Lögrétta - 01.07.1933, Side 44
183
LÖGRJETTA
184
ur líka náð kjama sögunnar í örstuttu
máli, eins og t. d. í kvæðinu um viðskilnað
Sverris konung-s, sem Sveinbjörn Svein-
bjömsson hefur gert lag við og orðið er al-
kunnugt söngljóð. Kvæðið um Arnljót Gell-
ini er ekki þulin saga, heldur lýsing, og
eins er um kvæðið „Heimir“, sem Sigvaldí
Kaldalóns hefur gert lag við, og nokkur fleiri,
þótt hitt sje algengast. Sigurður Nordal hef-
ur vakið eftirtekt á hinu málandi lýsingar-
orði um úlfana: ilbleikir, — í kvæðinu um
Arnljót Gellini: „Eftir honum úlfar þjóta —
ilbleikir með strengdan kvið“. Það er af
sama toga spunnið og lýsing Jónasar Hall-
grímssonar, er hann kallar emina „klógula",
í Gunnarshólma. Við myndun slíkra lýsing-
arorða koma fram áhrif frá þýðingum Svein-
bjarnar Egilssonar.
Mikið af kvæðum Gríms eru mannlýsing-
ar, skarpt dregnar myndir og skapgerðar-
lýsingar. Skúli fógeti er einn þeirra manna,
sem hann hefur mest dálæti á. I stórviðrinu
og sjávarháskanum lýsir Grímur honum
svo: „í litklæði fór hann og studdist við
stoð — stórhöfðinglegur að líta“. Og hvatn-
ingarorð Skúla til þeirra, sem hræðslan hafði
yfirbugað, eru nokkuð hryssingsleg:
„þið munuð fá að súpa’ á sjó,
þó þið sitjið og bælið fletin,
og háttunum ná í Helvíti þó
þið hjarið á meðan þið getið".
Af samtíða alþýðufólki hefur hann einnig
dregið upp myndir, svo sem af Eiríki for-
manni, Kvæðakela, Kvensvarkinum o. fl. En
lýsing hans á gamla smiðnum getur átt við
sjálfan hann á ellidögunum í kvæðasmiðj-
unni. Við verkið lítur gamli smiðurinn yfir
órólegan æviferil, en ályktunarorðin verða
þessi:
„Ofsanum skyldi enginn beita,
of er verst i hverjum hlut.
Hófs er best og lags að leita,
lánið situr þá í skut“.
Grími var meinilla við fráhvarf það frá
Irúarbrögðunum, sem nokkuð var farið að
gera vart við sig á síðari árum hans, og
kemur oft að því efni í kveðskap sínum.
Menn eru nú hættir að tala um rímlýtin á
kveðskap Gríms, og sumir hafa jafnvel tal-
ið þau honum til gildis. En auðvitað er það
TJohhrar bæhur.
sendar Eögrjettu.
„HE1ÐVINDAR“, kvæði eftir Jakob
Thorarensen, fimta kvæðasafn hans og þar
í, svo sem vænta má, margt fallegra og
ágætra kvæða.
LJÓÐ, eftir Sigurð Sigurðsson frá Arnar-
holti, þriðja útgáfa breytt. Mörg af ágætis-
kvæðum höf. úr eldri Ijóðasöfnum hans eru
tekin hjer upp, en þó ekki öll. Svo er bætt
við ýmsum smákveðlingum, sem kastað hef-
ur verið fram við ýms tækifæri.
GÆFUMAÐUR, skáldsaga eftir Einar H.
Kvaran, sem lýsir nútíðarlífi í Reykjavík.
Kom út í vor, sem leið, og er þegar orðin
kunn og vinsæl bók um allt land.
ÞESS BERA MENN SÁR, I, skáldsaga
eftir frú Guðrúnu Lárusdóttur, lýsing á ís-
lenzku prestsetri uppi í sveit, góð og læsi-
leg frásögn. En aðeins fyrri hluti sögunnar
er út kominn.
BRÚÐARKJÓLLINN, skáldsaga eftir
Kristmann Guðmundsson, í ísl. þýðingu
eftir Ármann Halldórsson. Útgefandi er Ól-
afur Erlingsson, og er þetta önnur skáld-
saga Kr. G., sem út kemur á íslenzku. Sag-
an er góð og þýðingin vel af hendi leyst.
Parcival, síðasti Musterisriddarinn, sögu-
leg skáldsaga frá byrjun 14. aldar, eftir A.
E. Bráchvogel, þýdd af sjera Friðriki J.
Rafnar og gefin út af Bókútgáfunni Norðri
á Akureyri. Þetta, sem út er komið, er fyrra
bindi sögunnar, en í henni er mikill fróðleik-
ur um endalok krossferðanna.
fjarstæða. Þau eru gallar, en smávægilegir
gallar, sem hverfa fyrir mörgum kostum.
Flest kvæði hans eru sjerlega formföst og
vel bygð. Vegna þess eru mörg þeirra söng-
hæf og hafa mjög verið notuð af tónlaga-
smiðum. Þótt þau sjeu, fljótt á litið, nokkuð
þunglamaleg, eru þar undir ómandi strengir.
Og ekki má heldur gleyma því, að til eru
kvæði eftir hann, sem eru listaverk að rím-
snild.