Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 12

Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 12
Skyldi nú meiga hugsa sér nokkurn ábata, sem áframhald ófriðarins megi bjóða í bætur fyrir alt tjóniðf Pað er torvelt að ímynda sér nokkra bót við þvílíku böli, og enginn ávinningur gæti orðið þyngri á metum en þessi hræðilegi skaði; nei, alls enginn! Pví í reyndinni yrði hver ávinningur, sem menn hugsuðu sér, tóm missýning. Það er nú orðið bersýnilegt, að hvorugumegin má vænta svo fullkomins og dauðrotandi sigurs, eins og hvorir- tveggja væntu sér að vinna í fyrstu, nema með þeim tilkostnaði, sem ekki má hugsa sér að meta. Fyr eða síðar kemur að því, að semja verður um frið. Kröfur Belgíu, sem vér erum skul- bundnir til að ábyrgjast, munu Pjóðverjar, að sögn, kannast við, en iðgjöld til sín munu þeir heimta einhversstaðar frá. Sú rök- semd hjá oss, sem virðist vera þyngst á metum, er sú, að ef oss tekst ekki að brjóta Pýzkaland á bak aftur, megum vér vera við því búnir, að Þjóðverjar segi oss stríð á hendur, óðara en færi gefst. En í raun og veru þolir sú röksemd eigi augnabliks prófan. Pví fyrst er það, sem öllum dugandi hermálamönnum kemur saman um, að Pýzkaland verði aldrei sigrað. I öðru lagi er það, að stríð hafa oftlega áður verið háð, án þess að Pjóð- verjar hafi verið vorir óvinir, og eins er viðbúið, að enn verði; því svo fremi valdakepnin niðurbælist ekki, rís upp hver keppi- nauturinn á fætur öðrum. I þriðja lagi er það, að lengist styrj- öldin, mætum vér öllum þeim raunum, sem búast má við, að eigi yrðu minni, þegar nýja styrjöld bæri að höndum, en tjón vort nú er víst, en hið komandi óvíst. Pýzkaland hefur hlotið botnlausan skaða, enda eru Pjóðverjar nú í öðru skapi en í upp- hafi stríðsins og farnir að fordæma haturssöngvana. Friður, sem hvorugum gæfi fullan sigur, mundi leiða til þess, að Pjóðverjar ásettu sér að hefjast ekki handa fyrst um sinn eða um allmörg ár; en lengur en einn mannsaldur mun engin friðargerð verja oss fyrir ófriði. Og ef vér lengjum ófriðinn, hljótum vér að mæta miklum og vissum mannraunum, en fáum litlar og vafasamar bætur. Sæmd vor skyldar oss til að hjálpa Belgíu, en beztar fengi hún bæturnar, ef fjóðverjar yrðu unnir til með sáttmálsgerð að skila aftur landinu, í stað þess að vera að lokum útreknir þaðan, eftir að alt nýtilegt, sem þar er eftir, er gereyðilagt. Of- metnaður á báðar hliðar er enn sem fyr aðalrót ófriðarins. Skyldi þá enginn stjórnvitringur vera til, sem kann að hugsa fyrir alla Evrópu? Eða er siðmenning vor eitthvert lítilræði í augum þjóð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.