Lögrétta - 01.07.1933, Síða 41

Lögrétta - 01.07.1933, Síða 41
177 LÖGRJETTA 178 hann hefur fylgt þar tískunni. Hann þýddi kvæði eftir Byron og áhrifa þaðan verður einnig vart í frumsömdum kvæðum hans frá æskuárunum, svo sem ,,Ólund“ (Háum helst und öldum) og „Haustvísa“ (Lengir nóttu, lúta höfðum blóm). Þetta tískuþunglyndi þeirra tíma og tilfinninga-viðkvæmni, sem Grímur túlkar í þessum kvæðum og fleirum síðar, kemur sumstaðar nokkuð fram í kvæðum Jónasar Hallgrímssonar, þótt meg- intónninn sje þar allur annar, t. d. 1 vísun- um: „Enginn grætur íslending“, — „Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi“ o. s. frv. Bæði Grímur og Jón Thoroddsen slá stundum á þá strengi, en þó gætir þeirra miklu meira hjá Gísla Brynjólfssyni og síð- ar hjá Kristjáni Jónssyni. Eftir að Fjölnismennirnir voru þagnaðir, virðist Grímur lítt sinna þeim málum, sem Hafnar-lslendingum voru þá ríkust í huga, en það voru sjálfstæðismálin, sem Jón Sig- urðsson var þá að taka forustu í. Þó var Grímur nokkrum sinnum í ritnefnd „Nýrra fjelagsrita“ með Jóni og bii'ti þar nokkur kvæði. En fylgismaður Jóns í stjórnmálum var hann aldrei talinn, heldur miklu fremur andvígur, þótt ekki sje mjer kunnugt um, að hann hafi nokkru sinni ritað á móti honum í dönskum blöðum. En bæði af þessari sjer- stöðu Gríms og svo án efa vegna einhverrar stirfni í skapferli hans, varð hann fremur óvinsæll meðal landa sinna í Kaupmanna- höfn, var talinn af þeim dansklundaður og lítill föðurlandsvinur. Hef jeg heyrt Stein- grím heitinn Thorsteinsson segja frá þessu, en hann var lengi Grími samtíða í Kaup- mannahöfn, en ellefu árum yngri. Mátti á honum heyra, að löndum Gríms í Höfn hafi þótt nokkuð mikill mentahroki hans á þeim árum og hafi þeir ekki þolað honum það vel. Einkum höfðu þeir Ólafur Gunnlögsen oft átt í brösum, og sagði Steingrímur, að Grím- ur hefði jafnan farið mjög halloka í þeirri viðureign. Ólafur var sonur Stefáns Gunn- lögsen bæjarfógeta í Reykjavík, en móðir hans var Ragnhildur Benediktsdóttir yfir- dómara Gröndal, gáfumaður mikill og ákaf- ur fylgismaður Jóns Sigurðssonar í stjórn- málum. Hann lifði alla æfi erlendis, eftir að hann sigldi til háskólans í Kaupmannahöfn, varð kaþólskur, fór víða um lönd og var að síðustu lengi ritstjóri í París. En mikið orð fór af gáfum Gríms, og hann vaf svo sjerkennilegur maður, að ýmsu leyti, að um hann mynduðust sagnir, sem gengu mann frá manni, bæði um framkomu hans og tilsvör við ýms tækifæri. Metorð þau, sem hann náði ytra á tiltölulega ungum aldri og voru óvenjuleg á okkar mælikvarða á þeim tímum, hlutu líka að vekja athygli á honum hjer heima. Og þótt hann hneigðist ekki til fylgis við Jón Sigurðsson í stjórn- málabaráttunni og væri af löndum sínum í Höfn talinn dansklundaður, þá er hann í raun og veru flestum íslenskari í hugsunar- hætti. Þegar árin færast yfir hann erlendis, virðist svo sem honum hafi farið að þykja líf sitt þar tómlegt og innihaldslítið. Hann kvæntist ekki, og safnaði ekki fje, þótt laun hans hafi að líkindum verið allgóð. Jeg hef heyrt sagt, að hann hafi lengi eftir að hann kom að Bessastöðum veiið að afborga skuldir sínar í Kaupmannahöfn, og að hann hafi haldið kunningjum sínum hjer veitslu á gamals aldri, þegar þeirri þraut var lokið. Ilvergi er þess þó getið, að hann hafi verið óreglumaður eða óhófsmaður á nokkurn hátt. En hann mun hafa haldið sig ríkmann- lega, umgengist menn, sem ekki þurftu að lialda spart á, og þess vegna lifað um efni fram. Annars munu engin gögn vera til, sem sýni, hvað því veldur, að Grímur hættir störfum erlendis á miðjum aldri og flytur sig heim. Dr. Jón Þorkelsson hyggur, að honum hafi mislíkað breyting, sem gerð var á skipun utanríkisráðaneytisins um þetta leyti, og má vel vera að svo sje að einhverju leyti. Hann fjekk lausn frá embætti sínu þar 1866 með fimm ára biðlaunum, og næsta ár fer hann heim og setst hjer að. Heim- flutningurinn hlýtur að hafa haft í för með sjer allmiklar lífsvenjubreytingar hjá Grími, og getur varla hjá því farið, að ráðabreytni hans standi að meira eða minna leyti í sam- bandi við breytingar, sem orðið hafi á sálar- lífi hans og hugsanaferli. Ef leitað er til kvæða hans eftir heimild- um, sem þetta snerti, þá kemur í ljós, að þegar hann er nálægt fertugu, fara þau að bera vott um sterka heimþrá. Þá yrkir hann

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.