Lögrétta - 01.07.1933, Síða 32

Lögrétta - 01.07.1933, Síða 32
159 LÖGRJETTA 160 þjóðinni er fengur í. Það var annaðhvort 1926 eða 1927, sem þessi starfsemi hófst, þá gáfu 50 ungir stúdentar sig fram til frívinn- unnar, en síðan hefur tala þeirra altaf aukist, jafnvel fleiri tugir útlendinga vinna þar og nú skiftir tala þeirra stúdenta, sem vinna frívinnu á hverju sumri, mörgum hundruð- um. Ríkið lætur þeim ókeypis fæði, húsnæði, áhöld og ferðir í tje. Geigvænlegasta hættan, sem vofir yfir Alpabúunum eru vafalaust skriðumar, ekki þær, sem fjallalækirnir ryðja á undan sjer, heldur þær, þegar fjöllin klofna og falla nið- ur í dalina. Jeg ætla til fróðleiks að geta eins einasta dæmis. Einn mjög fagur Alpadalur, Semfdalurinn í Glarus, er umgirtur gnæf- andi fjöilum, en í miðjum dalnum er þorp, sem heitir Elms. Þorpsbúar lifðu að mestu leyti á kvikfjárrækt, en um 1870 fundust hellulög í fjallinu, öðru megin við Elms. Þessar hellur voru notaðar í þök og gólf og fengu yfir 100 manns vinnu við það, að ’orjóta hellurnar úr berginu. Var svo komið að um 1880 voru þorpsbúar orðnir um eða yfir þúsund talsins. Þegar farið var að grafa inn í fjaJlið rákust námumennirnir á sprung- ur lengra inni í því; þessu var engin sjer- stök eftirtekt veitt, og heldur ekki því, að öðruhvoru fjellu steinar ofan úr fjallinu og niður á jafnsljettu. 1 ágústmánuði og fram í byrjun septem- ber 1881 voru óhemju miklar rigningar og þá l'yrst fór íbúum Elms-þorpsins að lítast ískyggilega á fjallið. En hvað sem því leið, þá hafa þeir alls ekki búist við hættunni eins nærri og raun varð á. Þann 11. septembermánaðar, það var á sunnudegi, hrundi óvenjulega mikið grjót of- an úr fjallshlíðinni allan morguninn. Klukk- an liðlega 5 fjell fyrsta stórskriðan og huldi hún gjörsamlega hellunámurnar. Næsta skriða fjell stundarfjórðungi síðar; var hún stærri miklu og eyðilagði nokkur býli og sel, sem voru hingað og þangað í hlíðinni. Þegar skriðan fjell, óttuðust menn aðeins eigna- tj ón af völdum hennar, en nú greip alla ógur- leg skelfing, allir þustu út úr húsunum og flýðu, konur með bömin sín og karlmenn og gamalmenni, allir hugsuðu um að bjarga líf- inu, en enginn skifti sjer neitt af húsgögnum eða fjármunum, En í þetta sinn var tíminn takmarkaður og ekki langur tími til stefnu, því að fjórum mínútum síðar fjell síðasta og stærsta skriðan niður. Með óstjórnlegum braða brunaði hún niður hlíðina og var í vetfangi búin að hylja annan helming þorps- ins. 115 manns, ungir og gamlir, ljetu þar lífið, 90 hektarar af ræktuðu landi grófust undir skriðunum og nærri 100 hús gjöreyði- lögðust. Þetta er ekki nema eitt dæmi af mörgum, sem sýnir hve hættan af skriðuhlaupunum er alvarleg, því Alpadalirnir eru margir þröngir og djúpir, en gnæfandi fjöllin til beggja hliða virðast hanga ógnandi yfir býlum og þorp- um, skepnum og mönnum. Stundum er hægt l'yrir jarðfræðisrannsóknir að sjá skriðu- lilaupið fyrir, og er þá öllu fólki, sem býr á hættusvæðinu, vísað burt, og stundum fyrir- varalaust þegar þörf krefur. Fyrir tveim eða þrem árum síðan hafa jarðfræðingar orðið varir fjalls, sem þegar er komið á hreyfingu. Það er ófallið ennþá, en hreyfingin vex og þá um leið hættan af skriðufalli. I fyrra þótti vfirvöldunum ekki þorandi annað en vísa öll- um íbúum hættusvæðisins burt, en þeir eru nær tveim þúsunda og stunda mest iðnað, aðallega í stóru þorpi, sem liggur á svæðinu. Jeg hef minst að nokkru á aðalhætturnar, sem sí og æ vofa yfir höfðum fjallabúanna; að vísu eru til fleiri hættur eins og t. d. þrumuveður og eldingar, sem oft valda tjóni, en það er ekkert frekar í fjöllunum en á lág- lendinu og ekkert frekar í Sviss en í öðrum löndum. Þetta hamsleysi náttúruaflanna gerir Alpabúan trúaðan og guðrækinn. Á sunnu- dögum, þegar klukkur dalkirknanna hljóma og enduróma dal úr dal, þá beygir Alpabúinn knje sín í djúpri, kyrri lotningu og tilbeiðslu. Jeg man sjerstaklega eftir því einn sunnu- dag um heyannatímann í óþurka- og rign- ingatíð. Það leit rigningarlega út og fólkið keptist við að koma heyjunum inn undan rigningunni. En klukkan 11, þegar guðs- þjónustan byrjaði, lagði hver einasti maður, karl sem kona, frá sjer verkfærið og gekk þögull og alvarlegur í kirkju. Að guðsþjón- ustunni lokinni tók fólkið aftur til starfa án þess að matast og án þess að hugsa um hvíld-

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.