Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Síða 24

Eimreiðin - 01.05.1917, Síða 24
84 þeim, er á þreskildi þetta mælir: Sjai sína hjörð sundurdreifða sá, er setti á svaðilvetur svan og sólskríkju, sveitir þau, hrekur hreindýr um hlélausan gadd. Þ ú munt þó eigi þungum steini varpa von braðar á vanburða mann — beygðan búanda, er bakverk sinn hafði að heyverki á hverju sumri. Sá hefir sífelt sína daga unnið af alefli, og umfram þó — látíð ljá brýndan lama grös, höggva harðvelli, hrjóða mýri. Hefir handfljótur heyflekk og ljá sópað saman sýknt og heilagt — látið leika um löðrandi brjóst hæga hafrænu og hvassa storma. Hefir hart gengið að heyverkum, viljað við búast vetri hörðum; bruni var í baki og í brjósti stingur, harðsperra í handlegg og í herðum kvöl. Sein er sárabót: sinuhagi liggur í læðingi langaföstu, arinn örkola innan brjósts, sindur sálarlífs svæft á gaddi. Beiddi brjóstgæða bóndi alföður, vakti veðurnótt — vakti og bað. Hermdu honum helurósir synjanar svar á sumarpáskum. Hvarflar húsbóndi hugskotssjón: hroðnir eru heygarðar, hlöður næstum; synjar um sólbráð sumardís, hefir helþorni hláku stungið. Heyrir kúa kall, kvein í ám,

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.