Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 10

Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 10
70 tryltu hamfarir hætta, verða því þyngri, sem fjárhagsþrotin bætast við. Alt til þessa hefir hér á Englandi lítið borið á þröng í búi, og yrði friður saminn nú í haust (1915), gæti hugsast, að vér slyppum vandræðalítið í efnalegu tilliti. En dragist að friður náist, þangað til ný og stærrri ríkislán bætast við, megum vér kvíða miklu harðæri. Peir, sem þá hafa fjármagn, munu verða viðbúnir að heimta hærri og hærri leigur; að líkindum verða menn neyddir til að taka stórlán í Ameríku, og leigurnar af því fé verða síðan skattur, sem Evrópa verður að greiða Ameríku eins og bætur fyrir flas og fávizku stríðsins. Hin ógurlega framleiðsla hergagnanna mun annaðhvort hætta skyndilega fyrir ofbeldisum- rót á vinnumarkaðinum, ellegar henni verður haldið áfram, af því alt er leigulögum háð og bundið, og verður það aftur herhvöt og tilefni nýrra styrjalda, með því slíkt eykur grunsemi og ótta annarra þjóða. Erfitt verður og að sjá þeim fyrir stöðu, sem heim koma úr styrjöldinni, einkanlega þar sem konur hafa tekið að sér karlmannastörfin fyrir lægri laun, svo og vegna þess, að ekkjum og einstæðum konum hefur stórum fjölgað fyrir mann- fallið, en fyrir þeim þarf einnig að sjá. Svo er það enn, að- menn, sem heim koma lífs úr stríðinu, munu þykjast illna haldnir, að búa við verkamanna kost eftir veitingarnar, sem menn hafa og hljóta að hafa í skotgröfunum; að slíkir menn skoði sig sem þjóðarhetjur, mun og vorkunn þykja. Alt slíkt gerir torvelt, að koma liðsmönnunum svo fyrir, að þeir aftur uni við sín gömlu lágu kjör. En stjórnin hinsvegar, sem stríðið hefur kent að beita gerræðisvaldi á ýmsan hátt, hefur nógu herliði á að skipa, en hinir engar varnir eða forystu á móti, hún mun reynast drjúgum harðdrægari viðureignar, en hún áður var í viðskiftum við verkföll og »skrúfur«. Mætti þetta hæglega leiða til háskasamlegra upp- þota, þó án þeirrar dáðar og forsjá, er valdi þeirri bylting, sem að haldi kæmi. í þessum kröggum munu rýrar framlögur fást til uppfræðslu eða styrktar listum og vísindum. Til þess að auðið verði að halda við heljarmiklum herbúnaði, munu ráðandi stéttirnar reyna að minka útgjöldin til allra þeirra hluta, er þær álíta minst áríð- andi, og meðal þeirra verður óefað uppfræðslan talin. Markmið þeirra verður, að framleiða öreigalýð, vankunnandi í öllu öðru, en að kunna skot og vígfimi, lýð, sem verður auðtaminn fyrir heimsku sakir, en hættulegur sakir blindrar hlýðni og leikni við heræfingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.