Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 15

Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 15
75 II. Höf. segir sjálfur um bök sína í formálanum: »Pað er von mín, aö hún standi ekki mikið að baki álíka kenslubókum erlend- um, og ber það til þess, að ég því nær í hverju atriði hefi stuðst við þau beztu erlendu fræðirit, sem ég þekki í þessari grein«. Petta er víst ekki ofmælt. Annars fer höf. í efnisvali sínu víða sínar eigin götur, og mætti þar deila um, hvað nauðsynlegast er, af því að úr miklu er að moða. Eg hefði t. d. óskað, að nánari grein hefði verið gerð fyrir því, sem menn vita um undirvitundina, og þó nokkrum útlendum orðum um merk sálarfyrirbrigði hefi ég flett árangurslaust upp í orðasafninu aftan við. En svo hefi ég á hinn bóginn fundið þar ýmislegt, sem ég bjóst ekki við, og ekki er það neinni bók til hnjóðs, þó að lesandinn vildi óska, að hún hefði verið helmingi lengri. Meðferð efnisins finst mér vera í bezta lagi. Pað er auðséð, að hér er ekki um neinn sam- tíning úr heimildarritunum að ræða, heldur er bókin hugsuð á íslenzku af höfundinum. Og einmitt þetta gerir frásögnina svo lipra og ljósa, sem hún er, en það er ekki lítill kostur á bók, sem ætluð er byrjendum utan og innan háskólans. Greindur alþýðu- maður hlýtur að geta lesið hana, ekki einungis sér til fróðleiks, heldur líka til skemtunar. Skal ég nú drepa stuttlega á efni bókarinnar og niðurskipun. Fyrsti kaflinn er stutt sögulegt yfirlit yfir hugmyndir manna um sálina sjálfa, eðli hennar og tilveru. Nær það frá sálnatrú frumþjóðanna til orkuhyggju og andatrúar nútímans. f*á kemur dálítill kafli um aðferðir sálarfræðinnar og aðstoðarvísindi og því- næst tveir kaflar, sem skýra eiga spurninguna um samband sálar og líkama (III. orka, líf og andi og IV. uppruni og þróun lífs og meðvitundar). Heldur höfundur þar fram þeirri skoðun, að orkan sé sameiginleg undirstaða efnis og anda, líkama og sálar, en ekki treysti ég mér til þess að leggja dóm á gildi hennar. Pá koma tveir langir og fróðlegir kaflar um þróun mænukerfisins og með- vitundarinnar. Er sagan þar rakin alla leið frá frumdýrunum til mannsins og m. a. ágætlega skýrt frá erfðavenjum og reynsluviti hjá dýrunum. Get ég ekki stilt mig um að taka hér upp eina söguna, sem þar er sögð (eftir Rómanes) og sýnir svo skemtilega, hvernig lífsbaráttan knýr hyggindin fram: »Eg horfði einu sinni á snák, sem hafði rekið höfuðið gegnum ofurlítið op og gleypt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.