Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Qupperneq 16

Eimreiðin - 01.05.1917, Qupperneq 16
7 6 körtu. En með hana í gúlnum gat hann ekki komist með höfuðið aftur í gegn um gatið. fegar hann fann það, var honum nauð- ugur einn kostur að láta þennan ljúffenga bita út úr sér aftur og kartan fór að hafa sig á kreik. En þá var snákseðlinu nóg boðið og hann gleypti aftur körtuna; en eftir mikil umbrot og tilraunir til þess að komast aftur úr gatinu, var hann neyddur til að láta hana lausa. En nú var hann búinn að læra af reynslunni; hann tók nú í eina löppina á körtunni, dró hana gegnum gatið og gleypti hana síðan sigri hrósandi« (bls. 104—$)• Pá kemur mjög hugðnæmur kafli um sjálfsveru mannsins og þróun hennar, og er þar drepið á margt, sem vel er fallið til þess að sýna, hvílík undrasmíð mannssálin er og hve lítið vér vitum um insta eðli hennar (dáleiðsla, mókleiðsla o. fl.). Pá er í VIII. kaflanum yfirlit yfir aðaleinkenni sálarlffsins og þrjá þætti þess, vitund, tilfinning og vilja. Og 18 síðustu þættirnir skýra svo nánar frá þessum þrem þáttum og myndum þeim, sem þeir koma fram í. Er þar svo fjölbreytt efni saman komið, að hér er enginn kostur, að gera nánari grein fyrir því. III. Pað sem gert hefur það örðugra, að semja kenslubók í sálar- fræði á íslenzku, heldur en á öðrum málum, var orðaskorturinn. Auðvitað hafa mörg góð nýyrði verið mynduð á síðari tímum, og í málinu voru frá fornu fari til ýms orð, sem samsvöruðu erlend- um fræðiorðum. En mörg orð vantaði, og samfelt orðakerfi var alls ekki til. En þess þurfti einmitt við, til þess að alþýðuorðin fengju fasta vísindalega merlcingu og nýyrðin rækju sig ekki hvort á annað. Pó að því fari fjarri, að íslenzkan eigi ennþá fullkomið sálar- fræðislegt orðakerfi, þá er undirstaðan nú fengin með þessari bók. Fjöldi af orðum hennar mun standa og verða á alþýðu vörum; þau, sem ekki ná almannahylli, munu verða hvöt til þess, að leita annarra betri. Ágúst Bjarnason hefur hvað eftir annað sýnt í rit- um sínum, að hann er manna orðhagastur (smbr. t. d. grein hans í »Andvara« 1914, »Rannsókn dularfullra fyrirbrigða«). Samt sakna ég eins hjá honum. Hann hikar of mikið við að auðga málið með nýjum stofnum: að laga útlend orð í hendi sér og taka þau inn í málið. Petta gafst vel á hinni fyrri gullöld ís- lenzkunnar, og má alveg eins gera enn í dag (smbr. orð eins og

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.