Eimreiðin - 01.05.1917, Síða 3
63
Germanar þann heim, sem vér höfum hingað til átt að hrósa sem
heimili voru. Pær framfarir, sem vér miklumst af, hafa ekki orðið
til fyrirhafnarlaust, heldur verið framleiddar og varðveittar með
miklum erfiðismunum allra og einstakra. Pað sem mikilmennin
hafa afrekað í bókmentum, listum og í þekkingu á náttúrunni,
það hefur verið gert aðgengilegt æ fleirum og fleirum með upp-
eldi og skólafræðslu. Ofríki einstakra hefur verið niðurbrotið, og
höfuðgreinir flestra fræða hafa verið þýddar og gerðar nothæfar
öllum stéttum, og andleg starfsemi hefur ávalt verið studd og
aukin að sama skapi sem vísindin urðu frjálsari og fleiri menn
þurftu eigi að búa við slæm kjör, slit og strit.
þessi afrek, þótt hingað til hafi endaslepp verið, eru vestur-
þjóðum álfu vorrar að þakka. Pað er útbreiðsla menningar, sem
vakið hefur virðingu vora fyrir Rómverjum, fremur en Xerxes eða
veidi Breta, fremur en fyrir siðmenning Kínverja, og það er starf-
semin fyrir mannkynið, sem nú er í dauðans hættu sakir hins
mikl ófriðar. Hvort Englendingar, Frakkar eða Pjóðverjar hafa
dáð í sér, þegar stríðinu er lokið, til að halda áfram framfarastarfi
álfu vorrar, það er mjög efasamt, enda komið undir því, hve
lengi ófriðurinn varir, og þeirri stefnu, sem friðarskilmálarnir taka.
Undir hvorutveggja þessu virðist mér mest vera komið. Hversu
mikill háski, sem yfir vofir, hverfur hann og gleymist sakir ofmetnaðar
þjóðanna; því að athyglin lendir á hinum einstöku, en ekki á
ríkjunum. Hætt er og við, að hag sumra hinna einstöku þegna
verði miður gætt, þegar ríkin eru í veði. En þegar til lengdar
lætur, verður velferð ríkisins eigi vel trygð, glati einstakir menn
eða stéttir dáð og dugnaði. * En í því, sem eftir fer, ætla ég þó
að sleppa hinni stjórnmálalegu hlið þessa máls, en benda einungis
á áhrif ófriðarins á menn yfirleitt, karla og konur, svo og á æsku-
lýðinn; enda hljóta samsvarandi áhrif að lenda á ríkinu að lokum,
með því hvert ríki stendur eða fellur með þegnum sínum.
Petta stríð er verra en þau, sem nokkru sinni hafa háð verið,
að því er snertir bein áhrif á þá, sem berjast. Fyrst er það, að
liðsfjöldinn er meiri, en áður eru dæmi tii, og tala þeirra, sem
falla eða verða óvígir er margfalt meiri, en orðið hefur síðan
sögur hófust; og tjónið verður meira fyrir þessi bardagahlé, sem
gera venjulega herstjórn eintóm vandræði og aðgerðalausa. Peir
ætla að þreyta hvorir aðra, segja menn, og er þá fyrirætlanin sú,
að því er skilst, að menn uppræti smásaman h'erafla hvorir ann-
s*