Lögrétta - 01.07.1933, Qupperneq 35
165
LÖGRJETTA
166
Hann ber sitt bar uns bogið skar
brunnið er út við brennvins stút og stelpunnar.
Hann nýtur sín best á næturnar —
þá notar liann augun og fæturnar;
þá bragðar hann aldrei einn einasta dropa
þótt eg sje að bjóða’ honum tár.
En — taki hann sjer frí,
íær hann sjer sopa
og gefur þá flott upp á gleðilegt árl
Svo skundar hann út um borg og bý
með brandí á ný, já, skál fyrir þvíl
Um daginn sá jeg hann „daginn á eftir“,
en þá var hann þunnur og fár,
ekki af iðran og annara niðran,
en — ástarsárl
Hann hafði gleymt og glatað í ralli
giænýrri kærustu á brekánsballi,
sjeð hana’ að morni
suður á Melum,
með sjóara af Skaga
í ástafelum.
Svo ekki er að furða, þótt á hlaupi snurða
og sorgina þurf’ hann í einhverju’ að urða —
til dæmis í brandí, að baki hurða.
Nei, sist er að furða.
II.
Augað frosið hart sem hörsl á vegi.
Heilinn vökusljór á morgundegi.
Hjartað sópað, alslaust eyðitorg.
Einstæðingur múgs í höfuðborg.
þreyttur, tómur, tómthúsmaður orðinn,
trítlar listarlaus um veitsluborðin.
Skálmin flosnuð, en flibbinn eins og mjöllin.
Flárátt skim við gesta hlátursköllin.
Brosir auðmjúkt — fyrir siðasakir,
í sinnuleysi þess, sem bíður, vakir.
En hann veit samt miklu, miklu fleira
um mann og konu, en aðrir fá að heyra.
Hann kann vel að þegja, það er list hans —
þar er bygð og trygð að mestu vist hans;
en aldrei má hann þiggja neitt af neinum
nema drykkjufje og glas í meinum---------------
þolinmæði og þögn er lögmál sett.
þjónn á minni en hálfan gestarjett.
Hvar á hann að halla höfði sínu?
Hjá henni Gunnu að norðan? Eða Trinu,
henni að sunnan? — Siðla nætur fer hann,
sundurslitinn kom og fór og er hann.
Kofri! þú skalt heldur gista hjer,
hjer á gamla sófanum hjá mjer.
Til Oengsa,
Dengsi! Litlu „L j ó ð i n“ mín
lofaði jeg þjer, karlinn,
að gefa og koma þeim til þín
og það skal standa í pallinn.
— Dengsi litli, lífið er
langtum stærra að sárum,
heldur en flestir hugsa sjer
heilir, á þínum árum.
Sumt er æska, er sjerðu hjer,
sumt er ’in kalda elli
og svo á að fara fyrir þjer:
að falla — en halda velli!
'Reyfejavík.
Hjer sá jeg ungur sólir fagrar skína
á sakleysið um stjettarnar og torg
og nú hefur dækjan haldið heimreið sína
hjer í þessa yndislegu borg.
Gömul afmælísvísa,
‘Cil Pjeturs 7Aagnússonar frá ©ílsbakfea.
Heiðursmaður við háa og lá’a.
Við heiða loftið glæddist þú.
Það má segja um þig — en fáa —
það var gott að fæddist þú!
/Pfmælisósfeír,
15. september 1955.
Mín fyrsta ósk er morgunkoss á kinn
hjá kærustunni minni, Önnu Páls.
Mín næsta ósk, að kyssa kollinn þinn
og kyssa þig á augun, munn og háls.
Mín þriðja ósk — að ralla frí og frjáls
fæðingardaginn minn, í þetta sinn!