Lögrétta - 01.07.1933, Qupperneq 22

Lögrétta - 01.07.1933, Qupperneq 22
139 LÖGRJETTA 140 Seljalíf í Svíss Sftír Þorsteín ^ósefsson Þegar menn úr fjarlægum löndum koma innyfir svissnesku landamærin, annaðhvort hjá Basel, Genf eða Schaffhausen, verða inargir undrandi yfir því, að í stað þess að hitta þar bændur og búalið, verða fyrir þeim iðnaðarborgir, meira og minna með alþjóða- einkennum. Og það er í raun og veru næsta merkilegt, að í jafn hálendu landi, sem hvergi liggur að sjó, skuli ekki nema hluti allra íbúanna lifa á landbúnaði. Og þó virðist þetta ennþá merkilegra ef farið er eftir endilangri hásljettunni, sem liggur milli Alpafjalla og Júrafjalla, og mað- ur sjer hið frjósama akurlendi, sjer öll bændabýlin og sveitaþorpin, sem liggja mjög þjett á þessu svæði. Ibúar þessara þorpa lifa að langmestu leyti á akuryrkju, og hafa þorpin upphaflega myndast fyrir fjelags- samtök bænda, sem hafa tekið sig saman um að hjálpa hverir öðrum við akuryrkjuna. Þessar bændaheildir hafa síðan smám sam- an stækkað, en land hvers einstaklings um leið að sama skapi minkað. Ibúar þorpanna eru því allajafna smábændur og ráða ekki nema yfir litlum landspildum, en stórbænd- urnir (og þeim fjölgar, en þorpunum fækk- ar, því sunnar og vestar sem dregur á há- sljettuna) lifa í einstökum bændabýlum, sem eru umgirt ökrum, aldintrjám og smára- vöxnum grassljettum. Hjer suður á há- sljettunni er jarðvegurinn betri, moldin er frjórri og umhverfis vötnin Bielervatn, Neuenburgervatn og Genfervatnið taka við víðáttumiklar og arðsamar vínekrur. En því meir sem dregur nær Ölpunum þverra akr- amir smátt og smátt, en graslendið eykst og ávextir dafna í þó nokkurri hæð. En Sviss er takmarkað land, hvað stærð snertir, það er því ekki hægt að komast þar endalaust eftir hásljettum og fyr en síðar verðum við að hverfa upp til Alpanna, upp til bændanna og selbúanna þar. Það er einkennilegt að koma upp í Alpa- fiöll, og það væri dauð sál, sem ekki hrifist við fyrstu komu sína þangað. Fátt hefur lokkað mig meir en fjallgöngur í Ölpunum og þær sýnir, sú fegurð, sem fyrir augun ber. Það er töfrandi að sjá risavaxna og himingnæfandi fjallstindana, fannhvíta með kolsvartar hamrahengjur og gljúfur, að sjá dökkgrænan gróðurinn teygjast upp undir snjólínuna, dimma skógana, fagurblá eða græn vötnin og þrönga dalina. Upp um hlíð- amar standa selin á víð og dreif, en bænda- býli og smáþorp í dalbotnunum. Þegar komið er af hásljettunni og haldið er upp í Bemaralpana, þá rekur maður strax augun í þá breytingu, sem hefur átt sjer stað í byggingarstílnum. Á láglendinu voru íbúðarhúsin há og hlaða og penings- hús undir sama þaki og íbúðarhúsið. Þetta er sundurskilið í fjallendinu, og í íbúðar- húsunum er lágt undir loft, sem stafar ekki eingöngu af því, að það er ódýrara, heldur sjá bændumir að bæði stofur og peningshús eru hlýrri ef lágt er undir loft og um leið er auðveldara með upphitun á vetrum. Ann- ars skiftist byggingastíll sveitanna nokkuð eftir kantónunum eða ríkjunum, en aðal- breytingarnar eru þó háðar umhverfi og að- stæðum. Samt er nokkuð föst regla að sami byggingastíllinn haldist yfir hverja kant- ónu, og á hin æfagamla fastheldni Svisslend- inga við gamlar venjur stærstan þátt í því. Byggingastíllinn er æfagamall, og hús, sem bygð eru nú, eru bygð nákvæmlega eins og þúsund ára gamlir uppdrættir sýna. Hús- in eru víðasthvar inn til dalanna bygð úr timbri og liggja ýmsar orsakir að því. Veigamesta ástæðan er hinn altof dýri flutn- ingur á sementi, í öðru lagi eru menn van- ari timbursmíðum en steinsteypu og í þriðja lagi er afar oft hægt að fá mjög ódýrt timb- ur eða jafnvel ókeypis. Oftar eru það hreppsfjelög eða jafnvel ríkið, sem hafa eignarjett vfir skógunum, og þó svo að bændur fái ókeypis timbur mega þeir samt ekki höggva eitt einasta trje án leyfis skóg- arvarðar. Húsin eru afar óbrotin og einföld, og inn-

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.