Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 27

Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 27
»7 láni að fagna að verða snortin af þeim guðdómlegu neistum kær- leiks, mannúðar og fegurðar, sem jafnaðarlega bregður fyrir að meira eða minna leyti í ræðum og kvæðum séra Matthíasar, ýmist sem hugskjótu eldingaleiftri eða sem funandi flugeldaregni eða bragandi norðurljósaflogum. Pað var líka »Stúdentafélagið« á Akureyri, sem frumkvæðið átti til þess, að varðinn yrði reistur, og var svo til ætlast, að hann yrði afhjúpaður á áttræðisafmæli skáldsins n. nóv. Hafði talsverður undirbúningur átt sér stað, til þess að gera afhjúpunar- athöfnina sem hátíðlegasta og átti einn hinn mælskasti maður bæjarins, skólameistari Stefán Stefánsson, að halda af- hjúpunarræðuna, er enda átti með upplestri afhjúpunarkvæðis eftir einn af fyrverandi nemendum Gagnfræðaskólans, hið þjóðkunna lýðskáld Eyfirðinga, kennara Pál Jónsson. En hér fór sem stundum vill verða, að »kaupmaður sigla kaus í dag, en kári hlaut að ráða«. Ohagstæðar skipaferðir urðu þess valdandi, að brjóstlíkanið komst ekki til landsins í tæka tíð, svo ekkert gat orðið úr afhjúpunarviðhöfninni á sjálfan afmælis- daginn, enda ekki hægt að fullgera varðann sökum veðra, úr því svo var orðið áliðið. Var þá ekki annars kostur en að láta síð- asta smiðshöggið bíða vorsins 1916. En þá fór þó engin hátíðleg afhjúpun fram, með söngum, ræðuhöldum og mannsöfnuði, heldur var það eina morgunstund, er skáldið var að ganga sér tiljhress- ingar og varð reikað inn í lystigarðinn, að hann sá þar morgun- sólina vera að kyssa skínandi eirmynd af sjálfum sér og krýna hana glitrandi geislasveig — og má vera. að honum hafi fundist það ekki síðúr hátíðlegt, en þó fleiri hefðu verið viðstaddir og fleira talað. Búast má þó við, að skáldinu mundi samt ekki þykja að því, að fá í ofanálag að heyra eða sjá hvað roenn æ 11 u ð u að segja við afhjúpunar-athöfnina, ef úr henni hefði orðið, enda mundi og hinum mörgu vinum lians um land alt vera nokkur forvitni á að sjá, hvað annar eins mælskumaður og Stefán skóla- meistari ætlaði að segja við þetta tækifæri. Og þar sem nú. Eimr. hefir komist yfir upþkastið að hinni fyrirhuguðu ræðu hans, sem klykkja átti út með hinu snjalla og stórlipra kvæði Páls Jóns- sonar, þá finst oss réttast, að láta hvorttveggja fylgjast með varðamyndinni, og hyggjum, að lesendur vorir muni kunna oss þökk fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.