Lögrétta - 01.07.1933, Page 31

Lögrétta - 01.07.1933, Page 31
157 LÖGRJETTA 158 þungur loftstraumur eða loftþrýstingur, sem er svipvinda mjög og sem liggur nokkui' hundruð metra út frá sjálfu skriðuhlaup- inu. Þessi loftþrýstingur er eins hættulegur og ennþá óútreiknanlegri en snjóhlaupið sjálft. Stundum berst hann eftir endilöngum dalnum og veldur þá oft feiknamiklu tjóni; hann tekur upp menn og dýr og feykir þeim í loft upp, trje brotna og reykháfar húsanna íalla niður, peningshús og hlöður fjúka um og alt sem laust er, er í hættu fyrir þessum loftstraum. En takmörk hans eru svo hár- skörp, að ef tveir menn stæðu hlið við hlið, gæti annar tekist upp og þeyst langar leiðir burtu, meðan að ekki bærist eitt einasta hár á höfði hins. Snjóflóð þessi og loftstraumar gjöreyði- leggja stundum sel, bæði sumarsel og vor- sel og selbúarnir kafna í fönn, svo framar- lega sem þeir dvelja í seljunum; það hefur komið fyrir, að slíkt snjóflóð hefur tekið upp hlöðu með heyi og að klukkustund liðinni stóð hlaðan með öllu heyinu uppi í hlíðinni hinumegin dalsins, mörg hundruð metra frá þeim stað sem hún stóð áður á. Öll dýr, sem fyrir verða, farast, og meira að segja fuglar ioftsins drepast í hrönnum, ef þeir verða fyr- ir loftstraumnum. Hinsvegar er sagt um gemsur, að þær hafi vit á að forðast þær fjallshlíðar, þar sem mjög snjóflóðahætt er, og að þessvegna sje það tiltölulega mjög sjaldan að þær, eða bein þeirra finnist í snjó- hlaupunum. Erlendir ferðalangar, sem ferðast um Sviss, reka fljótt augun í læki, sem koma ofan úr fjallshlíðunum, en eru ef til vill svo litlir, að naumast verður sagt, að vatnið seytli. En það sem útlendingnum þykir einkennilegt, er að farvegir lækjanna skuli vera hlaðnir af n:annahöndum og það oft með ótrúlega stór- um steinum og björgum. Þessar hleðslur ná oft yfir margra kílómetra svæði, og það er ekki nóg með það, heldur er botn farvegar- ins gerður af mannahöndum. Þar sem jarð- vegurinn er gljúpur, verður að reka niður trje við trje, það verður að leggja þau þvert og endilangt eftir botninum og binda þau saman með sterkum viðartágum. En til hvers er þetta gert? spyr útlending- urinn forviða. Um gjörvalla Alpana úir af íjallalækjum, smærri og stærri, sem flest- ir gera ekkert mein af sjer. En í kringum suma lækina er skóglendi og þegar trjen eru íeld eða þegar þau visna upp og rætumar fúna, þá losnar jarðvegurinn í kring og hol göng myndast. Þegar mikill vöxtur kemur í lækinn ryður hann sjer braut yfir í þessi holu göng, hann finnur ný og ný jarðgöng og áður en varir, er hann búinn að grafa sjer óteljandi neðanjarðarfarvegi undir stærðar landflæmi. En einhvemtíma í mikilli leysingu og þegar flóð kemur í lækinn, þá fyllir hann öll jarðgöngin, vatnið hefur ekki við að síga niður, en það verður einhvers- staðar að fá framrás og það endar með því, að öll landspildan lyftist upp, vatnsaflið er stíflað og rekur á eftir. Moldin, grjótið, gras- ið og trjen komast á hreyfingu, hreyfingin vex og í einni svipan veltur þetta niður hlíð- arnar, grefur það sem fyrir verður og gjör- eyðileggur allan gróður. Þar sem áður var graslendi og jafnvel akurlendi er nú sand- orpin, gróðurlaus auðn. Þar sem áður var selbeit fyrir 2—300 kýr, eru nú graslausir nælhryggir og holt. Einhver frægasti slíkur fjallalækur heitir Molla, og fellur í Rín skömmu eftir upptök hennar í Austur-Sviss. Hún hefur valdið ómetanlegu tjóni á þennan hátt og þar að auki ber hún svo mikla leðju með sjer niður í Rín, að Rínarfljótið smáhækkar og sú hækkun er mjög hættuleg, því hún getur fvr eða síðar orsakað vatnsflóð yfir akra og engjar bændanna, sem búa á Rínarbökkum. En svissneskir bændur hafa -nú þegar unn- ið þrekverki með upphleðslum lækjarfar- vega, og á þann hátt fyrirbygt nýjar fram- rásir þeirra, en samt eiga þeir mikið ógert ennþá. Nú hafa svissneskir stúdentar tekið sig saman um að vinna frívinnu í sumarleyfinu sínu og ekki einungis að hleðslum slíkra lækja, heldur og að öllu því, sem þjóð- inni og einstökum hlutum hennar getur komið að haldi, bæði í nútíð og framtíð. Þeir vinna hjá fátækum fjallabændum að hey- vinnu, þeir bæta og búa til nýja vegi í af- skektustu dölunum, hlaða vamargarða fyrir snjóhlaupum, endurreisa gamla kastala og kastalarústir og vinna yfirleitt að öllu sem

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.