Lögrétta - 01.07.1933, Síða 27

Lögrétta - 01.07.1933, Síða 27
149 LÖGRJETTA 150 einhverju leyti tapa svip sínum, ef selin og bændabýlin hyrfu úr hlíðunum, ef bjöllur selkúnna hættu að óma og ef dalimir væru óbygðir og auðir? Nei, Alpabúinn hefur ó- hemju mikla þýðingu fyrir svissnesku þjóð- arheildina og ef til vill miklu meiri en hún gerir sjer alment ljóst. Það er hann, sem festir svo mikla ást til heimkynna sinna, til fjallanna og dalsins síns, að glaumur og hag- kvæmni borgarlífsins glepur hann ekki, það er hann, sem felur sanna ættjarðarást í brjósti sjer og ann dásemd fjallanna og sjálfstæði sjálfs sín. Og það er Alpabúinn með hjarðir sínar og sel, siðu og háttu, sem hefur hjálpað til að draga ferðamanna- strauminn inn í landið og eflt á þann hátt fjárhagslega velmegun þjóðar sinnar. Alpabúinn verður umfram alt að trúa á sinn eigin mátt, þess vegna er hann tor- trygginn við aðra en þá, sem næstir honum standa. Hann horfir íbygginn á borgarbúann og útlendinginn og finnur ljóst og óljóst að hann hefur ekkert saman við þá að sælda; þeir eiga engin sameiginleg áhugamál. Sýni hinn ókunni aftur á móti áhuga fyrir starfi og lífskjörum bóndans, þá eru honum með góðvild látnar þær upplýsingar í tje, sem hann óskar. Bóndinn getur þá orðið skraf- hreyfinn og fullur kýmni og fjörs. Þann tíma, sem jeg dvaldi meðal sviss- neskra selbænda, gerðu þeir sitt ítrasta að fræða mig um kjör sín og' störf. Þeir tala ógjarnan háþýsku, enda þótt þeir hafi lært hana í barnaskóla, þeir tala því mállýsku, en ef þeir búast ekki við að maður skilji þá, reyna þeir að kenna manni störf sín á verk- legan hátt. Þeir sýndu mjer hvernig jeg ætti að slá, að brýna og raka, þeir sýndu mjer ýmsar aðferðir við ostagerð, hvernig þeir kveiktu upp eld, hvernig þeir mjólkuðu og meira að segja hvernig þeir gáfu svínunum. (En svínin flytja þeir með sjer upp í selin til að gefa þeim mysuna). Og gestrisni vantaði ekki hjá þeim, þeir gáfu mjer alt það besta, sem þeir áttu: brauð og smjör, margar tegundir af ostum, drafla, mjólk og rjóma. Þegar þeir höfðu ekki mjög annríkt sögðu þeir mjer sögur af bestu gemsuskytt- unum sínum, af glímumönnum og glímu- inótum. Þó jeg skyldi ef til vill ekki til fulls frásagnir þeirra, þá opnuðu þeir mjer samt nýja lind úr þjóðlífi þeirra, og vöktu hjá mjer áhuga til að kynna mjer þessa tvo svissnesku þjóðleiki: glímuna og skotfim- ina. Svissar hafa í margar aldir iðkað glímu og svissneska glíman er þeirra þjóðaríþrótt, ekki síður en íslenska glíman varð okkar þjóðaríþrótt. Hún hefur haldist óbreytt eða lítt breytt gegnum fleiri aldir og hún hefur meira að segja orðið þeim menningaratriði um leið og hún vakti og jók hjá þeim þjóð- ernistilfinningu. Einhverjar mestu hátíðir fjallabúa eru glímumótin, þar sem bestu glímumenn hvers dals eða hvers hrepps keppa. Á glímulandsmótinu keppa bestu glímumenn þjóðarinnar um konungstignina. Framar öllu öðru er glíman íþrótt selbúanna og f j allabændanna og það eru þeir, sem alla- jafna hafa borið sigur úr býtum á landsmót- unum. Hinsvegar hafa, og einkum nú í seinni tíð, menn neðan úr borgunum og af láglend- inu tekið að iðka glímur og er glíman þeirra nokkuð með öðru sniði en hinna. Hún verður mýkri og áferðarfegurri, borgarbú- arnir eru liprari og liðugri en sveitamenn- irnir og þess vegna gengur glíman þeirra undir nafninu leikfimisglíma og þeir eru kallaðir leikfimisglímumenn. En borgarbú- arnir eru sjaldan eins sterkir og ekki eins fylgnir sjer, og þess vegna hafa þeir til þessa beðið ósigur í viðskiftum sínum við selbúana. Glímumennirnir eru oftast klæddir erma- lausum bol og síðum buxum og eru girtir glímubelti ekki ósvipuðu því íslenska. Áður en þeir byrja glímuna heilsast þeir með handabandi og glímutökin eru lík og í ís- lensku glímunni, nema hvað Svissar halda ofurlítið aftar. En upphafsstaðan er nokkuð ljót hjá þeim, því þá beygja þeir sig eins mikið og þeim er unt og helst í vinkil. Svift- ast þeir síðan á með handafli og stympast þangað til öðrum hvorum leiðist þófið og leitar bragða. Meðan þeir stympast þannig mæðast þeir oft óhemju mikið og mæðin sogar í þeim, enda standa þessar handafls- sviftingar eftir því lengur, sem þeir eru jafn- ari og hræddari hvor við annan. Brögðin eru sambland af íslenskri, grísk-rómverskri og

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.