Lögrétta - 01.07.1933, Side 26

Lögrétta - 01.07.1933, Side 26
147 148 LÖGRJETTA auðn og órækt. Þetta hefur ágerst svo mikið upp á síðkastið, að svissneska þingið hefur nú sett nefnd á laggirnar, sem á að sporna móti meiri fólksflutningum úr sveitunum. Svissneskir fjallabændur eiga við ýmsa aðra erfiðleika að stríða. Jarðeignirnar standa í alt of háu verði, og vilji efnalitlir menn kaupa þær, getur ekki hjá því farið, að þeir komist í miklar skuldir, enda er nú svo komið, að skuldir Alpabænda eru taldar að geri Yí hluta af eignum þeirra og er það nokkuð mikið. Vextir eru líka tiltölulega háir, samanborið við aðra lánsvexti í Sviss, svo það er erfiðara miklu fyrir bændur að fá þar lán en fyrir iðnaðarhölda. Annað sem erfiðleikum veldur, er einkum það, hve hey- skapur er lítill inni í hinum hrjóstrugu dalbotnum; bændurnir verða því að selja nokkurn hluta fjárstofns síns að haustinu, en kaupa það af sljettubændum að vorinu og þá tiltölulega miklu dýrara. Það er engin gífurleg peningavelta, sem gengur gegnum hendur Alpabóndans. Mikill hluti mjólkurafurðanna gengur til heimilis- ins sjálfs, en það sem selt er, og eins pening- ar, sem fást fyrir kjöt eða lifandi skepnur, ganga til vinnufólksins eða í þarfir heimil- isins á einhvern annan hátt. Jafnvel þeir bændur, sem eru vel fjáðir, hafa ekki lausa peninga undir höndum, þeir auka heldur bú- in sín, menta börnin sín eða nota þá í aðrar framkvæmdir. Helst eru til peningar í sveit- um eða dölum, sem liggja að hinum frægu svissnesku skemtistöðum og hótelum. Hinn geysimikli ferðamannastraumur veldur því að kjöt, mjólk og mjólkurafurðir eru þar í betra verði en annarstaðar. Skiljanleg afleiðing af þessu er vitaskuld það, að Svisslendingar í Ölpunum verða að lifa sem mest á sínu, og kaupa sem minst af aðfengnum vörum. Að þessu leyti svipar þeim lítið til íslenskra bænda. Mest ber á þessu inni í afskektustu dölunum, sem lengst eiga til j ámbrautarstöðva, enda hleypa járnbrautargjöldin verðinu mikið fram. Mjólk, smjör og ostur er undirstöðu- fæðan og sem langsamlega mest er lifað á. Brauð er búið til úr heimaræktuðu korni og það sem borðað er af kjöti, er heldur ekki aðfengið. Að spinna og vefa úr hör og ull, er ennþá mjög algengt meðal kvenna. Og þótt einkennilegt megi virðast, þá eykst þetta nokkuð í seinni tíð, einkum fyrir ákveðna milligöngu svissneska bændasambandsins, sem vinnur ótrauðlega að því, að auka alla heimavinnu, bæði í sparnaðarskyni til að þurfa ekki að kaupa þessar vörur annars- staðar, í gróðaskyni, til að geta selt þær, og síðast en ekki síst í menningarskyni, til að auka starfslöngun sveitafólksins og til að venja það ekki á iðjuleysi og leti. Ennfrem- ur hefur tekist að auka smekkvísi og list- ræni hjá alþýðu um leið og það hefur fengist við listvefnað og útskurð, getur það selt af- urðimar í sjerstökum búðum niðri í borgun- um og fengið þar allgóða borgun fyrir. Slík- ur heimilisiðnaður selst altaf vel í Sviss vegna þess hve ferðamannastraumurinn er mikill. Þar sem heimavinnan og heimilisiðnaður- inn stendur í mestum blóma, þar hafa einn- ig haldist þjóðbúningar og ýmsar gamlar venjur í klæðaburði. En aukin verslun, aukn- ar samgöngur og aukinn ferðamannastraum- ur valda því sameiginlega að tískan eykst og að gömlu búningarnir hverfa smám saman úr sögunni. Þó er víða spomað öfluglega á móti öllum nýjungum á þessu sviði og eink- um er það bændasambandið, sem gerir sitt ítrasta til að halda við gömlum venjum og góðri bændamenningu. En þrátt fyrir ýmsar nýjungar og ný- breytni, sem færist inn í svissneskt þjóðlíf með auknu kynni þess við umheiminn, er Svissum, þrátt fyrir alt, þjóðarmetnaður að halda við einkennum sínum, siðum og hátt- um. Það eru fjallabændurnir og selbúamir sem hafa hjer forystuna, og það eru þeir, sem altaf hafa haft forystuna á hendi frá því að þeir stofnuðu svissneska ríkjasam- bandið í Rútli við Vierwaldstáttersee 1. á- gúst 1291 og fram til þessa dags. Það eru þeir sem ótrauðast hafa barist fyrir frelsi sínu og sjálfstæði gegnum aldirnar og aldrei þolað okur eða kúgun. Hvað væri Sviss án þessara kjarnmiklu sona sinna, sem fómuðu öllu fyrir frelsið? Það væri sennilega ekki til sem sjálfstætt ríki eða ríkjasamband, held- ur hlutað niður milli stórveldanna, sem að því liggja. Og myndu Alpafjöllin ekki að

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.