður sýslunnar
og þar sjeu flestir höfðingjar saman komn-
ir. Hann var til húsa hjá Sigurði kaupmanni
Jónssyni og segir, að herbergi sín sjeu „svo
góð og falleg sem í Höfn væri“. Gegndi
hann embættinu þannig fram yfir áramótin
1853. Hann hafði þá trúlofast Kristínu dótt-
ur Þorvalds bónda í Hrappsey og vildi fara
að staðfesta ráð sitt. Varð það til þess, að
hann fór utan í febrúar 1853, tók að lesa